Lífgjafar sveitanna Magnús Ólafsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Það var mikil framsýni manna sem settu fyrst löggjöf um lax- og silungsveiði fyrir áratugum síðan. Í framhaldi voru veiðifélög stofnuð sem allar götur síðan hafa haft það að leiðarljósi að auka og bæta þá auðlind sem lax og silungsveiðar eru. Áður en veiðifélögin voru stofnuð veiddi hver fyrir sínu landi. Þar var afi minn á Sveinsstöðum engin undantekning. Um eða upp úr árinu 1930 fóru stangveiðimenn að banka upp á og vildu fá að veiða á stöng í Vatnsdalsá. Afi og amma voru gestrisin og sinntu þessum gestum af alúð og lengi nutu erlendir veiðimenn gestrisni þeirra, gistu á Sveinsstöðum, veiddu í ánni og greiddu góðan pening fyrir. Þetta kom sér einkar vel þar sem þau hjón höfðu ráðist í það stórvirki að byggja veglegt steinsteypt íbúðarhús á jörðinni 1929. Árið eftir kom heimskreppan og afurðaverð féll niður úr öllu valdi. Kreppulánin og laxinn björguðu því að enn búa afkomendur þeirra rausnarbúi á Sveinsstöðum. Sama má segja um fjölmargar jarðir víða um land. Laxveiðin hefur skipt sköpum um búsetu og stutt byggðina. Veiðifélag Vatnsdalsár var stofnað árið 1936 og um það leyti voru veiðifélög stofnuð víða um land á grundvelli laganna sem þá höfðu verið sett um þessa auðlind. Við Vatnsdalsá er föst búseta jarðeigenda á rúmlega 30 bæjum. Síðan sonur minn og tengdadóttir tóku við búskap á Sveinsstöðum árið 2004 hafa ættliðaskipti orðið á allmörgum bæjum við ána og í sveitunum býr margt af ungu fólki.Allir eru jafnir Grunntónninn í veiðilöggjöfinni hefur frá upphafi verið sá að öllum landeigendum að ánni er skylt að vera í veiðifélaginu. Þar hefur hver eitt atkvæði, hvort sem hann á mikið land og jafnvel alla bestu veiðistaðina, eða aðeins stuttan spöl með ánni og jafnvel engan veiðistað. Stjórn félagsins er kosin á almennum félagsfundi. Allar meiriháttar ákvarðanir þarf að bera undir félagsfund. Samkenndin er mikil því á félagslegum grunni eru allir jafnir. Fjölmargir erlendir veiðimenn hafa sagt mér að einn af kostum þess að koma til Íslands og veiða sé að undantekningarlaust eigi sömu aðilar landið og réttinn til veiða. Þeir séu því velkomnir, ekki aðeins til að veiða, heldur er þeim frjáls för meðfram ánum og njóta lands og fegurðar kringum árnar. Víða erlendis eru það einhverjir auðmenn sem eiga árnar, en bændurnir sem yrkja bakkana, hafa engan hag af komu veiðimanna og hafa ama af veru þeirra við ána. Þar er engin friðsæld og þar finna þeir ekki frið í hjarta eða sömu upplifun og þeir fá af því að veiða á Íslandi. Trúlega greiða engir erlendir gestir jafn mikið fyrir að upplifa Ísland og veiðimenn. Þeir dást undantekningalítið að þeirri alúð sem eigendur laxveiðiánna hafa lagt í að bæta árnar og allan aðbúnað kringum veiðarnar. Það hefur ætíð þótt sjálfsagt að selja aðganginn að þessari auðlind. Tekjurnar fara annars vegar í að bæta árnar, aðbúnað í veiðihúsum og aðgengi að veiðinni, og renna hins vegar sem arður til eigendanna. Sá arður nýtist í mörgum tilfellum til að gera sveitirnar byggilegri og auðga líf þeirra sem þar búa. Óttumst sjókvíaeldið Í dag njóta trúlega á fimmta þúsund jarðeigenda tekna af útleigu lax- og silungsveiðihlunninda. Ég fullyrði að meirihluti þessara jarðeigna er í eigu þeirra sem búa í sveitunum. Bak við þessa jarðeigendur eru fjölskyldur sem lifa og starfa í sveitinni, á sama hátt og fjölskylda afa og ömmu gerði um og eftir árið 1930. Ég er ekki viss um að ég nyti þeirrar ánægju að sjá þrjú barnabörn vaxa úr grasi á bökkum Vatnsdalsár ef tekjurnar af veiðunum hefðu ekki ávallt skipt sköpum í búsetu í dalnum. Þannig fjölskyldur eru víða um land. Þess vegna viljum við sem unnum ánum gera allt sem hægt er til að tryggja það að þær verði áfram lífgjafi sveitanna. Við óttumst að hömlulítið fiskeldi í sjókvíum geti spillt lífríki ánna og þar um leið lífi og búsetu í sveitum Húnaþings, Borgarfjarðar og raunar byggðum um land allt.Höfundur er frá Sveinsstöðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það var mikil framsýni manna sem settu fyrst löggjöf um lax- og silungsveiði fyrir áratugum síðan. Í framhaldi voru veiðifélög stofnuð sem allar götur síðan hafa haft það að leiðarljósi að auka og bæta þá auðlind sem lax og silungsveiðar eru. Áður en veiðifélögin voru stofnuð veiddi hver fyrir sínu landi. Þar var afi minn á Sveinsstöðum engin undantekning. Um eða upp úr árinu 1930 fóru stangveiðimenn að banka upp á og vildu fá að veiða á stöng í Vatnsdalsá. Afi og amma voru gestrisin og sinntu þessum gestum af alúð og lengi nutu erlendir veiðimenn gestrisni þeirra, gistu á Sveinsstöðum, veiddu í ánni og greiddu góðan pening fyrir. Þetta kom sér einkar vel þar sem þau hjón höfðu ráðist í það stórvirki að byggja veglegt steinsteypt íbúðarhús á jörðinni 1929. Árið eftir kom heimskreppan og afurðaverð féll niður úr öllu valdi. Kreppulánin og laxinn björguðu því að enn búa afkomendur þeirra rausnarbúi á Sveinsstöðum. Sama má segja um fjölmargar jarðir víða um land. Laxveiðin hefur skipt sköpum um búsetu og stutt byggðina. Veiðifélag Vatnsdalsár var stofnað árið 1936 og um það leyti voru veiðifélög stofnuð víða um land á grundvelli laganna sem þá höfðu verið sett um þessa auðlind. Við Vatnsdalsá er föst búseta jarðeigenda á rúmlega 30 bæjum. Síðan sonur minn og tengdadóttir tóku við búskap á Sveinsstöðum árið 2004 hafa ættliðaskipti orðið á allmörgum bæjum við ána og í sveitunum býr margt af ungu fólki.Allir eru jafnir Grunntónninn í veiðilöggjöfinni hefur frá upphafi verið sá að öllum landeigendum að ánni er skylt að vera í veiðifélaginu. Þar hefur hver eitt atkvæði, hvort sem hann á mikið land og jafnvel alla bestu veiðistaðina, eða aðeins stuttan spöl með ánni og jafnvel engan veiðistað. Stjórn félagsins er kosin á almennum félagsfundi. Allar meiriháttar ákvarðanir þarf að bera undir félagsfund. Samkenndin er mikil því á félagslegum grunni eru allir jafnir. Fjölmargir erlendir veiðimenn hafa sagt mér að einn af kostum þess að koma til Íslands og veiða sé að undantekningarlaust eigi sömu aðilar landið og réttinn til veiða. Þeir séu því velkomnir, ekki aðeins til að veiða, heldur er þeim frjáls för meðfram ánum og njóta lands og fegurðar kringum árnar. Víða erlendis eru það einhverjir auðmenn sem eiga árnar, en bændurnir sem yrkja bakkana, hafa engan hag af komu veiðimanna og hafa ama af veru þeirra við ána. Þar er engin friðsæld og þar finna þeir ekki frið í hjarta eða sömu upplifun og þeir fá af því að veiða á Íslandi. Trúlega greiða engir erlendir gestir jafn mikið fyrir að upplifa Ísland og veiðimenn. Þeir dást undantekningalítið að þeirri alúð sem eigendur laxveiðiánna hafa lagt í að bæta árnar og allan aðbúnað kringum veiðarnar. Það hefur ætíð þótt sjálfsagt að selja aðganginn að þessari auðlind. Tekjurnar fara annars vegar í að bæta árnar, aðbúnað í veiðihúsum og aðgengi að veiðinni, og renna hins vegar sem arður til eigendanna. Sá arður nýtist í mörgum tilfellum til að gera sveitirnar byggilegri og auðga líf þeirra sem þar búa. Óttumst sjókvíaeldið Í dag njóta trúlega á fimmta þúsund jarðeigenda tekna af útleigu lax- og silungsveiðihlunninda. Ég fullyrði að meirihluti þessara jarðeigna er í eigu þeirra sem búa í sveitunum. Bak við þessa jarðeigendur eru fjölskyldur sem lifa og starfa í sveitinni, á sama hátt og fjölskylda afa og ömmu gerði um og eftir árið 1930. Ég er ekki viss um að ég nyti þeirrar ánægju að sjá þrjú barnabörn vaxa úr grasi á bökkum Vatnsdalsár ef tekjurnar af veiðunum hefðu ekki ávallt skipt sköpum í búsetu í dalnum. Þannig fjölskyldur eru víða um land. Þess vegna viljum við sem unnum ánum gera allt sem hægt er til að tryggja það að þær verði áfram lífgjafi sveitanna. Við óttumst að hömlulítið fiskeldi í sjókvíum geti spillt lífríki ánna og þar um leið lífi og búsetu í sveitum Húnaþings, Borgarfjarðar og raunar byggðum um land allt.Höfundur er frá Sveinsstöðum
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun