Rigningarlandið Guðmundur Steingrímsson skrifar 2. júlí 2018 07:00 Það sem ég skrifa núna þurfa Austfirðingar og Norðlendingar ekki endilega að lesa, nema þeir vilji finna til innilegrar gleði yfir óförum og óánægju Reykvíkinga. Ekki er útilokað að það þyki skemmtilegt. Málið er þetta: Eftir langan vetur vorum við öll hér á höfuðborgarsvæðinu farin að hlakka til þess að sumarið kæmi. Var til of mikils mælst að sólin léti sjá sig í nokkra daga? Áttum við ekki skilið að fá smá D-vítamín í kroppinn? Ég sé mjög eftir því á þessari stundu að hafa ekki látið verða af áformum mínum, að lokinni þingmennsku, um að stofna sólbaðsstofuna Brúna framtíð. Fregnir berast af því um þessar mundir að sólbaðsstofur í Reykjavík séu að mala gull. Þetta er raunar atvinnurekstur sem flestir héldu að væri ekki lengur til, að allir sem áður ráku sólbaðsstofur og vídeóleigur væru núna komnir í Airbnb, en það er greinilega ekki raunin. Ennþá lifa þau í hliðargötum í iðnaðarhverfum þessi útfjólubláu musteri níunda áratugarins. Rigningartíðin í júní, fimm þurrir dagar, dregur þannig fram hliðar á mannlífinu sem áður voru huldar. Út um allan bæ sætir fólk lagi við að slá blettinn. Fólk sýnir á sér alveg nýjar hliðar. Þurrt var í höfuðborginni á fimmtudagsmorgun, um klukkustundarskeið. Ég veit um manneskju sem var sigri hrósandi allan daginn yfir að hafa náð að slá þá, klukkan átta um morgun. Ég var of seinn.Svik Fregnir berast af því að vísindalegar rannsóknir sýni að langvarandi rigning hafi áhrif á sálarlíf fólks. Fyrir því eru beinhörð líffræðileg rök, sem varða hormónabúskap líkamans og skort á sólarljósi. En jafnframt vil ég leyfa mér að halda því fram að skortur á sól í júní hafi sérstök áhrif á sálarlíf manns sem Íslendings. Manni finnst eins og maður hafi verið svikinn. Díllinn er sá, á þessu landi, að maður þraukar yfir vetrarmánuðina og myrkrið. Maður lætur suðvestanstorminn berja sig í framan, maður göslast í slyddu, maður æpir framan í lárétt haglélið og maður lifir af. Í þeirri von að sumarið komi. Að lóan komi með vorið. Að maður geti lagst í mosa – þurran mosa – við sumarsólstöður, útitekinn í framan eftir dag í sólinni, og notið lækjarniðar. Að sumarið næri mann nýjum krafti og nýrri von, áður en veturinn kemur aftur. Að sumarið skuli láta svona, að það rigni á mann endalaust, er ekki það sem lagt var upp með. Það er ekki pælingin með að búa hérna. Þess vegna er það líka iðulega þannig, að eftir langvarandi vætutíð að sumarlagi koma þær yfirleitt fljótt fréttirnar um að Íslendingar flýi land. Eða flýi austur. Eða norður. Höfuðborgarbúar gerast veðurfarslegir flóttamenn. Einhver sagði mér samt einu sinni að besta veðrið á Íslandi væri þrátt fyrir allt á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýndu mælingar. En svona málflutningur skiptir engu máli. Hann sýnir raunar hversu átakanlega tilgangslausir, ef ekki móðgandi, svona meðaltalsútreikningar geta verið. Að hitatölur séu hærri í Reykjavík en annars staðar yfir árið er ekki það sem maður vill. Að kaupmáttur hafi aukist heilt yfir. Að lífskjör hafi batnið í heildina. Allt svona tal er innihaldslaust hjóm ef maður fær ekki sól á sumrin. Ferðasumarið „Það er frábært að strákarnir eru komnir heim,“ sagði úrvinda og hundvotur aðili í ferðaþjónustu stundarhátt og dæsandi á förnum vegi um daginn. Júnímánuður er búinn að vera ömurlegur fyrir viðskiptin. Ekki bara hefur rigningin á Suðurlandi sett strik í reikninginn heldur hefur fólk meira og minna verið bundið við sjónvarpið að horfa á landsliðið. Íslendingar alla vega. Ferðasumarið er varla hafið. Og það er kominn júlí. Brottfall Íslendinga úr HM leysir mögulega hálfan vanda og fólk fer að ferðast. Nú þarf bara að stytta upp. Ég þykist vita að Norðlendingum og Austfirðingum, á stuttbuxum sínum og stuttermabolum, þyki þessi skrif mín bera reykvísku vælukjóaþeli augljóst vitni. Getur maðurinn ekki bara farið í regnstakk? Úlpu? Jú, vissulega er það hægt. Vissulega er vel hægt að stunda útivist og vera hamingjusamur í rigningu, kulda og roki. Það er hægt að kyngja vonbrigðum sínum. Það er líka hægt að fara í sund. Í lauginni er blautt hvort sem er. En vætutíðin, og deyfðin sem henni óneitanlega fylgir – og skrásett hefur verið vísindalega – er manni þó alltaf vitnisburður um þennan veruleika sem felst í því að vera Íslendingur. Nálægðin við náttúruna er alltumlykjandi. Hún stjórnar stemningunni. Hún stjórnar efnahagslífinu. Hún hefur áhrif á það hvernig fólki líður. Í gær kom sól í hálftíma í Borgarfirðinum. Ég var þar. Ég gleymi því aldrei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Veður Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Það sem ég skrifa núna þurfa Austfirðingar og Norðlendingar ekki endilega að lesa, nema þeir vilji finna til innilegrar gleði yfir óförum og óánægju Reykvíkinga. Ekki er útilokað að það þyki skemmtilegt. Málið er þetta: Eftir langan vetur vorum við öll hér á höfuðborgarsvæðinu farin að hlakka til þess að sumarið kæmi. Var til of mikils mælst að sólin léti sjá sig í nokkra daga? Áttum við ekki skilið að fá smá D-vítamín í kroppinn? Ég sé mjög eftir því á þessari stundu að hafa ekki látið verða af áformum mínum, að lokinni þingmennsku, um að stofna sólbaðsstofuna Brúna framtíð. Fregnir berast af því um þessar mundir að sólbaðsstofur í Reykjavík séu að mala gull. Þetta er raunar atvinnurekstur sem flestir héldu að væri ekki lengur til, að allir sem áður ráku sólbaðsstofur og vídeóleigur væru núna komnir í Airbnb, en það er greinilega ekki raunin. Ennþá lifa þau í hliðargötum í iðnaðarhverfum þessi útfjólubláu musteri níunda áratugarins. Rigningartíðin í júní, fimm þurrir dagar, dregur þannig fram hliðar á mannlífinu sem áður voru huldar. Út um allan bæ sætir fólk lagi við að slá blettinn. Fólk sýnir á sér alveg nýjar hliðar. Þurrt var í höfuðborginni á fimmtudagsmorgun, um klukkustundarskeið. Ég veit um manneskju sem var sigri hrósandi allan daginn yfir að hafa náð að slá þá, klukkan átta um morgun. Ég var of seinn.Svik Fregnir berast af því að vísindalegar rannsóknir sýni að langvarandi rigning hafi áhrif á sálarlíf fólks. Fyrir því eru beinhörð líffræðileg rök, sem varða hormónabúskap líkamans og skort á sólarljósi. En jafnframt vil ég leyfa mér að halda því fram að skortur á sól í júní hafi sérstök áhrif á sálarlíf manns sem Íslendings. Manni finnst eins og maður hafi verið svikinn. Díllinn er sá, á þessu landi, að maður þraukar yfir vetrarmánuðina og myrkrið. Maður lætur suðvestanstorminn berja sig í framan, maður göslast í slyddu, maður æpir framan í lárétt haglélið og maður lifir af. Í þeirri von að sumarið komi. Að lóan komi með vorið. Að maður geti lagst í mosa – þurran mosa – við sumarsólstöður, útitekinn í framan eftir dag í sólinni, og notið lækjarniðar. Að sumarið næri mann nýjum krafti og nýrri von, áður en veturinn kemur aftur. Að sumarið skuli láta svona, að það rigni á mann endalaust, er ekki það sem lagt var upp með. Það er ekki pælingin með að búa hérna. Þess vegna er það líka iðulega þannig, að eftir langvarandi vætutíð að sumarlagi koma þær yfirleitt fljótt fréttirnar um að Íslendingar flýi land. Eða flýi austur. Eða norður. Höfuðborgarbúar gerast veðurfarslegir flóttamenn. Einhver sagði mér samt einu sinni að besta veðrið á Íslandi væri þrátt fyrir allt á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýndu mælingar. En svona málflutningur skiptir engu máli. Hann sýnir raunar hversu átakanlega tilgangslausir, ef ekki móðgandi, svona meðaltalsútreikningar geta verið. Að hitatölur séu hærri í Reykjavík en annars staðar yfir árið er ekki það sem maður vill. Að kaupmáttur hafi aukist heilt yfir. Að lífskjör hafi batnið í heildina. Allt svona tal er innihaldslaust hjóm ef maður fær ekki sól á sumrin. Ferðasumarið „Það er frábært að strákarnir eru komnir heim,“ sagði úrvinda og hundvotur aðili í ferðaþjónustu stundarhátt og dæsandi á förnum vegi um daginn. Júnímánuður er búinn að vera ömurlegur fyrir viðskiptin. Ekki bara hefur rigningin á Suðurlandi sett strik í reikninginn heldur hefur fólk meira og minna verið bundið við sjónvarpið að horfa á landsliðið. Íslendingar alla vega. Ferðasumarið er varla hafið. Og það er kominn júlí. Brottfall Íslendinga úr HM leysir mögulega hálfan vanda og fólk fer að ferðast. Nú þarf bara að stytta upp. Ég þykist vita að Norðlendingum og Austfirðingum, á stuttbuxum sínum og stuttermabolum, þyki þessi skrif mín bera reykvísku vælukjóaþeli augljóst vitni. Getur maðurinn ekki bara farið í regnstakk? Úlpu? Jú, vissulega er það hægt. Vissulega er vel hægt að stunda útivist og vera hamingjusamur í rigningu, kulda og roki. Það er hægt að kyngja vonbrigðum sínum. Það er líka hægt að fara í sund. Í lauginni er blautt hvort sem er. En vætutíðin, og deyfðin sem henni óneitanlega fylgir – og skrásett hefur verið vísindalega – er manni þó alltaf vitnisburður um þennan veruleika sem felst í því að vera Íslendingur. Nálægðin við náttúruna er alltumlykjandi. Hún stjórnar stemningunni. Hún stjórnar efnahagslífinu. Hún hefur áhrif á það hvernig fólki líður. Í gær kom sól í hálftíma í Borgarfirðinum. Ég var þar. Ég gleymi því aldrei.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar