Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. júlí 2018 07:00 Boðað var til blaðamannafundar vegna rannsóknarinnar í desember síðastliðnum. Pólska og hollenska lögreglan sat einnig fundinn. Fréttablaðið/ERNIR Mál pólskra verslunarmanna sem reka matvöruverslanirnar Euro Market er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Að sögn Margeirs Sveinssonar, yfirmanns miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, beinist rannsóknin að fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, og einnig að fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. „Mjög erfitt er að segja til um þann fjölda sem hefur réttarstöðu sakbornings en það má ætla að þar sé um að ræða um 15 manns,“ segir Margeir aðspurður um fjölda grunaðra í málinu. Sum málanna séu þegar komin til ákærusviðs en önnur ekki. Hann segir að þeir þættir málsins sem enn eru til rannsóknar lúti fyrst og fremst að peningaþvætti og fjársvikum og rannsóknin sé unnin í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld. „Málið virðist vera að minnka verulega að umfangi og er hvorki fugl né fiskur miðað við þá alþjóðlegu skrautsýningu sem sett var upp og kölluð blaðamannafundur á sínum tíma,“ segir Steinbergur Finnbogason, verjandi annars eiganda matvöruverslananna og þess sakbornings sem lengst sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Steinbergur bendir á að við húsleitirnar sem framkvæmdar voru í desember, bæði hér á landi og í Póllandi, hafi engin fíkniefni fundist og þegar grannt sé skoðað hafi málflutningur lögreglu um fíkniefnainnflutning ávallt verið á miklu reiki. Í farbannsúrskurði sem kveðinn var upp yfir sakborningnum 18. janúar segir meðal annars að hann sé grunaður um aðild að innflutningi fíkniefna frá Póllandi til Íslands og Bretlandseyja „sem nemi ekki minna en átta kílógrömmum af amfetamíni í duftformi og ekki minna en 26 lítrum í vökvaformi, auk aðildar að innflutningi á 1000 e-töflum“. Margeir segist aðspurður ekki kannast við framangreint magn. Seðlabúnt og hamar er á meðal þess sem sést á myndskeiðinu. Húsleitin var gerð á heimili mannsins í Kópavogi en hann býr þar með konu sinni og barni.Steinbergur bendir einnig á að verslanirnar, sem lögregla hafði til rannsóknar vegna gruns um umfangsmikið peningaþvætti, séu enn í fullum rekstri. „Verslanirnar veltu 480 milljónum árið 2016 og það er enga breytingu að merkja á rekstrinum fyrir og eftir aðgerðir lögreglu.“ Í kjölfar aðgerðanna hafi lögregla sent greiðslumiðlunarfyrirtæki athugasemdir, sem hafi afturkallað og lokað posasamningum og allt hafi stefnt í að verslununum yrði lokað. Á síðustu stundu hafi saksóknari látið greiðslumiðlunina vita að rannsókn væri ekki lengur í gangi, í gegnum posakerfið og því var posasamningurinn framlengdur og ekki kom til lokunar. Steinbergur segir lögreglu hafa vísað með villandi hætti til haldlagðra eigna að verðmæti 200 milljóna. Þvert á það sem ætla mætti, sé þarna að stærstum hluta um að ræða íbúðir í Breiðholti og á þeim hvíli lán upp á 170 milljónir. Haldlagðar eignir séu því í raun ekki nema í mesta lagi 30 milljónir.Steinbergur Finnbogason, lögmaðurSteinbergur hefur furðað sig mjög á allri framgöngu lögreglunnar í málinu, ekki eingöngu vegna umfangs rannsóknarinnar og þess sem upp úr krafsinu virðist ætla að koma, heldur hafi einnig verið óvenjuhart fram gengið í rannsóknaraðgerðum og ítrekað með ólögmætum hætti. Nefnir Steinbergur sem dæmi að framkvæmd húsleitar á heimili mannsins í desember, sem gerð var af íslensku lögreglunni með aðstoð pólskra yfirvalda, hafi verið tekin upp á myndband, í bága við íslensk lög og upptakan send pólskum fjölmiðlum sem birtu opinberlega upptöku af lögregluaðgerðum inni á heimili fjölskyldu mannsins í Kópavogi en hann á bæði sambýliskonu og unga dóttur. Steinbergur bendir einnig á að lögreglan hafi ítrekað brotið meðalhófsreglu með beitingu frelsisskerðingar. Eftir mánuð í gæsluvarðhaldi hafi Landsréttur fellt úr gildi úrskurð um framlengt gæsluvarðhald og lagt þess í stað á manninn farbann með vísan til meðalhófs. Í kjölfarið hafi lögregla, þrátt fyrir úrskurðinn, birt manninum ákvörðun um að hann skuli tilkynna sig tvisvar á dag á lögreglustöðinni við Hlemm. Steinbergur kærði ákvörðunina til héraðsdóms sem felldi ákvörðunina úr gildi með vísan til brots á meðalhófsreglu. Í kjölfarið birti lögregla manninum nýja ákvörðun, um að hann skyldi mæta einu sinni á dag, á lögreglustöðina í Kópavogi. Enn var kært og ákvörðunin felld úr gildi „Það er áleitin spurning hvort þessi framganga lögreglunnar litist annaðhvort af hinum digurbarkalegu yfirlýsingum í byrjun eða af þjóðerni viðkomandi. Hvort tveggja væri mjög slæmt fyrir ímynd og orðspor lögreglunnar,“ segir Steinbergur. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Hundruð milljóna í ríkissjóð frá skipulagðri brotastarfsemi Fjármunir sem gerðir eru upptækir renna beint í ríkissjóð. Ríkið hagnaðist um tæplega hundrað milljónir króna á síðustu tveimur árum og búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár, eftir að lögregla haldlagði hátt í 200 milljónir króna á dögunum. Þá segist lögreglan ætla að spýta í lófana í þessum málefnum. 11. janúar 2018 07:15 Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Taldi tilkynningarskyldu á lögreglustöð ganga of langt Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. 12. febrúar 2018 14:34 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Mál pólskra verslunarmanna sem reka matvöruverslanirnar Euro Market er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Að sögn Margeirs Sveinssonar, yfirmanns miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, beinist rannsóknin að fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, og einnig að fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. „Mjög erfitt er að segja til um þann fjölda sem hefur réttarstöðu sakbornings en það má ætla að þar sé um að ræða um 15 manns,“ segir Margeir aðspurður um fjölda grunaðra í málinu. Sum málanna séu þegar komin til ákærusviðs en önnur ekki. Hann segir að þeir þættir málsins sem enn eru til rannsóknar lúti fyrst og fremst að peningaþvætti og fjársvikum og rannsóknin sé unnin í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld. „Málið virðist vera að minnka verulega að umfangi og er hvorki fugl né fiskur miðað við þá alþjóðlegu skrautsýningu sem sett var upp og kölluð blaðamannafundur á sínum tíma,“ segir Steinbergur Finnbogason, verjandi annars eiganda matvöruverslananna og þess sakbornings sem lengst sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Steinbergur bendir á að við húsleitirnar sem framkvæmdar voru í desember, bæði hér á landi og í Póllandi, hafi engin fíkniefni fundist og þegar grannt sé skoðað hafi málflutningur lögreglu um fíkniefnainnflutning ávallt verið á miklu reiki. Í farbannsúrskurði sem kveðinn var upp yfir sakborningnum 18. janúar segir meðal annars að hann sé grunaður um aðild að innflutningi fíkniefna frá Póllandi til Íslands og Bretlandseyja „sem nemi ekki minna en átta kílógrömmum af amfetamíni í duftformi og ekki minna en 26 lítrum í vökvaformi, auk aðildar að innflutningi á 1000 e-töflum“. Margeir segist aðspurður ekki kannast við framangreint magn. Seðlabúnt og hamar er á meðal þess sem sést á myndskeiðinu. Húsleitin var gerð á heimili mannsins í Kópavogi en hann býr þar með konu sinni og barni.Steinbergur bendir einnig á að verslanirnar, sem lögregla hafði til rannsóknar vegna gruns um umfangsmikið peningaþvætti, séu enn í fullum rekstri. „Verslanirnar veltu 480 milljónum árið 2016 og það er enga breytingu að merkja á rekstrinum fyrir og eftir aðgerðir lögreglu.“ Í kjölfar aðgerðanna hafi lögregla sent greiðslumiðlunarfyrirtæki athugasemdir, sem hafi afturkallað og lokað posasamningum og allt hafi stefnt í að verslununum yrði lokað. Á síðustu stundu hafi saksóknari látið greiðslumiðlunina vita að rannsókn væri ekki lengur í gangi, í gegnum posakerfið og því var posasamningurinn framlengdur og ekki kom til lokunar. Steinbergur segir lögreglu hafa vísað með villandi hætti til haldlagðra eigna að verðmæti 200 milljóna. Þvert á það sem ætla mætti, sé þarna að stærstum hluta um að ræða íbúðir í Breiðholti og á þeim hvíli lán upp á 170 milljónir. Haldlagðar eignir séu því í raun ekki nema í mesta lagi 30 milljónir.Steinbergur Finnbogason, lögmaðurSteinbergur hefur furðað sig mjög á allri framgöngu lögreglunnar í málinu, ekki eingöngu vegna umfangs rannsóknarinnar og þess sem upp úr krafsinu virðist ætla að koma, heldur hafi einnig verið óvenjuhart fram gengið í rannsóknaraðgerðum og ítrekað með ólögmætum hætti. Nefnir Steinbergur sem dæmi að framkvæmd húsleitar á heimili mannsins í desember, sem gerð var af íslensku lögreglunni með aðstoð pólskra yfirvalda, hafi verið tekin upp á myndband, í bága við íslensk lög og upptakan send pólskum fjölmiðlum sem birtu opinberlega upptöku af lögregluaðgerðum inni á heimili fjölskyldu mannsins í Kópavogi en hann á bæði sambýliskonu og unga dóttur. Steinbergur bendir einnig á að lögreglan hafi ítrekað brotið meðalhófsreglu með beitingu frelsisskerðingar. Eftir mánuð í gæsluvarðhaldi hafi Landsréttur fellt úr gildi úrskurð um framlengt gæsluvarðhald og lagt þess í stað á manninn farbann með vísan til meðalhófs. Í kjölfarið hafi lögregla, þrátt fyrir úrskurðinn, birt manninum ákvörðun um að hann skuli tilkynna sig tvisvar á dag á lögreglustöðinni við Hlemm. Steinbergur kærði ákvörðunina til héraðsdóms sem felldi ákvörðunina úr gildi með vísan til brots á meðalhófsreglu. Í kjölfarið birti lögregla manninum nýja ákvörðun, um að hann skyldi mæta einu sinni á dag, á lögreglustöðina í Kópavogi. Enn var kært og ákvörðunin felld úr gildi „Það er áleitin spurning hvort þessi framganga lögreglunnar litist annaðhvort af hinum digurbarkalegu yfirlýsingum í byrjun eða af þjóðerni viðkomandi. Hvort tveggja væri mjög slæmt fyrir ímynd og orðspor lögreglunnar,“ segir Steinbergur.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Hundruð milljóna í ríkissjóð frá skipulagðri brotastarfsemi Fjármunir sem gerðir eru upptækir renna beint í ríkissjóð. Ríkið hagnaðist um tæplega hundrað milljónir króna á síðustu tveimur árum og búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár, eftir að lögregla haldlagði hátt í 200 milljónir króna á dögunum. Þá segist lögreglan ætla að spýta í lófana í þessum málefnum. 11. janúar 2018 07:15 Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Taldi tilkynningarskyldu á lögreglustöð ganga of langt Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. 12. febrúar 2018 14:34 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Hundruð milljóna í ríkissjóð frá skipulagðri brotastarfsemi Fjármunir sem gerðir eru upptækir renna beint í ríkissjóð. Ríkið hagnaðist um tæplega hundrað milljónir króna á síðustu tveimur árum og búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár, eftir að lögregla haldlagði hátt í 200 milljónir króna á dögunum. Þá segist lögreglan ætla að spýta í lófana í þessum málefnum. 11. janúar 2018 07:15
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Taldi tilkynningarskyldu á lögreglustöð ganga of langt Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. 12. febrúar 2018 14:34