Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 17:41 Fjölmennt lögreglulið stóð vaktina við Turnberry-golfvöll Trumps í dag. Forsetinn sést hér veifa mótmælendum, sem tóku illa í kveðjuna. Vísir/Getty Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. Forsetinn hefur nýtt helgarfríið í kjölfar opinberrar heimsóknar sinnar í Bretlandi til að spila golf og létu mótmælendur einnig í sér heyra fyrir utan golfvöllinn. Myndir náðust af Trump leika golf ásamt syni sínum, Eric, á Turnberry-golfvellinum sem forsetinn keypti árið 2014. Fyrr í dag gerði Trump grein fyrir áætlunum helgarinnar í Skotlandi á Twitter. Hann sagðist ætla að funda, taka nokkur símtöl og spila golf – „aðallíkamsrækt“ forsetans.I have arrived in Scotland and will be at Trump Turnberry for two days of meetings, calls and hopefully, some golf - my primary form of exercise! The weather is beautiful, and this place is incredible! Tomorrow I go to Helsinki for a Monday meeting with Vladimir Putin.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2018 Um hádegisbil í dag höfðu um 50 mótmælendur safnast saman í útjaðri vallarins og veittu Trump óblíðar móttökur þegar hann mætti til golfiðkunar um tveimur tímum síðar. „Enginn Trump, engin rasísk Bandaríki,“ heyrðust mótmælendur kalla að forsetanum er hann veifaði til þeirra. Þá taldi mótmælendahópurinn á götum Edinborgar um tíu þúsund manns í dag. Mótmælendur nutu aðstoðar hinnar frægu Trump-blöðru, sem varð að láta sér lynda að svífa yfir mótmælagöngunni í Edinborg þar eð hún fékk ekki leyfi frá lögreglu til að hefjast á loft við Turnberry-golfvöllinn.Trump-blaðran, og önnur til, í Edinborg í dag.Vísir/GEttyForsetinn hefur þó ekki fengið algjöran frið fyrir ógnum úr lofti. Fyrr í dag var greint frá því að skoska lögreglan leiti nú manns sem flaug inn á bannsvæði yfir golfvellinum á svifvæng. Í eftirdragi hafði flugmaðurinn borða sem á stóð: Trump, well below par #Resist, sem má þýða sem Trump, vel undir pari. Þá hefur opinber heimsókn Trumps mætt töluverðri andstöðu í Bretlandi en í gær mótmæltu 250 þúsund manns heimsókninni í London. Einnig var efnt til fjöldamótmæla í skosku borginni Glasgow. Trump og eiginkona hans, Melania, lentu í Skotlandi í gærkvöldi og verða þar fram á mánudag. Því næst heldur forsetinn til fundar við Vladimir Putin forseta Rússlands í Helsinki.Þessir mótmælendur virðast hafa skopstælt Bandaríkjaforseta.Vísir/GettyDonald og Melania sjást hér stíga út úr forsetaþotunni, Air Force One, í Skotlandi á föstudag.Vísir/Getty Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. Forsetinn hefur nýtt helgarfríið í kjölfar opinberrar heimsóknar sinnar í Bretlandi til að spila golf og létu mótmælendur einnig í sér heyra fyrir utan golfvöllinn. Myndir náðust af Trump leika golf ásamt syni sínum, Eric, á Turnberry-golfvellinum sem forsetinn keypti árið 2014. Fyrr í dag gerði Trump grein fyrir áætlunum helgarinnar í Skotlandi á Twitter. Hann sagðist ætla að funda, taka nokkur símtöl og spila golf – „aðallíkamsrækt“ forsetans.I have arrived in Scotland and will be at Trump Turnberry for two days of meetings, calls and hopefully, some golf - my primary form of exercise! The weather is beautiful, and this place is incredible! Tomorrow I go to Helsinki for a Monday meeting with Vladimir Putin.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2018 Um hádegisbil í dag höfðu um 50 mótmælendur safnast saman í útjaðri vallarins og veittu Trump óblíðar móttökur þegar hann mætti til golfiðkunar um tveimur tímum síðar. „Enginn Trump, engin rasísk Bandaríki,“ heyrðust mótmælendur kalla að forsetanum er hann veifaði til þeirra. Þá taldi mótmælendahópurinn á götum Edinborgar um tíu þúsund manns í dag. Mótmælendur nutu aðstoðar hinnar frægu Trump-blöðru, sem varð að láta sér lynda að svífa yfir mótmælagöngunni í Edinborg þar eð hún fékk ekki leyfi frá lögreglu til að hefjast á loft við Turnberry-golfvöllinn.Trump-blaðran, og önnur til, í Edinborg í dag.Vísir/GEttyForsetinn hefur þó ekki fengið algjöran frið fyrir ógnum úr lofti. Fyrr í dag var greint frá því að skoska lögreglan leiti nú manns sem flaug inn á bannsvæði yfir golfvellinum á svifvæng. Í eftirdragi hafði flugmaðurinn borða sem á stóð: Trump, well below par #Resist, sem má þýða sem Trump, vel undir pari. Þá hefur opinber heimsókn Trumps mætt töluverðri andstöðu í Bretlandi en í gær mótmæltu 250 þúsund manns heimsókninni í London. Einnig var efnt til fjöldamótmæla í skosku borginni Glasgow. Trump og eiginkona hans, Melania, lentu í Skotlandi í gærkvöldi og verða þar fram á mánudag. Því næst heldur forsetinn til fundar við Vladimir Putin forseta Rússlands í Helsinki.Þessir mótmælendur virðast hafa skopstælt Bandaríkjaforseta.Vísir/GettyDonald og Melania sjást hér stíga út úr forsetaþotunni, Air Force One, í Skotlandi á föstudag.Vísir/Getty
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19
Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36
Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59