Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 10:52 Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum. Skjáskot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Á fundinum sagði Trump að leiðtogarnir hafi samþykkt að auka framlög ríkja sinna til NATO sem Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir. Útgjöld þeirra til varnarmála muni nú nema um 2 prósentum af landsframleiðslu. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar sambandsins. Aukin framlög hinna ríkja muni nema um 33 milljörðum dala, um 3400 milljörðum íslenskra króna. Hvort um sé að ræða einskiptisgreiðslu eða árlega útgjaldaaukningu fylgdi ekki sögunni. Rétt er að taka fram að aðrir leiðtogar NATO-ríkja eiga eftir að staðfesta að það sem fram kom í máli Trump sé rétt. Aðspurður um hvort að hann hafi hótað að draga Bandaríkin úr NATO, yrðu hin ríkin ekki við kröfum hans, talaði Trump undir rós. „Ég lýsti því yfir að ég yrði mjög óánægður ef þau myndu ekki auka framlög sín umtalsvert,“ sagði Trump. Í ljósi nýjustu vendinga væru Bandaríkin hins vegar áfram sannfærð um ágæti varnarbandalagsins.Sjá einnig: Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundiAð hans mati sé NATO sterkara eftir fundinn og að það sé ekkert til í því að kröfur hans grafi undan bandalaginu. Þvert á móti munu aukin útgjöld til sambandsins gera því betur kleift að standast þrýsting Rússa, sem hafa lengi haft horn í síðu NATO. Trump fundar með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á mánudag. Bandaríkjaforseti var spurður á fundinum hvort hann myndi ræða málefni Krímskagans á fundinum, en Rússar innlimuðu skagann árið 2014. Trump svaraði á þá leið að hann væri ósáttur með innlimunina og að hefði hann verið forseti á þeim tíma þá hefði hann aldrei leyft henni að eiga sér stað. Að öðru leyti sagði hann að fundur hans með Pútín væri ekkert sérstaklega merkilegur. Hann yrði líklega stuttur en gæti haft eitthvað í för með sér. „Eða ekki,“ bætti Trump við. Þá sagði Trump að hann hlakkaði til að fara í opinberu heimsóknina til Bretlands, sem hefst síðar í dag. Hann sagðist viss um að breska þjóðin kynni að meta sig, ekki síst vegna skoðana hans í innflytjendamálum. Niðurstöður skoðanakannanna benda þó til annars. Upptöku af fundi Trump má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30 Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Á fundinum sagði Trump að leiðtogarnir hafi samþykkt að auka framlög ríkja sinna til NATO sem Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir. Útgjöld þeirra til varnarmála muni nú nema um 2 prósentum af landsframleiðslu. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar sambandsins. Aukin framlög hinna ríkja muni nema um 33 milljörðum dala, um 3400 milljörðum íslenskra króna. Hvort um sé að ræða einskiptisgreiðslu eða árlega útgjaldaaukningu fylgdi ekki sögunni. Rétt er að taka fram að aðrir leiðtogar NATO-ríkja eiga eftir að staðfesta að það sem fram kom í máli Trump sé rétt. Aðspurður um hvort að hann hafi hótað að draga Bandaríkin úr NATO, yrðu hin ríkin ekki við kröfum hans, talaði Trump undir rós. „Ég lýsti því yfir að ég yrði mjög óánægður ef þau myndu ekki auka framlög sín umtalsvert,“ sagði Trump. Í ljósi nýjustu vendinga væru Bandaríkin hins vegar áfram sannfærð um ágæti varnarbandalagsins.Sjá einnig: Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundiAð hans mati sé NATO sterkara eftir fundinn og að það sé ekkert til í því að kröfur hans grafi undan bandalaginu. Þvert á móti munu aukin útgjöld til sambandsins gera því betur kleift að standast þrýsting Rússa, sem hafa lengi haft horn í síðu NATO. Trump fundar með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á mánudag. Bandaríkjaforseti var spurður á fundinum hvort hann myndi ræða málefni Krímskagans á fundinum, en Rússar innlimuðu skagann árið 2014. Trump svaraði á þá leið að hann væri ósáttur með innlimunina og að hefði hann verið forseti á þeim tíma þá hefði hann aldrei leyft henni að eiga sér stað. Að öðru leyti sagði hann að fundur hans með Pútín væri ekkert sérstaklega merkilegur. Hann yrði líklega stuttur en gæti haft eitthvað í för með sér. „Eða ekki,“ bætti Trump við. Þá sagði Trump að hann hlakkaði til að fara í opinberu heimsóknina til Bretlands, sem hefst síðar í dag. Hann sagðist viss um að breska þjóðin kynni að meta sig, ekki síst vegna skoðana hans í innflytjendamálum. Niðurstöður skoðanakannanna benda þó til annars. Upptöku af fundi Trump má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30 Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30
Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03