Tryggvi „raunverulegur víkingur“ sem vælir ekki yfir neinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júlí 2018 07:00 Tryggvi Snær Hlinason stefnir á að verða annar Íslendingurinn til þess að spila í NBA deildinni mynd/raptors „Það eru um 4200 mílur frá Þingeyjarsveit til Las Vegas. Fjarlægðin á samfélögunum er enn meiri, jafnast á við mismunandi plánetur.“ Svo hefst umfjöllun vefmiðilsins Vice Sports um Tryggva Snæ Hlinason. Nafn Tryggva var í nýliðavali NBA deildarinnar í júní en hann var ekki valinn þar. Hann var hins vegar valinn til þess að spila með liði Toronto Raptors í sumardeild NBA. „Í Vegas, fjarlægum heimi frá sveitabæ sem jafnvel Íslendingar segja vera úti í óbyggðum, er Tryggva Hlinasyni farið að líða eins og hann sé heima hjá sér.“ Saga Tryggva er orðinn þekkt um nær allan körfuboltaheiminn eftir að hann kom fram í sviðsljósið í nýliðavalinu, bóndasonurinn sem byrjaði ekki að æfa körfubolta fyrr en við 16 ára aldur. „Hann er alvöru, raunverulegur víkingur,“ sagði einn forráðamanna Raptors, Dan Tolzman, um Tryggva eftir að hafa heyrt sögu Tryggva. „Þetta er erfiðisvinna. Ég keyrði dráttarvélar, smalaði kindum og að moka skít er ávallt klassískt. Maður gerði allt sem þurfti að gera,“ sagði Tryggvi í viðtalinu. „Þú kemst ekkert upp með að væla og það er mjög sjaldgæft að ég væli yfir hlutunum. Bara þegar ég er of stór fyrir umhverfið sem ég er í.“ „Bóndinn þarf að klára það sem hann tekur sér fyrir hendur. Annars færð þú ekkert að borða, dýrin þjást og þar fram eftir götunum. Þú leggur inn erfiðisvinnu á hverjum degi og það er aldrei frí. Svo vinnusemi er líklegast það helsta sem ég tek úr sveitalífinu og nýti í körfuboltanum.“ Tryggvi, og flestir sérfræðingar íslensks körfubolta, töldu góðar líkur á að hann yrði valinn í annari umferð nýliðavalsins, en svo varð ekki. „Ég get ekki sagt að það skipti ekki máli að hafa ekki verið valinn, en það breytir planinu bara aðeins. Það að vera valinn hefði verið fljótlegri leið inn í deildina en að vera ekki valinn opnar á aðra möguleika. Til dæmis getum við fundið lið sem virkilega vill vinna með mér í að þróast í frábæran leikmann frekar en að lið velji mig, sendi mig á lán og vonist til þess að ég verði frábær.“ Lið Toronto Raptors komst í undanúrslit Austurdeildar NBA eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í lok deildarkeppninnar. Nick Nurse, aðalþjálfari liðsins, stýrir 15 manna leikmannahópi Raptors í sumardeildinni. Tryggvi hefur aðeins fengið að spila fjórar mínútur í einum af þeim fjórum leikjum sem Toronto hefur spilað í sumardeildinni. Jama Mahlalela, þjálfari Raptors 905 - liði Toronto í G deild NBA deildarinnar, er hrifinn af Tryggva. „Hann er mjög ungur, mjög stór og mjög spennandi. Hann er skilgreiningin á orðinu möguleikar þegar kemur að körfubolta. Nú þurfum við að reyna að móta hæfileikana og sjá hvað gerist,“ sagði Mahlalela. Hvað gerist næst er óljóst. Tryggvi er samningsbundinn Valencia á Spáni en hann gæti enn nælt sér í samning hjá einhverju liði í NBA deildinni eða G-deild NBA. „Planið er alltaf að breytast. En ég ætla að reyna að taka mér tvær, þrjár vikur í frí og fara heim í sveitina í smá vinnu. Það er það sem ég ætla að gera um leið og þetta verkefni er búið og ég get ekki beðið,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason.Alla umfjöllun Vice um Tryggva má lesa hér. NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
„Það eru um 4200 mílur frá Þingeyjarsveit til Las Vegas. Fjarlægðin á samfélögunum er enn meiri, jafnast á við mismunandi plánetur.“ Svo hefst umfjöllun vefmiðilsins Vice Sports um Tryggva Snæ Hlinason. Nafn Tryggva var í nýliðavali NBA deildarinnar í júní en hann var ekki valinn þar. Hann var hins vegar valinn til þess að spila með liði Toronto Raptors í sumardeild NBA. „Í Vegas, fjarlægum heimi frá sveitabæ sem jafnvel Íslendingar segja vera úti í óbyggðum, er Tryggva Hlinasyni farið að líða eins og hann sé heima hjá sér.“ Saga Tryggva er orðinn þekkt um nær allan körfuboltaheiminn eftir að hann kom fram í sviðsljósið í nýliðavalinu, bóndasonurinn sem byrjaði ekki að æfa körfubolta fyrr en við 16 ára aldur. „Hann er alvöru, raunverulegur víkingur,“ sagði einn forráðamanna Raptors, Dan Tolzman, um Tryggva eftir að hafa heyrt sögu Tryggva. „Þetta er erfiðisvinna. Ég keyrði dráttarvélar, smalaði kindum og að moka skít er ávallt klassískt. Maður gerði allt sem þurfti að gera,“ sagði Tryggvi í viðtalinu. „Þú kemst ekkert upp með að væla og það er mjög sjaldgæft að ég væli yfir hlutunum. Bara þegar ég er of stór fyrir umhverfið sem ég er í.“ „Bóndinn þarf að klára það sem hann tekur sér fyrir hendur. Annars færð þú ekkert að borða, dýrin þjást og þar fram eftir götunum. Þú leggur inn erfiðisvinnu á hverjum degi og það er aldrei frí. Svo vinnusemi er líklegast það helsta sem ég tek úr sveitalífinu og nýti í körfuboltanum.“ Tryggvi, og flestir sérfræðingar íslensks körfubolta, töldu góðar líkur á að hann yrði valinn í annari umferð nýliðavalsins, en svo varð ekki. „Ég get ekki sagt að það skipti ekki máli að hafa ekki verið valinn, en það breytir planinu bara aðeins. Það að vera valinn hefði verið fljótlegri leið inn í deildina en að vera ekki valinn opnar á aðra möguleika. Til dæmis getum við fundið lið sem virkilega vill vinna með mér í að þróast í frábæran leikmann frekar en að lið velji mig, sendi mig á lán og vonist til þess að ég verði frábær.“ Lið Toronto Raptors komst í undanúrslit Austurdeildar NBA eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í lok deildarkeppninnar. Nick Nurse, aðalþjálfari liðsins, stýrir 15 manna leikmannahópi Raptors í sumardeildinni. Tryggvi hefur aðeins fengið að spila fjórar mínútur í einum af þeim fjórum leikjum sem Toronto hefur spilað í sumardeildinni. Jama Mahlalela, þjálfari Raptors 905 - liði Toronto í G deild NBA deildarinnar, er hrifinn af Tryggva. „Hann er mjög ungur, mjög stór og mjög spennandi. Hann er skilgreiningin á orðinu möguleikar þegar kemur að körfubolta. Nú þurfum við að reyna að móta hæfileikana og sjá hvað gerist,“ sagði Mahlalela. Hvað gerist næst er óljóst. Tryggvi er samningsbundinn Valencia á Spáni en hann gæti enn nælt sér í samning hjá einhverju liði í NBA deildinni eða G-deild NBA. „Planið er alltaf að breytast. En ég ætla að reyna að taka mér tvær, þrjár vikur í frí og fara heim í sveitina í smá vinnu. Það er það sem ég ætla að gera um leið og þetta verkefni er búið og ég get ekki beðið,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason.Alla umfjöllun Vice um Tryggva má lesa hér.
NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira