Rekstur í Reykjavík Davíð Þorláksson skrifar 20. júní 2018 07:00 Framtíðin er loðin og teygjanleg í Reykjavík ef marka má sáttmála meirihlutans í borgarstjórn. Þar er fjallað almennt um hlutina en innan um eru skýrar tillögur og tíma- eða tölusettar áætlanir. Það á sérstaklega við um atvinnumálin. Reykjavík er stærsta útgerðar-, iðnaðar-, ferðaþjónustu-, verslunar- og þjónustupláss landsins. Því miður virðist ekki vera forgangsatriði að hlúa betur að hlutverki borgarinnar hvað þetta varðar. Það vill stundum gleymast að sveitarfélög taka til sín og ráðstafa fimmtungi opinberra tekna og 14% opinberra skulda hvíla á sveitarfélögunum. Það er ekki bara ríkið sem hefur áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja, heldur gera sveitarfélögin það líka. Fasteignamat hefur hækkað talsvert síðustu ár í takt við hækkandi fasteignaverð og vegna breyttra matsaðferða hjá Þjóðskrá. Þá hefur verið talsverð uppbygging, einkum í húsnæði undir gistingu. Greiða þarf níu sinnum hærra fasteignagjald af atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Allt þetta hefur leitt til þess að tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum hækkuðu um 28% frá 2014 til 2017 á sama tíma og verðlag hækkaði um 5%. Í sáttmálanum er lofað að fasteignagjöld lækki um 0,05 prósentur á atvinnuhúsnæði fyrir lok kjörtímabilsins. Það er auðvitað engin skattalækkun, heldur bara aðeins minni skattahækkun en ella. Síðustu ár hafa einkennst af samfelldum hagvexti og uppgangi. Það er góðæri. Atvinnuleysi í Reykjavík í apríl var aðeins 2,39%. Við getum ekki treyst á að þetta verði alltaf svona. Reykjavíkurborg verður að hlúa betur að fyrirtækjunum í borginni. Fyrsta skrefið væri að lækka fasteignagjöld raunverulega á atvinnuhúsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Davíð Þorláksson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Framtíðin er loðin og teygjanleg í Reykjavík ef marka má sáttmála meirihlutans í borgarstjórn. Þar er fjallað almennt um hlutina en innan um eru skýrar tillögur og tíma- eða tölusettar áætlanir. Það á sérstaklega við um atvinnumálin. Reykjavík er stærsta útgerðar-, iðnaðar-, ferðaþjónustu-, verslunar- og þjónustupláss landsins. Því miður virðist ekki vera forgangsatriði að hlúa betur að hlutverki borgarinnar hvað þetta varðar. Það vill stundum gleymast að sveitarfélög taka til sín og ráðstafa fimmtungi opinberra tekna og 14% opinberra skulda hvíla á sveitarfélögunum. Það er ekki bara ríkið sem hefur áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja, heldur gera sveitarfélögin það líka. Fasteignamat hefur hækkað talsvert síðustu ár í takt við hækkandi fasteignaverð og vegna breyttra matsaðferða hjá Þjóðskrá. Þá hefur verið talsverð uppbygging, einkum í húsnæði undir gistingu. Greiða þarf níu sinnum hærra fasteignagjald af atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Allt þetta hefur leitt til þess að tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum hækkuðu um 28% frá 2014 til 2017 á sama tíma og verðlag hækkaði um 5%. Í sáttmálanum er lofað að fasteignagjöld lækki um 0,05 prósentur á atvinnuhúsnæði fyrir lok kjörtímabilsins. Það er auðvitað engin skattalækkun, heldur bara aðeins minni skattahækkun en ella. Síðustu ár hafa einkennst af samfelldum hagvexti og uppgangi. Það er góðæri. Atvinnuleysi í Reykjavík í apríl var aðeins 2,39%. Við getum ekki treyst á að þetta verði alltaf svona. Reykjavíkurborg verður að hlúa betur að fyrirtækjunum í borginni. Fyrsta skrefið væri að lækka fasteignagjöld raunverulega á atvinnuhúsnæði.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun