Ný gamanþáttaröð frá Jordan Peele Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. júlí 2018 06:00 Grínistinn sem skrifaði handrit Óskarsverðlaunamyndarinnar Get Out gefur nú út vísindaskáldskap. Jordan Peele er með nýja þáttaröð á leiðinni og verður hún sýnd á YouTube Premium. Þáttaröðin er unnin með Charlie Sanders, en hann skrifaði Key & Peele ásamt Jordan og fleirum, og munu þessir þættir ganga undir nafninu Weird City og vera sambland af vísindaskáldskap og gríni. Þættirnir verða frumsýndir á næsta ári. Þáttaröðin gerist í borginni Weird (sem á íslensku myndi nefnast Skrítin) í náinni framtíð og er eins og klassískum vísindaskáldskap sæmir ætlað að bregða ákveðnum spegli á heim nútímans – í þessu tilfelli spéspegli. Í fréttatilkynningu um þættina sagði Peele að hann og Charlie Sanders ætluðu sér að koma með „þáttaröð keyrða áfram á gríni og brjálæðislegum vísindaskáldskap og sem gerist í heimi rosalega svipuðum okkar en samt ekki alveg“. Jordan Peele er með fleiri verkefni á leiðinni en í sumar kemur út kvikmyndin BlacKkKlansman sem hann framleiðir ásamt leikstjóranum Spike Lee. Hún kemur í bíóhús í Bandaríkjunum í ágúst. Peele framleiðir einnig gamanþáttaröðina The Last O.G. með Tracy Morgan í aðalhlutverki. Jordan sló heldur betur í gegn með myndinni Get Out árið 2017 en hún hlaut Óskarinn fyrir besta handritið auk þess sem hún var tilnefnd sem besta mynd ársins. Sú var fyrsta kvikmynd Jordans Peele í fullri lengd þannig að líklega eru ansi margir spenntir fyrir að sjá hvað kemur frá honum næst. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Jordan Peele er með nýja þáttaröð á leiðinni og verður hún sýnd á YouTube Premium. Þáttaröðin er unnin með Charlie Sanders, en hann skrifaði Key & Peele ásamt Jordan og fleirum, og munu þessir þættir ganga undir nafninu Weird City og vera sambland af vísindaskáldskap og gríni. Þættirnir verða frumsýndir á næsta ári. Þáttaröðin gerist í borginni Weird (sem á íslensku myndi nefnast Skrítin) í náinni framtíð og er eins og klassískum vísindaskáldskap sæmir ætlað að bregða ákveðnum spegli á heim nútímans – í þessu tilfelli spéspegli. Í fréttatilkynningu um þættina sagði Peele að hann og Charlie Sanders ætluðu sér að koma með „þáttaröð keyrða áfram á gríni og brjálæðislegum vísindaskáldskap og sem gerist í heimi rosalega svipuðum okkar en samt ekki alveg“. Jordan Peele er með fleiri verkefni á leiðinni en í sumar kemur út kvikmyndin BlacKkKlansman sem hann framleiðir ásamt leikstjóranum Spike Lee. Hún kemur í bíóhús í Bandaríkjunum í ágúst. Peele framleiðir einnig gamanþáttaröðina The Last O.G. með Tracy Morgan í aðalhlutverki. Jordan sló heldur betur í gegn með myndinni Get Out árið 2017 en hún hlaut Óskarinn fyrir besta handritið auk þess sem hún var tilnefnd sem besta mynd ársins. Sú var fyrsta kvikmynd Jordans Peele í fullri lengd þannig að líklega eru ansi margir spenntir fyrir að sjá hvað kemur frá honum næst.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15