Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2018 16:30 Björkin fæðingarstofa opnaði vorið 2017. Vísir/Vilhelm Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. Þetta segir Arney Þórarinsdóttir, annar eigenda Bjarkarinnar, í samtali við Vísi. „Síðustu viku, tíu daga hefur mikið borið á því að fólk sé að hringja og kanna hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá okkur og hvort það sé möguleiki að koma til okkar. Eins og staðan er núna þá erum við hins vegar fullbókaðar út september,“ segir Arney. Hún segir að það séu helst foreldrar sem eigi von á barni alveg á næstunni sem hafi verið að hringja að undanförnu. „Við erum hins vegar að sinna okkar skjólstæðingum síðustu vikur meðgöngunnar. Fólk er kannski í örvæntingu að finna einhverja leið í því ástandi sem ríkir.“Þannig að þið hefðuð glaðar viljað taka við fleirum en það er einfaldlega ekki möguleiki?„Það er alltaf erfitt að segja nei í þessari stöðu. En við vonumst nú til að þessi deila leysist fljótlega og að það verði allt í lagi. Það sem við finnum núna eru símtöl frá foreldrum sem eru með áhyggjur af ástandinu á spítalanum og eru þess vegna að hafa samband. Fram að því hafa það verið foreldrar sem velja þennan kost þar sem það hentar þeim. Það er nýtt að fá þessi símtöl,“ segir Arney.Ljósmæður Bjarkarinnar; Elva Rut Helgadóttir, Arney Þórarinsdóttir, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Greta Matthíasdóttir, Emma Marie Swift og Hrafnhildur Halldórsdóttir.Fréttablaðið/GVALeyfa sér að vera bjartsýnar Um kjaradeilu ljósmæðra segir Arney að þær leyfi sér að vera bjartsýnar eftir samningafundinn í gær og að brátt sjái fyrir endann á þessari deilu. „Við lifum í voninni þar til annað kemur í ljós. Maður trúir ekki að þetta muni dragast meira á langinn og verða verra.“ Björkin opnaði í Síðumúla um mánaðarmótin apríl, maí á síðasta ári og er fyrsta sjálfstæða fæðingarstofan á landinu síðan Fæðingarheimilið á Eiríksgötu lokaði 1995. Arney segir að á þessu rúma ári hafi um sextíu börn komið í heiminn á stofunni, en starfsmenn eru jafnan með á bilinu tólf til fimmtán skjólstæðinga í hverjum mánuði. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira
Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. Þetta segir Arney Þórarinsdóttir, annar eigenda Bjarkarinnar, í samtali við Vísi. „Síðustu viku, tíu daga hefur mikið borið á því að fólk sé að hringja og kanna hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá okkur og hvort það sé möguleiki að koma til okkar. Eins og staðan er núna þá erum við hins vegar fullbókaðar út september,“ segir Arney. Hún segir að það séu helst foreldrar sem eigi von á barni alveg á næstunni sem hafi verið að hringja að undanförnu. „Við erum hins vegar að sinna okkar skjólstæðingum síðustu vikur meðgöngunnar. Fólk er kannski í örvæntingu að finna einhverja leið í því ástandi sem ríkir.“Þannig að þið hefðuð glaðar viljað taka við fleirum en það er einfaldlega ekki möguleiki?„Það er alltaf erfitt að segja nei í þessari stöðu. En við vonumst nú til að þessi deila leysist fljótlega og að það verði allt í lagi. Það sem við finnum núna eru símtöl frá foreldrum sem eru með áhyggjur af ástandinu á spítalanum og eru þess vegna að hafa samband. Fram að því hafa það verið foreldrar sem velja þennan kost þar sem það hentar þeim. Það er nýtt að fá þessi símtöl,“ segir Arney.Ljósmæður Bjarkarinnar; Elva Rut Helgadóttir, Arney Þórarinsdóttir, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Greta Matthíasdóttir, Emma Marie Swift og Hrafnhildur Halldórsdóttir.Fréttablaðið/GVALeyfa sér að vera bjartsýnar Um kjaradeilu ljósmæðra segir Arney að þær leyfi sér að vera bjartsýnar eftir samningafundinn í gær og að brátt sjái fyrir endann á þessari deilu. „Við lifum í voninni þar til annað kemur í ljós. Maður trúir ekki að þetta muni dragast meira á langinn og verða verra.“ Björkin opnaði í Síðumúla um mánaðarmótin apríl, maí á síðasta ári og er fyrsta sjálfstæða fæðingarstofan á landinu síðan Fæðingarheimilið á Eiríksgötu lokaði 1995. Arney segir að á þessu rúma ári hafi um sextíu börn komið í heiminn á stofunni, en starfsmenn eru jafnan með á bilinu tólf til fimmtán skjólstæðinga í hverjum mánuði.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira
Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15