Varðandi kjaramál Guðmundur Steingrímsson skrifar 9. júlí 2018 06:00 Mikið rosalega væri það glimrandi fínt ef allir sem búa og vinna á Íslandi væru ánægðir með launin sín. Um leið og ég skrifa þessa setningu átta ég mig hins vegar á því hversu fjarlægt þetta markmið er. Kraftar samfélagsins virðast virka þannig, að öðrum megin er fólk sem er ánægt með að borga öðrum sem minnst laun. Hinum megin borðsins situr svo fólk sem er ánægt ef það fær sem hæst laun. Kannski virkar samfélagið best þegar báðir aðilar eru fúlir. Eða hvað? Þótt sátt virðist fjarlæg á stundum, þá er það engu að síður eitt mikilvægasta verkefni hvers heilbrigðs þjóðfélags að skapa sem mesta sátt. Þótt þetta sé eins konar Sysifosarverkefni – þar sem markmiðið næst aldrei fullkomlega – verður samt að reyna, sífellt og ætíð. Það verður að segjast eins og er, að einhverra hluta vegna gengur þessi vinna mjög brösulega á Íslandi. Óánægja stórra stétta með kjör sín er djúp og viðvarandi. Á köflum sér maður ekki almennilega hvernig er hægt að mæta óánægjunni án þess að kollvarpa efnahagslífinu. Það er úr vöndu að ráða.Að rífast við hafið Maður vill að ljósmæður séu sáttar. Maður vill að kennarar séu sáttir. Maður vill að hjúkrunarfræðingar kjósi frekar að vinna á spítölunum en hjá flugfélögunum eftir háskólanám sitt. Að kröftum þeirra sé frekar varið í það að sinna sjúkum en að spyrja flugfarþega hvort þeir vilji Sprite eða Kók. En þá verða sem sagt kjörin að verða betri. Í frjálsu samfélagi ríkir samkeppni um vinnuafl. Að segja stórum stéttum, eins og í skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu, að laun þeirra séu víst góð er eins og að rífast við hafið. Það þýðir ekki neitt. Hafið ræður. Sama gildir á vinnumarkaði: Ef kjör eru slæm, fer fólk. Ef laun eru góð, kemur fólk. Sé maður ráðamaður er vel hægt að pirra sig á þessum veruleika. Það er hægt að halda mikla reiðilestra út af því að heilbrigðismenntað fólk fáist ekki til að vinna í heilbrigðiskerfinu. Það er hægt að berja fast í fullt af borðum og hvessa sig. Á endanum ræður samt fólkið. Og veruleikinn blasir við: Það vantar hundruð til starfa. Landspítalinn er rekinn með kraftaverki á hverjum degi. Mann grunar að þeir sem ráða í stjórnmálunum séu orðnir samdauna þessum veruleika, í einu allsherjar tilbrigði við grunnmöntru þjóðarinnar: Fyrst hlutir hafa reddast, þá hljóta þeir að reddast áfram. Ef maður er alltaf að redda, þá gera aðrir ráð fyrir því að maður reddi. Maður verður reddarinn.Að rækta traust En það er ekki hægt að byggja heilt þjóðfélag á reddurum og kraftaverkum. Það stefnir í óefni. Bensínið er að verða búið. Það ríkir vaxandi kergja. Hún sprettur af langþreytu. Nú þarf að gera allsherjarátak í því að skapa sem mesta sátt innan stórra grundvallarstétta á Íslandi, til þess að manna heilbrigðiskerfið og aðra mikilvæga vinnustaði. Það gengur ekki að hafa fólk eins og útspýtt hundskinn. Það verður að vera hægt að búa á Íslandi, vinna og njóta lífsins á sama tíma. Og það vilja líklega allir að þessi grunnkerfi séu í lagi. Þannig að. Hvað er best að gera? Ég held að það verði að koma kjarabaráttu á Íslandi upp úr þessum farvegi sem hún er í, þar sem hver stétt er að berjast fyrir sig. Það gengur ekki til lengdar. Það þarf að ná heildarsátt, fá alla að borðinu, sammælast um helstu markmið, eins og til dæmis að menntun skuli borga sig, að fólk fáist til starfa, að verðbólga fari ekki af stað þrátt fyrir kjarabætur, að fólk efst í launastiganum haldi aftur af sér, að álögur séu ekki of íþyngjandi, vinnuvikan ekki of löng og svo framvegis. Þetta er verkefnið. Margar nágrannaþjóðir okkar gera þetta svona. Kjaramálin eru í ákveðnum farvegi. Það er búið að sammælast um markmið og áherslur. Það er búið að skilgreina sameiginlega – enda eru í raun og veru allir í sama liði – hvert efnahagslegt svigrúm samfélagsins er til kjarabóta og svo eru gerðir samningar á þeim grunni. Það hefur einu sinni tekist að nálgast þessi mál svona á Íslandi, með Þjóðarsáttinni í gamla daga. Það var vel heppnað. Það er svolítið undarlegt að það módel hafi ekki verið notað aftur. En ástæðan er einföld: Á Íslandi ríkir marghliða tortryggni. Fáir treysta nokkrum. Tortryggnin hefur grafið um sig á löngum tíma. Traust hefur ekki verið ræktað. Það tók mörg ár að byggja upp traust milli fólks til þess að gera Þjóðarsáttina að veruleika á sínum tíma. Nú þarf að endurtaka þá vinnu.Getur ekki einhver reddað því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Mikið rosalega væri það glimrandi fínt ef allir sem búa og vinna á Íslandi væru ánægðir með launin sín. Um leið og ég skrifa þessa setningu átta ég mig hins vegar á því hversu fjarlægt þetta markmið er. Kraftar samfélagsins virðast virka þannig, að öðrum megin er fólk sem er ánægt með að borga öðrum sem minnst laun. Hinum megin borðsins situr svo fólk sem er ánægt ef það fær sem hæst laun. Kannski virkar samfélagið best þegar báðir aðilar eru fúlir. Eða hvað? Þótt sátt virðist fjarlæg á stundum, þá er það engu að síður eitt mikilvægasta verkefni hvers heilbrigðs þjóðfélags að skapa sem mesta sátt. Þótt þetta sé eins konar Sysifosarverkefni – þar sem markmiðið næst aldrei fullkomlega – verður samt að reyna, sífellt og ætíð. Það verður að segjast eins og er, að einhverra hluta vegna gengur þessi vinna mjög brösulega á Íslandi. Óánægja stórra stétta með kjör sín er djúp og viðvarandi. Á köflum sér maður ekki almennilega hvernig er hægt að mæta óánægjunni án þess að kollvarpa efnahagslífinu. Það er úr vöndu að ráða.Að rífast við hafið Maður vill að ljósmæður séu sáttar. Maður vill að kennarar séu sáttir. Maður vill að hjúkrunarfræðingar kjósi frekar að vinna á spítölunum en hjá flugfélögunum eftir háskólanám sitt. Að kröftum þeirra sé frekar varið í það að sinna sjúkum en að spyrja flugfarþega hvort þeir vilji Sprite eða Kók. En þá verða sem sagt kjörin að verða betri. Í frjálsu samfélagi ríkir samkeppni um vinnuafl. Að segja stórum stéttum, eins og í skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu, að laun þeirra séu víst góð er eins og að rífast við hafið. Það þýðir ekki neitt. Hafið ræður. Sama gildir á vinnumarkaði: Ef kjör eru slæm, fer fólk. Ef laun eru góð, kemur fólk. Sé maður ráðamaður er vel hægt að pirra sig á þessum veruleika. Það er hægt að halda mikla reiðilestra út af því að heilbrigðismenntað fólk fáist ekki til að vinna í heilbrigðiskerfinu. Það er hægt að berja fast í fullt af borðum og hvessa sig. Á endanum ræður samt fólkið. Og veruleikinn blasir við: Það vantar hundruð til starfa. Landspítalinn er rekinn með kraftaverki á hverjum degi. Mann grunar að þeir sem ráða í stjórnmálunum séu orðnir samdauna þessum veruleika, í einu allsherjar tilbrigði við grunnmöntru þjóðarinnar: Fyrst hlutir hafa reddast, þá hljóta þeir að reddast áfram. Ef maður er alltaf að redda, þá gera aðrir ráð fyrir því að maður reddi. Maður verður reddarinn.Að rækta traust En það er ekki hægt að byggja heilt þjóðfélag á reddurum og kraftaverkum. Það stefnir í óefni. Bensínið er að verða búið. Það ríkir vaxandi kergja. Hún sprettur af langþreytu. Nú þarf að gera allsherjarátak í því að skapa sem mesta sátt innan stórra grundvallarstétta á Íslandi, til þess að manna heilbrigðiskerfið og aðra mikilvæga vinnustaði. Það gengur ekki að hafa fólk eins og útspýtt hundskinn. Það verður að vera hægt að búa á Íslandi, vinna og njóta lífsins á sama tíma. Og það vilja líklega allir að þessi grunnkerfi séu í lagi. Þannig að. Hvað er best að gera? Ég held að það verði að koma kjarabaráttu á Íslandi upp úr þessum farvegi sem hún er í, þar sem hver stétt er að berjast fyrir sig. Það gengur ekki til lengdar. Það þarf að ná heildarsátt, fá alla að borðinu, sammælast um helstu markmið, eins og til dæmis að menntun skuli borga sig, að fólk fáist til starfa, að verðbólga fari ekki af stað þrátt fyrir kjarabætur, að fólk efst í launastiganum haldi aftur af sér, að álögur séu ekki of íþyngjandi, vinnuvikan ekki of löng og svo framvegis. Þetta er verkefnið. Margar nágrannaþjóðir okkar gera þetta svona. Kjaramálin eru í ákveðnum farvegi. Það er búið að sammælast um markmið og áherslur. Það er búið að skilgreina sameiginlega – enda eru í raun og veru allir í sama liði – hvert efnahagslegt svigrúm samfélagsins er til kjarabóta og svo eru gerðir samningar á þeim grunni. Það hefur einu sinni tekist að nálgast þessi mál svona á Íslandi, með Þjóðarsáttinni í gamla daga. Það var vel heppnað. Það er svolítið undarlegt að það módel hafi ekki verið notað aftur. En ástæðan er einföld: Á Íslandi ríkir marghliða tortryggni. Fáir treysta nokkrum. Tortryggnin hefur grafið um sig á löngum tíma. Traust hefur ekki verið ræktað. Það tók mörg ár að byggja upp traust milli fólks til þess að gera Þjóðarsáttina að veruleika á sínum tíma. Nú þarf að endurtaka þá vinnu.Getur ekki einhver reddað því?
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun