Skutull og pína Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. júlí 2018 10:00 Eiga Íslendingar að stunda hvalveiðar? Svarið er flóknara en ætla mætti, eins og svo oft er raunin þegar siðfræði og líffræði mætast. Við, sem ein þriggja þjóða í heiminum sem stundar hvalveiðiiðnað, ættum hins vegar ekki að veigra okkur við því að svara henni. Stuðningsmenn hvalveiða hafa í gegnum tíðina vísað í þjóðhagslegt hagkvæmi þeirra. Á árunum 1973 til 1985 svaraði hvalvinnsla til um 0,07 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands taldi árið 2010 að veiðar á 150 langreyðum og jafn mörgum hrefnum myndi skila 750 milljónum króna í launagreiðslur og um milljarði í virðisauka. Önnur rök taka til afráns. Að því gefnu að hvalir éti úr þeim fiskistofnum sem Íslendingar nýta má ætla að með því að stunda sjálfbærar hvalveiðar megi auka þann hagnað sem hafa má af veiðum á þeim fiskistofnum. Hafa ber í huga að samspil afráns hvala og fiskistofna eru flókin vísindi sem erfitt er að túlka. Þetta er annar kostur. Sá þriðji er síðan meint menningarlegt gildi veiðanna og rökin að þær séu svo samofnar íslenskri menningu að ómögulegt sé að hætta þeim. Hvort að það sé þjóðhagslega skynsamlegt að stunda hvalveiðar verður að meta í víðara samhengi alþjóðlegra skuldbindinga, ásýndar landsins og uppgangs í ferðaþjónustu. Orðspor Íslands er eitthvað sem tekur áratugi að móta, en augnablik að tapast og verður ekki metið til fjár. Þeir sem stunda hvalveiðar núna virðast átta sig á því að heldur þunn rök séu til staðar sem styðja við veiðarnar. Núna eru veiðarnar stundaðar undir þeim formerkjum að hvalkjötið verði nýtt til að vinna á járnskorti mannkyns. Blóðleysi er sannarlega alvarlegt og hnattrænt heilbrigðisvandamál en það verður að teljast ólíklegt að hvaladráp séu þægilegasta og hvað þá óumdeildasta leiðin til að vinna á því. Hvað sem þjóðhagslegu hagkvæmi líður eru öflugustu rökin gegn hvalveiðum líklega þau að ómögulegt er að tryggja að þær séu stundaðar með mannúðlegum hætti. Hvalir geta upplifað meiriháttar þjáningar eftir að þeir eru skotnir með sprengiskutli og dregnir til hafnar. Mannúðarsjónarmið eiga sannarlega erindi í umræðuna um hvalveiðar. Bæði vegna þess að manneskjan getur seint verið eina tegundin á Jörðinni sem nýtur réttinda og vegna þess að enn er mörgum spurningum ósvarað um líf og vitsmuni hvala. Þegar við veltum upp spurningunni um vitsmuni hvala ættum við ekki að spyrja hvort þeir geti hugsað eða talað, heldur hvort þeir geti þjáðst. Sem þeir sannarlega geta gert. Núna sem aldrei fyrr en þörf á heilbrigðri rökræðu um hvalveiðar. Svar hefur þegar fengist við pólitískri hlið málsins. Sjávarútvegsráðherra telur enga ástæðu til að breyta um stefnu. Spurningin um hvalveiðar tekur hins vegar ekki aðeins til pólitískrar afstöðu og staðreynda um hvala- og fiskistofna. Sé vilji til staðar til að komast að niðurstöðu sem sæmir upplýstri þjóð á 21. öldinni þurfum við að hafa tækin og tólin til að meta það hvort það sé dyggð fólgin í því að veiða hvali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Eiga Íslendingar að stunda hvalveiðar? Svarið er flóknara en ætla mætti, eins og svo oft er raunin þegar siðfræði og líffræði mætast. Við, sem ein þriggja þjóða í heiminum sem stundar hvalveiðiiðnað, ættum hins vegar ekki að veigra okkur við því að svara henni. Stuðningsmenn hvalveiða hafa í gegnum tíðina vísað í þjóðhagslegt hagkvæmi þeirra. Á árunum 1973 til 1985 svaraði hvalvinnsla til um 0,07 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands taldi árið 2010 að veiðar á 150 langreyðum og jafn mörgum hrefnum myndi skila 750 milljónum króna í launagreiðslur og um milljarði í virðisauka. Önnur rök taka til afráns. Að því gefnu að hvalir éti úr þeim fiskistofnum sem Íslendingar nýta má ætla að með því að stunda sjálfbærar hvalveiðar megi auka þann hagnað sem hafa má af veiðum á þeim fiskistofnum. Hafa ber í huga að samspil afráns hvala og fiskistofna eru flókin vísindi sem erfitt er að túlka. Þetta er annar kostur. Sá þriðji er síðan meint menningarlegt gildi veiðanna og rökin að þær séu svo samofnar íslenskri menningu að ómögulegt sé að hætta þeim. Hvort að það sé þjóðhagslega skynsamlegt að stunda hvalveiðar verður að meta í víðara samhengi alþjóðlegra skuldbindinga, ásýndar landsins og uppgangs í ferðaþjónustu. Orðspor Íslands er eitthvað sem tekur áratugi að móta, en augnablik að tapast og verður ekki metið til fjár. Þeir sem stunda hvalveiðar núna virðast átta sig á því að heldur þunn rök séu til staðar sem styðja við veiðarnar. Núna eru veiðarnar stundaðar undir þeim formerkjum að hvalkjötið verði nýtt til að vinna á járnskorti mannkyns. Blóðleysi er sannarlega alvarlegt og hnattrænt heilbrigðisvandamál en það verður að teljast ólíklegt að hvaladráp séu þægilegasta og hvað þá óumdeildasta leiðin til að vinna á því. Hvað sem þjóðhagslegu hagkvæmi líður eru öflugustu rökin gegn hvalveiðum líklega þau að ómögulegt er að tryggja að þær séu stundaðar með mannúðlegum hætti. Hvalir geta upplifað meiriháttar þjáningar eftir að þeir eru skotnir með sprengiskutli og dregnir til hafnar. Mannúðarsjónarmið eiga sannarlega erindi í umræðuna um hvalveiðar. Bæði vegna þess að manneskjan getur seint verið eina tegundin á Jörðinni sem nýtur réttinda og vegna þess að enn er mörgum spurningum ósvarað um líf og vitsmuni hvala. Þegar við veltum upp spurningunni um vitsmuni hvala ættum við ekki að spyrja hvort þeir geti hugsað eða talað, heldur hvort þeir geti þjáðst. Sem þeir sannarlega geta gert. Núna sem aldrei fyrr en þörf á heilbrigðri rökræðu um hvalveiðar. Svar hefur þegar fengist við pólitískri hlið málsins. Sjávarútvegsráðherra telur enga ástæðu til að breyta um stefnu. Spurningin um hvalveiðar tekur hins vegar ekki aðeins til pólitískrar afstöðu og staðreynda um hvala- og fiskistofna. Sé vilji til staðar til að komast að niðurstöðu sem sæmir upplýstri þjóð á 21. öldinni þurfum við að hafa tækin og tólin til að meta það hvort það sé dyggð fólgin í því að veiða hvali.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar