Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2018 17:54 Paul Ryan. Vísir/AP Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum eins hinu-hægrinu svokallaða og rasistum. Hann sagði meðlimi Repúblikanaflokksins þurfa að standa sig betur í að ná aftur stjórn á gömlum hugtökum. „Við þurfum að fara aftur á vígvöllinn, berjast fyrir okkar málstað, vinna aftur þessar hugmyndir og koma þessum aðilum sem best við getum út í horn. Gerið allt sem þið getið til að sigra,“ sagði Ryan á ráðstefnu íhaldsmanna í dag.Samkvæmt umfjöllun Politico fór hinn 48 ára gamli Ryan, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur og mun hætta á þingi í byrjun næsta árs, hörðum orðum um hitt hægrið (alt-right). Hugtak sem nær yfir ýmsa hópa hægri öfgamanna sem aðhyllast oft rasisma og þjóðernishyggju.„Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja,“ sagði Ryan. „Þetta er ekki það sem við trúm á. Þetta fylgir ekki sýn okkar og sjónarmiðum landsfeðranna.“ Þá sakaði Ryan þessa hópa um að hafa rænt íhaldssömum hugtökum og að nútímatækni, sem gerði aðilum auðvelt með að græða peninga á því að dreifa boðskap sundrungar, gerði það einnig erfitt að bola þeim á brott. „Hvernig náum við kjarnanum aftur?“ var meðal þeirra spurninga sem Ryan velti upp á ráðstefnunni. Ryan var gagnrýndur nýlega eftir að hann neitaði að fordæma þingmanninn Steve King, sem er þekktur fyrir andúð á innflytjendum í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tísti hann rasískum skilaboðum frá Nasista og talsmaður Ryan sagði í kjölfarið að Nasistar ættu ekki sæti í Repúblikanaflokknum og þingmenn ættu ekki að eiga í samskiptum við slíka aðila, sem dreifi hatri. King montaði sig í kjölfarið af því að talsmaðurinn hefði ekki nefnt hann á nafn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum eins hinu-hægrinu svokallaða og rasistum. Hann sagði meðlimi Repúblikanaflokksins þurfa að standa sig betur í að ná aftur stjórn á gömlum hugtökum. „Við þurfum að fara aftur á vígvöllinn, berjast fyrir okkar málstað, vinna aftur þessar hugmyndir og koma þessum aðilum sem best við getum út í horn. Gerið allt sem þið getið til að sigra,“ sagði Ryan á ráðstefnu íhaldsmanna í dag.Samkvæmt umfjöllun Politico fór hinn 48 ára gamli Ryan, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur og mun hætta á þingi í byrjun næsta árs, hörðum orðum um hitt hægrið (alt-right). Hugtak sem nær yfir ýmsa hópa hægri öfgamanna sem aðhyllast oft rasisma og þjóðernishyggju.„Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja,“ sagði Ryan. „Þetta er ekki það sem við trúm á. Þetta fylgir ekki sýn okkar og sjónarmiðum landsfeðranna.“ Þá sakaði Ryan þessa hópa um að hafa rænt íhaldssömum hugtökum og að nútímatækni, sem gerði aðilum auðvelt með að græða peninga á því að dreifa boðskap sundrungar, gerði það einnig erfitt að bola þeim á brott. „Hvernig náum við kjarnanum aftur?“ var meðal þeirra spurninga sem Ryan velti upp á ráðstefnunni. Ryan var gagnrýndur nýlega eftir að hann neitaði að fordæma þingmanninn Steve King, sem er þekktur fyrir andúð á innflytjendum í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tísti hann rasískum skilaboðum frá Nasista og talsmaður Ryan sagði í kjölfarið að Nasistar ættu ekki sæti í Repúblikanaflokknum og þingmenn ættu ekki að eiga í samskiptum við slíka aðila, sem dreifi hatri. King montaði sig í kjölfarið af því að talsmaðurinn hefði ekki nefnt hann á nafn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira