Hugað að hæfni í ferðaþjónustu María Guðmundsdóttir skrifar 12. júlí 2018 07:00 Samtök ferðaþjónustunnar fagna nýútkominni skýrslu um færniþörf á vinnumarkaði en Ísland hefur lengi verið eftirbátur Evrópuríkja þegar kemur að því að leggja mat á hæfni- og menntunarþörf á vinnumarkaði til skemmri og lengri tíma. Skýrslan var unnin af sérfræðingahópi fulltrúa frá SA, ASÍ, Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun. Sérfræðingahópurinn leggur til að tekið verði upp spáferli um færniþróun á vinnumarkaði hér á landi og að horft verði til reynslu nágrannaþjóða í þeim efnum.Markmið færnispár Hver er svo tilgangurinn með færnispám? Í skýrslunni segir að markmiðið með þeim sé að aðstoða þá sem koma að ákvarðanatöku um menntun og þjálfun, auk lykilhagsmunaaðila á vinnumarkaði, og einstaklinga til að taka upplýstar ákvarðanir um menntun og færni en þannig megi stuðla að betra og skilvirkara atvinnulífi og auka samkeppnishæfni Íslands. Óhætt er að segja að færni (hæfni) sé mikilvægur innviður í efnahagslífinu og ákvarðanir varðandi færni einstaklinga hafi því mikil áhrif á velmegun til framtíðar. Skýrslan er jafnframt mikilvægt skref í því að opna augu okkar fyrir því að einblína ekki um of á formlega menntun starfsmanna, heldur að menntunin og færnin henti atvinnulífinu og þeim störfum sem eru á vinnumarkaði. Frá hruni hefur sú þróun orðið að vaxandi misræmi er milli menntunar og starfa á vinnumarkaði. Þetta leiðir til þess að einstaklingar ráða sig í störf sem þeir eru annaðhvort of færir í eða störf sem krefjast færni sem þá skortir. Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði hefur versnað undanfarin ár en hér á landi er fjölbreytt framboð af háskólamenntun. Tegund háskólamenntunar er þó ekki endilega í samræmi við þau störf sem verða til á vinnumarkaði hér á landi. Fjárfestum í hæfni Gríðarlegur vöxtur hefur orðið í ferðaþjónustu á undandförnum árum en árið 2016 gaf Stjórnstöð ferðamála með aðkomu Samtaka ferðaþjónustunnar út skýrsluna „Fjárfestum í hæfni starfsmanna“ með tillögum um mannafla, hæfni og gæði í ferðaþjónustu. Helstu tillögur skýrslunnar snérust um að menntun og þjálfun í ferðaþjónustu yrði markvissari og miðaði að þörfum ferðaþjónustunnar. Jafnframt var lögð áhersla á mikilvægi þrepaskipts starfsnáms í ferðaþjónustu ásamt því að ferðaþjónustan yrði arðsöm atvinnugrein sem nyti virðingar og að eftirsótt yrði að starfa innan hennar. Í skýrslunni er lögð áhersla á að kortleggja betur störf í ferðaþjónustu og að lagt verði mat á hæfniþörf innan ferðaþjónustunnar til næstu ára og áratuga við stefnumótun í atvinnu- og menntamálum. Ný nálgun með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar Til að sinna því verkefni var Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sett á laggirnar. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi á forsendum greinarinnar. Setrið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. sem er í eigu aðila vinnumarkaðarins. Starfsemi Hæfnisetursins hefur verið tryggð næstu þrjú árin, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur rúmlega 50 m.kr. árlega til verkefnisins. Fyrsta starfsár Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er afstaðið. Óhætt er að fullyrða að í heildina gangi verkefnið vel og að það veki verðskuldaða athygli fyrir nýja nálgun í þessari ört vaxandi atvinnugrein og að hugsanlega geti það orðið öðrum atvinnugreinum til eftirbreytni, m.a. til eflingar á þrepaskiptu starfsnámi í landinu. Hægt er að kynna sér starfsemi Hæfnisetursins nánar á vefsíðunni hæfni.is.Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður stýrihóps Hæfniseturs ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar fagna nýútkominni skýrslu um færniþörf á vinnumarkaði en Ísland hefur lengi verið eftirbátur Evrópuríkja þegar kemur að því að leggja mat á hæfni- og menntunarþörf á vinnumarkaði til skemmri og lengri tíma. Skýrslan var unnin af sérfræðingahópi fulltrúa frá SA, ASÍ, Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun. Sérfræðingahópurinn leggur til að tekið verði upp spáferli um færniþróun á vinnumarkaði hér á landi og að horft verði til reynslu nágrannaþjóða í þeim efnum.Markmið færnispár Hver er svo tilgangurinn með færnispám? Í skýrslunni segir að markmiðið með þeim sé að aðstoða þá sem koma að ákvarðanatöku um menntun og þjálfun, auk lykilhagsmunaaðila á vinnumarkaði, og einstaklinga til að taka upplýstar ákvarðanir um menntun og færni en þannig megi stuðla að betra og skilvirkara atvinnulífi og auka samkeppnishæfni Íslands. Óhætt er að segja að færni (hæfni) sé mikilvægur innviður í efnahagslífinu og ákvarðanir varðandi færni einstaklinga hafi því mikil áhrif á velmegun til framtíðar. Skýrslan er jafnframt mikilvægt skref í því að opna augu okkar fyrir því að einblína ekki um of á formlega menntun starfsmanna, heldur að menntunin og færnin henti atvinnulífinu og þeim störfum sem eru á vinnumarkaði. Frá hruni hefur sú þróun orðið að vaxandi misræmi er milli menntunar og starfa á vinnumarkaði. Þetta leiðir til þess að einstaklingar ráða sig í störf sem þeir eru annaðhvort of færir í eða störf sem krefjast færni sem þá skortir. Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði hefur versnað undanfarin ár en hér á landi er fjölbreytt framboð af háskólamenntun. Tegund háskólamenntunar er þó ekki endilega í samræmi við þau störf sem verða til á vinnumarkaði hér á landi. Fjárfestum í hæfni Gríðarlegur vöxtur hefur orðið í ferðaþjónustu á undandförnum árum en árið 2016 gaf Stjórnstöð ferðamála með aðkomu Samtaka ferðaþjónustunnar út skýrsluna „Fjárfestum í hæfni starfsmanna“ með tillögum um mannafla, hæfni og gæði í ferðaþjónustu. Helstu tillögur skýrslunnar snérust um að menntun og þjálfun í ferðaþjónustu yrði markvissari og miðaði að þörfum ferðaþjónustunnar. Jafnframt var lögð áhersla á mikilvægi þrepaskipts starfsnáms í ferðaþjónustu ásamt því að ferðaþjónustan yrði arðsöm atvinnugrein sem nyti virðingar og að eftirsótt yrði að starfa innan hennar. Í skýrslunni er lögð áhersla á að kortleggja betur störf í ferðaþjónustu og að lagt verði mat á hæfniþörf innan ferðaþjónustunnar til næstu ára og áratuga við stefnumótun í atvinnu- og menntamálum. Ný nálgun með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar Til að sinna því verkefni var Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sett á laggirnar. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi á forsendum greinarinnar. Setrið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. sem er í eigu aðila vinnumarkaðarins. Starfsemi Hæfnisetursins hefur verið tryggð næstu þrjú árin, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur rúmlega 50 m.kr. árlega til verkefnisins. Fyrsta starfsár Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er afstaðið. Óhætt er að fullyrða að í heildina gangi verkefnið vel og að það veki verðskuldaða athygli fyrir nýja nálgun í þessari ört vaxandi atvinnugrein og að hugsanlega geti það orðið öðrum atvinnugreinum til eftirbreytni, m.a. til eflingar á þrepaskiptu starfsnámi í landinu. Hægt er að kynna sér starfsemi Hæfnisetursins nánar á vefsíðunni hæfni.is.Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður stýrihóps Hæfniseturs ferðaþjónustunnar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun