Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2018 18:45 Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. fréttablaðið/anton brink Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. Ástæðan er aukið álaga á bráðamóttöku frá og með morgundeginum þegar Hjartagátt Landspítala lokar. Þeim sjúklingum sem leita vanalega til Hjartagáttar verður nú beint á bráðamóttöku í Fossvogi en Hjartagáttin verður lokuð í fjórar vikur; opnar aftur föstudaginn 3. ágúst. „Þetta hefur þau áhrif að þeir 25 sjúklingar, að meðaltali á sólarhring, sem leitað hafa á Hjartagáttina koma þá til okkar í staðinn og bætast við þá 85 sjúklinga sem koma hingað með bráð veikindi á hverjum degi. Þannig að þetta er töluvert mikil aukning á sjúklingum með bráð veikindi. Það verður mikil áskorun að ná að sinna öllum sjúklingum eins fljótt og vel og við viljum,“ segir Jón Magnús og bætir við að undanfarið hafi verið unnið að því með hjartalæknum og öðrum innan spítalans að setja upp áætlun til að gera þetta mögulegt og tryggja öryggi sjúklinga. Jón Magnús bendir á að undanfarin ár hafi heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu verið að auka sína þjónustu. Þær séu því allar með opna bráðatíma svo einstaklingum með minna alvarlega sjúkdóma eða slys er bent á að leita á sína heilsugæslu á þeim tíma sem hún er opin, auk þess sem hægt sé að leita á Læknavaktina. „Við hvetjum alla þá sem telja sig geta nýtt þá þjónustu að nýta sér hana. Við komum til með að herða á því verklagi að vísa fólki í sinn rétta farveg sem leitar til okkar og það getur vel þýtt að fólki verði vísað á heilsugæslu eða læknavakt,“ segir Jón Magnús. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanleg bið vegna álags 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. Ástæðan er aukið álaga á bráðamóttöku frá og með morgundeginum þegar Hjartagátt Landspítala lokar. Þeim sjúklingum sem leita vanalega til Hjartagáttar verður nú beint á bráðamóttöku í Fossvogi en Hjartagáttin verður lokuð í fjórar vikur; opnar aftur föstudaginn 3. ágúst. „Þetta hefur þau áhrif að þeir 25 sjúklingar, að meðaltali á sólarhring, sem leitað hafa á Hjartagáttina koma þá til okkar í staðinn og bætast við þá 85 sjúklinga sem koma hingað með bráð veikindi á hverjum degi. Þannig að þetta er töluvert mikil aukning á sjúklingum með bráð veikindi. Það verður mikil áskorun að ná að sinna öllum sjúklingum eins fljótt og vel og við viljum,“ segir Jón Magnús og bætir við að undanfarið hafi verið unnið að því með hjartalæknum og öðrum innan spítalans að setja upp áætlun til að gera þetta mögulegt og tryggja öryggi sjúklinga. Jón Magnús bendir á að undanfarin ár hafi heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu verið að auka sína þjónustu. Þær séu því allar með opna bráðatíma svo einstaklingum með minna alvarlega sjúkdóma eða slys er bent á að leita á sína heilsugæslu á þeim tíma sem hún er opin, auk þess sem hægt sé að leita á Læknavaktina. „Við hvetjum alla þá sem telja sig geta nýtt þá þjónustu að nýta sér hana. Við komum til með að herða á því verklagi að vísa fólki í sinn rétta farveg sem leitar til okkar og það getur vel þýtt að fólki verði vísað á heilsugæslu eða læknavakt,“ segir Jón Magnús.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanleg bið vegna álags 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira