Lífið

Framherji KR birtir tilboð upp á 20 þúsund krónur fyrir munnmök

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgvin í leik með KR gegn Víkingi í sumar.
Björgvin í leik með KR gegn Víkingi í sumar. vísir/bára
Björgvin Stefánsson, framherji Pepsi-deildarliðs KR í knattspyrnu, greinir frá áhugaverðum skilaboðum á Facebook. Björgvin segir að fertugur karlmaður hafi boðið sér 20 þúsund krónur í Facebook-spjalli fyrir að fá að veita Björgvini munnmök.

Björgvin virðist ekki hafa verið sérstaklega spenntur fyrir tilboðinu og birti skjáskot af skilaboðunum á Twitter. Hafa þau vakið mikla athygli og má sjá hér að neðan.

Maðurinn kynnir sig sem fertugan samkynhneigðan karlmann og lýsir yfir aðdáun sinni á framherja Vesturbæjarliðsins. Hann viti vel að Björgvin sé gagnkynhneigður en áhuginn á kynnum sé engu að síður til staðar.

„Væri svo til í að totta þig anytime í 1000% trúnaði,“ segir í skilaboðunum sem Björgvin svaraði ekki. Maðurinn gafst ekki upp og bauð Björgvini 20 þúsund krónur fyrir.

Þyrfti meira en kraftaverk

„Ef ég á að segja eins og er þá líst mér bara alls ekki nógu vel á þessar pælingar,“ segir Björgvin á Twitter. Aðspurður af fylgjanda sínum hvort hann sé svartsýnn vegna frammistöðukvíða segir Björgvin:

„Já það þyrfti eitthvað meira til en kraftaverk ef ég ætti að performa í trúnaðarsugu frá fertugum karlmanni.“

Björgvin er sem stendur í agabanni hjá KR en í tilkynningu frá félaginu í síðustu viku kom fram að hann væri í agabanni vegna misnotkunar á róandi lyfjum. KR-ingar ætli að aðstoða hann í einu og öllu í bataferli sínu.

Ekki náðist í Björgvin við vinnslu fréttarinnar en skilaboðin má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Björgvin í agabanni

Björgvin Stefánsson er ekki í leikmannahóp KR gegn Val í Pepsi deild karla í kvöld. Hann er í agabanni hjá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×