Skoðanir, staðreyndir og þriggja ára stúdentspróf Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 4. júlí 2018 07:00 Einn af föstum dálkum Fréttablaðsins eru Bakþankarnir sem birtast daglega á öftustu síðu blaðsins. Þar hefur hópur höfunda frjálsar hendur til að fjalla með sínum hætti um þau málefni sem þeim eru efst í huga hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru pistlarnir mismunandi bæði að efni og gæðum enda ekki heiglum hent að ryðja út úr sér áhugaverðum dálki einu sinni í viku. Einn af þessum höfundum er Sirrý Hallgrímsdóttir. Hún er greinilega innmúruð og -vígð í Sjálfstæðisflokkinn því margir pistla hennar fjalla um viðfangsefni tengd flokknum. Hún hefur gjarna þann háttinn á að búa til strámann úr andstæðingi sínum, leggja honum skoðanir í munn og hrekja þær síðan. Þetta er pottþétt aðferð til að hafa betur í rökræðum en virkar því miður aðeins gagnvart þeim sem eru sama sinnis og höfundur. Hjá öðrum veldur hún aðeins aulahrolli. Nýjasta áhugamál Sirrýjar er niðurskurður Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, á stúdentsprófinu í þrjú ár. Í síðasta pistli sínum byrjar hún á því að benda á þá stöðu sem komin er upp í Bandaríkjunum þar sem um 75% manna eru ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Því næst snýr hún sér að Fréttastofu Ríkisútvarpsins og gagnrýnir hana fyrir að greina frá neikvæðum skoðunum ýmissa aðila sem tengjast framhaldsskólanum á þriggja ára stúdentsprófinu í fréttatíma þar sem menn töldu að vinnuálag hefði aukist til muna. Sirrý segir réttilega að þetta séu skoðanir. Síðan bendir hún á að í öðrum fjölmiðlum hafi verið fréttir um að þriggja ára stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og að könnun meðal nemenda sýni að þeim finnist vinnuálag hæfilegt. Nú er það að sjálfsögðu ánægjuleg frétt að stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og ekkert út á það að setja en í pistli Sirrýjar verður ekki betur séð en þær skoðanir Verslunarskólanema að vinnuálag sé hæfilegt sé allt í einu orðið að staðreynd. Sirrý reynist því sjálf ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Það sem henni þóknast er staðreynd, annað eru skoðanir. Mannfólkið er misjafnt, það sem sumum finnst mikið álag finnst öðrum hæfilegt og þar af leiðandi eru skoðanir á því ólíkar. Sjálfsagt er hægt með einhverjum aðferðum að meta námsálag á nemendur og full ástæða til að gera það. Það er hins vegar aðeins einn aðili sem getur mælt hvort þriggja ára námið stendur undir nafni hvað þekkingu og færni varðar og það er Háskóli Íslands. Svo fremi menn þar á bæ séu ekki búnir að aðlaga grunnáfanga námsins þriggja ára náminu, með því að draga úr kröfum, þá ætti að vera auðvelt að meta árangur stúdenta með þriggja og fjögurra ára stúdentspróf í völdum greinum og komast þannig að því hvort þekking og færni nemenda hefur beðið skaða af niðurskurðinum.Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Smellu RÚV Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. 30. júní 2018 10:00 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einn af föstum dálkum Fréttablaðsins eru Bakþankarnir sem birtast daglega á öftustu síðu blaðsins. Þar hefur hópur höfunda frjálsar hendur til að fjalla með sínum hætti um þau málefni sem þeim eru efst í huga hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru pistlarnir mismunandi bæði að efni og gæðum enda ekki heiglum hent að ryðja út úr sér áhugaverðum dálki einu sinni í viku. Einn af þessum höfundum er Sirrý Hallgrímsdóttir. Hún er greinilega innmúruð og -vígð í Sjálfstæðisflokkinn því margir pistla hennar fjalla um viðfangsefni tengd flokknum. Hún hefur gjarna þann háttinn á að búa til strámann úr andstæðingi sínum, leggja honum skoðanir í munn og hrekja þær síðan. Þetta er pottþétt aðferð til að hafa betur í rökræðum en virkar því miður aðeins gagnvart þeim sem eru sama sinnis og höfundur. Hjá öðrum veldur hún aðeins aulahrolli. Nýjasta áhugamál Sirrýjar er niðurskurður Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, á stúdentsprófinu í þrjú ár. Í síðasta pistli sínum byrjar hún á því að benda á þá stöðu sem komin er upp í Bandaríkjunum þar sem um 75% manna eru ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Því næst snýr hún sér að Fréttastofu Ríkisútvarpsins og gagnrýnir hana fyrir að greina frá neikvæðum skoðunum ýmissa aðila sem tengjast framhaldsskólanum á þriggja ára stúdentsprófinu í fréttatíma þar sem menn töldu að vinnuálag hefði aukist til muna. Sirrý segir réttilega að þetta séu skoðanir. Síðan bendir hún á að í öðrum fjölmiðlum hafi verið fréttir um að þriggja ára stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og að könnun meðal nemenda sýni að þeim finnist vinnuálag hæfilegt. Nú er það að sjálfsögðu ánægjuleg frétt að stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og ekkert út á það að setja en í pistli Sirrýjar verður ekki betur séð en þær skoðanir Verslunarskólanema að vinnuálag sé hæfilegt sé allt í einu orðið að staðreynd. Sirrý reynist því sjálf ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Það sem henni þóknast er staðreynd, annað eru skoðanir. Mannfólkið er misjafnt, það sem sumum finnst mikið álag finnst öðrum hæfilegt og þar af leiðandi eru skoðanir á því ólíkar. Sjálfsagt er hægt með einhverjum aðferðum að meta námsálag á nemendur og full ástæða til að gera það. Það er hins vegar aðeins einn aðili sem getur mælt hvort þriggja ára námið stendur undir nafni hvað þekkingu og færni varðar og það er Háskóli Íslands. Svo fremi menn þar á bæ séu ekki búnir að aðlaga grunnáfanga námsins þriggja ára náminu, með því að draga úr kröfum, þá ætti að vera auðvelt að meta árangur stúdenta með þriggja og fjögurra ára stúdentspróf í völdum greinum og komast þannig að því hvort þekking og færni nemenda hefur beðið skaða af niðurskurðinum.Höfundur er kennari
Smellu RÚV Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. 30. júní 2018 10:00
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun