Aldraðir bíða enn eftir nýrri gjaldskrá vegna tannlækninga Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. júlí 2018 08:30 Í fjárlögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir 500 milljónum í auknar endurgreiðslur vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Samningaviðræður vegna þessa eru enn ekki hafnar. VÍSIR/VILHELM Samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna um nýja gjaldskrá fyrir öryrkja og aldraða eru enn ekki hafnar þrátt fyrir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi veitt stofnuninni umboð til viðræðnanna í byrjun maí. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum stendur til að birta forauglýsingu um fyrirhuguð kaup á umræddri þjónustu nú í vikunni. Skylt er að forauglýsa eða auglýsa útboð á kaupum á heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um opinber innkaup. Frá því að forauglýsing er birt þurfa að líða minnst 35 dagar þangað til samningaviðræður geta hafist. „Staðan er einfaldlega sú að við höfum ekki verið boðuð á neina fundi enda ekki búið að auglýsa kaupin á þjónustunni. Við erum tilbúin í þessar viðræður. Þetta stendur því ekki á okkur og við erum mjög jákvæð gagnvart þessu,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Aðspurð segir hún að hennar björtustu vonir standi til að málið geti klárast snemma í haust. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það ábyrgðarlaust fyrirhyggjuleysi hjá stjórnvöldum að Sjúkratryggingar hafi enn ekki auglýst þjónustukaupin þar sem málið hafi legið fyrir frá áramótum. „Fjöldi fólks sem hefur lítið sem ekkert á milla handanna hefur neitað sér um tannlæknaþjónustu vegna þess að væntingar voru um að samningar yrðu kláraðir um mitt árið. Þetta ætti að vera klárt núna og fólk byrjað að fá þessa þjónustu,“ segir Þuríður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, er einnig ósátt við þennan seinagang. „Þessi vinnubrögð valda mér miklum vonbrigðum. Eldri borgarar hafi beðið frá 2004 eftir réttlátari niðurgreiðslum varðandi tannlæknaþjónustu. Vandi þeirra sem bíða hefur farið sívaxandi,“ segir Þórunn. Starfshópur um tannheilsu elli- og örorkulífeyrisþega skilaði tillögum til ráðherra í apríl síðastliðnum. Hópurinn setti í forgang tillögu um að endurgreiðslur vegna tannlæknakostnaðar öryrkja og aldraðra yrðu raunverulega í samræmi við ákvæði reglugerðar. Samkvæmt umræddri reglugerð á að niðurgreiða 75 prósent kostnaðar hjá öryrkjum og öldruðum sem frá greidda tekjutryggingu frá Tryggingastofnun. Raunin er hins vegar sú að þessar endurgreiðslur nema aðeins um fjórðungi þar sem gjaldskrá Sjúkratrygginga hefur haldist óbreytt frá 2004. Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs eru 500 milljónir króna til ráðstöfunar til þess að mæta auknum endurgreiðslum vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Heilbrigðisráðherra sagði í maí að um væri að ræða mikilvægt og tímabært skref þar sem þessir hópar hefðu allt of lengi borið skarðan hlut frá borði. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52 Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna um nýja gjaldskrá fyrir öryrkja og aldraða eru enn ekki hafnar þrátt fyrir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi veitt stofnuninni umboð til viðræðnanna í byrjun maí. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum stendur til að birta forauglýsingu um fyrirhuguð kaup á umræddri þjónustu nú í vikunni. Skylt er að forauglýsa eða auglýsa útboð á kaupum á heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um opinber innkaup. Frá því að forauglýsing er birt þurfa að líða minnst 35 dagar þangað til samningaviðræður geta hafist. „Staðan er einfaldlega sú að við höfum ekki verið boðuð á neina fundi enda ekki búið að auglýsa kaupin á þjónustunni. Við erum tilbúin í þessar viðræður. Þetta stendur því ekki á okkur og við erum mjög jákvæð gagnvart þessu,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Aðspurð segir hún að hennar björtustu vonir standi til að málið geti klárast snemma í haust. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það ábyrgðarlaust fyrirhyggjuleysi hjá stjórnvöldum að Sjúkratryggingar hafi enn ekki auglýst þjónustukaupin þar sem málið hafi legið fyrir frá áramótum. „Fjöldi fólks sem hefur lítið sem ekkert á milla handanna hefur neitað sér um tannlæknaþjónustu vegna þess að væntingar voru um að samningar yrðu kláraðir um mitt árið. Þetta ætti að vera klárt núna og fólk byrjað að fá þessa þjónustu,“ segir Þuríður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, er einnig ósátt við þennan seinagang. „Þessi vinnubrögð valda mér miklum vonbrigðum. Eldri borgarar hafi beðið frá 2004 eftir réttlátari niðurgreiðslum varðandi tannlæknaþjónustu. Vandi þeirra sem bíða hefur farið sívaxandi,“ segir Þórunn. Starfshópur um tannheilsu elli- og örorkulífeyrisþega skilaði tillögum til ráðherra í apríl síðastliðnum. Hópurinn setti í forgang tillögu um að endurgreiðslur vegna tannlæknakostnaðar öryrkja og aldraðra yrðu raunverulega í samræmi við ákvæði reglugerðar. Samkvæmt umræddri reglugerð á að niðurgreiða 75 prósent kostnaðar hjá öryrkjum og öldruðum sem frá greidda tekjutryggingu frá Tryggingastofnun. Raunin er hins vegar sú að þessar endurgreiðslur nema aðeins um fjórðungi þar sem gjaldskrá Sjúkratrygginga hefur haldist óbreytt frá 2004. Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs eru 500 milljónir króna til ráðstöfunar til þess að mæta auknum endurgreiðslum vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Heilbrigðisráðherra sagði í maí að um væri að ræða mikilvægt og tímabært skref þar sem þessir hópar hefðu allt of lengi borið skarðan hlut frá borði.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52 Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52
Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07