Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júlí 2018 22:00 Gagnaver hafa sprottið upp hér á landi, ekki síst vegna Bitcoin. Vísir Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af þeirri starfsemi sem fer fram í gagnaverum hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. Sérfræðingur reiknar með að gríðarleg þörf verði fyrir gagnaver í heiminum næstu fimmtíu árin hið minnsta og Ísland sé vel búið í þeim efnum, sem má að einhverju leyti rekja til gríðarlegrar eftirspurnar eftir gagnaverum undir Bitcoin-námugröft. Bitcoin „verður örugglega ekki hérna ef við horfum fram í tímann,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS orku sem sér gagnaverum fyrir orkunni, í viðtali við Bloomberg. Fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta hafa leitað eftir því að byggja gagnaver hér og hefur verið mikill uppgangur í gagnaveituiðnaðinum hér á landi, líkt og Vísir fjallaði um fyrr á árinu. Sagði Jóhann þá að sprenging hafi orðið í eftirspurn eftir gagnaverum á Íslandi. Tengist það ekki síst verði á Bitcoin, þekktustu rafmyntinni, sem náði hæstu hæðum í kringum áramótin þegar verðgildi hverrar Bitcoin-myntar nálgaðist tuttugu þúsund dollara, um tvær milljónir króna. Verðið hefur þó farið hríðlækkandi frá áramótum og er verðgildi einnar Bitcoin-myntar nú um sex þúsund dollarar eða um 650 þúsund krónur.Verðmæti rafmynta er vegar afar óstöðugt og fjárfestingar í þeim því áhættusamar.Vísir/AFPGagnaverin leiki lykilhlutverk í fjórðu iðnbyltingunni Gríðarlega orku þarf til þess að grafa eftir Bitcoin en útgáfa myntanna byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Fyrirtæki hafa horft til Íslands í þessum málun vegna endurnýjanlegrar orku sem fyrirfinnst hér á landi.Í umfjöllun Bloomberg segir að þessar verðsveiflur á Bitcoin og öðrum rafmyntum geri það að verkum að gagnaverin og fyrirtæki tengd þeim séu farin að horfa til annarra leiða til þess að renna styrkari, og fjölbreyttari, stoðum undir reksturinn.Rætt er við Gísla Kr. Katrínarsson hjá Advania sem segir að fyrirtækið hafi á undanförnum misserum öðlast gríðarlega þekkingu á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni ( blockchain technology) sem geti nýst í frekari tækniþróun sem tengist ekki endilega Bitcoin.Til að mynda sé Advania í samstarfi við Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og HP Enterprise við verkefni sem miðar að því að komast að því hvernig sýndarhjarta bregðist við lyfjagjöf.Þá segir Kristinn R. Þórisson, stofnandi Icelandic Institute for Intelligent Machines að gagnaverin sem nú hýsi Bitcoin-námugröftinn gegni lykilhlutverki í þeirri tæknibyltingu sem kennd hefur verið við fjórðu iðnbyltingunna. Á næstu 50 árum verði gríðarleg þörf fyrir gagnaver líkt og þau sem sprottið hafa hér upp. Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af þeirri starfsemi sem fer fram í gagnaverum hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. Sérfræðingur reiknar með að gríðarleg þörf verði fyrir gagnaver í heiminum næstu fimmtíu árin hið minnsta og Ísland sé vel búið í þeim efnum, sem má að einhverju leyti rekja til gríðarlegrar eftirspurnar eftir gagnaverum undir Bitcoin-námugröft. Bitcoin „verður örugglega ekki hérna ef við horfum fram í tímann,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS orku sem sér gagnaverum fyrir orkunni, í viðtali við Bloomberg. Fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta hafa leitað eftir því að byggja gagnaver hér og hefur verið mikill uppgangur í gagnaveituiðnaðinum hér á landi, líkt og Vísir fjallaði um fyrr á árinu. Sagði Jóhann þá að sprenging hafi orðið í eftirspurn eftir gagnaverum á Íslandi. Tengist það ekki síst verði á Bitcoin, þekktustu rafmyntinni, sem náði hæstu hæðum í kringum áramótin þegar verðgildi hverrar Bitcoin-myntar nálgaðist tuttugu þúsund dollara, um tvær milljónir króna. Verðið hefur þó farið hríðlækkandi frá áramótum og er verðgildi einnar Bitcoin-myntar nú um sex þúsund dollarar eða um 650 þúsund krónur.Verðmæti rafmynta er vegar afar óstöðugt og fjárfestingar í þeim því áhættusamar.Vísir/AFPGagnaverin leiki lykilhlutverk í fjórðu iðnbyltingunni Gríðarlega orku þarf til þess að grafa eftir Bitcoin en útgáfa myntanna byggir á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Fyrirtæki hafa horft til Íslands í þessum málun vegna endurnýjanlegrar orku sem fyrirfinnst hér á landi.Í umfjöllun Bloomberg segir að þessar verðsveiflur á Bitcoin og öðrum rafmyntum geri það að verkum að gagnaverin og fyrirtæki tengd þeim séu farin að horfa til annarra leiða til þess að renna styrkari, og fjölbreyttari, stoðum undir reksturinn.Rætt er við Gísla Kr. Katrínarsson hjá Advania sem segir að fyrirtækið hafi á undanförnum misserum öðlast gríðarlega þekkingu á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni ( blockchain technology) sem geti nýst í frekari tækniþróun sem tengist ekki endilega Bitcoin.Til að mynda sé Advania í samstarfi við Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og HP Enterprise við verkefni sem miðar að því að komast að því hvernig sýndarhjarta bregðist við lyfjagjöf.Þá segir Kristinn R. Þórisson, stofnandi Icelandic Institute for Intelligent Machines að gagnaverin sem nú hýsi Bitcoin-námugröftinn gegni lykilhlutverki í þeirri tæknibyltingu sem kennd hefur verið við fjórðu iðnbyltingunna. Á næstu 50 árum verði gríðarleg þörf fyrir gagnaver líkt og þau sem sprottið hafa hér upp.
Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00