Brennuvargar sem voru tilefni blóðugs umsáturs náðaðir Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2018 16:15 Hópur vopnaðra manna tók yfir Malheur-verndarsvæðið í Oregon, meðal annars til að mótmæla fangelsun Hammond-feðganna í byrjun árs 2016. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði í dag feðga sem voru fangelsaðir fyrir að kveikja í alríkislandi. Mál búgarðeigendanna varð tilefni umsáturs í þjóðgarði í Oregon-ríki árið 2016 sem endaði með dauða eins umsátursmannana. Dwight Hammond yngri og Steven Hammond voru dæmdir fyrir að hafa kveikt sinueld sem barst í alríkisland í Oregon. Eldana kveiktu þeir árið 2001 og 2016 en þeir voru loks ákærðri árið 2012. Þeir höfðu þá lengi deilt við alríkisstjórnina um yfirráð yfir landi. Þrátt fyrir að lágmarksrefsing fyrir brot þeirra væri fimm ára fangelsi dæmdi dómari föðurinn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi en soninn í árs fangelsi. Saksóknarar áfrýjuðu dómnum og þeir voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir áfrýjunardómstóli árið 2016. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að saksóknarar í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta hefðu gengið of hart fram gegn feðgunum og að dómurinn yfir þeim hefði verið „óréttlátur“. Eldurinn sem þeir kveiktu hafi aðeins „lekið“ inn á lítinn hluta beitarlands. Feðgarnir hafa þegar afplánað þrjú og fjögur ár af fangelsisdómum sínum.Umsátur sem endaði með ofbeldi Dómarnir yfir Hammond-feðgunum urðu hópi vopnaðra búgarðseigenda tilefni til þess að sölsa undir sig Malheur-verndarsvæðið í Oregon snemma árs 2016. Hópurinn hélt svæðinu í herkví í 41 dag en með því vildi hann einnig mótmæla eignarhaldi alríkisstjórnarinnar á jarðnæði í vesturhluta Bandaríkjanna. Umsátrið endaði með því að forsprakkar hópsins voru handteknir eftir stuttan skotbardaga. Einn umsátursmannanna féll fyrir byssuskoti alríkislögreglumanns. Helstu leiðtogar vopnaða hópsins voru sýknaðir af ákærum vegna umsátursins fyrir tveimur árum, að sögn Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46 Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Bundy-fjölskyldan í Nevada stóð í tvígang fyrir vopnuðum umsátrum til að mótmæla alríkisstjórninni. Dómari vísaði ákærum gegn henni frá í gær. 9. janúar 2018 11:28 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45 Landtökumenn í Oregon sýknaðir Sjö leiðtogar vopnaðra landtökumanna í Oregon í Bandaríkjunum í janúar hafa verið sýknaðir. 28. október 2016 08:30 Síðustu hústökumennirnir í Oregon gefast upp Hústökunni sem staðið hefur yfir í 41 dag er nú loks lokið eftir að síðustu hústökumennirnir gáfust upp. 11. febrúar 2016 19:45 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði í dag feðga sem voru fangelsaðir fyrir að kveikja í alríkislandi. Mál búgarðeigendanna varð tilefni umsáturs í þjóðgarði í Oregon-ríki árið 2016 sem endaði með dauða eins umsátursmannana. Dwight Hammond yngri og Steven Hammond voru dæmdir fyrir að hafa kveikt sinueld sem barst í alríkisland í Oregon. Eldana kveiktu þeir árið 2001 og 2016 en þeir voru loks ákærðri árið 2012. Þeir höfðu þá lengi deilt við alríkisstjórnina um yfirráð yfir landi. Þrátt fyrir að lágmarksrefsing fyrir brot þeirra væri fimm ára fangelsi dæmdi dómari föðurinn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi en soninn í árs fangelsi. Saksóknarar áfrýjuðu dómnum og þeir voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir áfrýjunardómstóli árið 2016. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að saksóknarar í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta hefðu gengið of hart fram gegn feðgunum og að dómurinn yfir þeim hefði verið „óréttlátur“. Eldurinn sem þeir kveiktu hafi aðeins „lekið“ inn á lítinn hluta beitarlands. Feðgarnir hafa þegar afplánað þrjú og fjögur ár af fangelsisdómum sínum.Umsátur sem endaði með ofbeldi Dómarnir yfir Hammond-feðgunum urðu hópi vopnaðra búgarðseigenda tilefni til þess að sölsa undir sig Malheur-verndarsvæðið í Oregon snemma árs 2016. Hópurinn hélt svæðinu í herkví í 41 dag en með því vildi hann einnig mótmæla eignarhaldi alríkisstjórnarinnar á jarðnæði í vesturhluta Bandaríkjanna. Umsátrið endaði með því að forsprakkar hópsins voru handteknir eftir stuttan skotbardaga. Einn umsátursmannanna féll fyrir byssuskoti alríkislögreglumanns. Helstu leiðtogar vopnaða hópsins voru sýknaðir af ákærum vegna umsátursins fyrir tveimur árum, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46 Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Bundy-fjölskyldan í Nevada stóð í tvígang fyrir vopnuðum umsátrum til að mótmæla alríkisstjórninni. Dómari vísaði ákærum gegn henni frá í gær. 9. janúar 2018 11:28 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45 Landtökumenn í Oregon sýknaðir Sjö leiðtogar vopnaðra landtökumanna í Oregon í Bandaríkjunum í janúar hafa verið sýknaðir. 28. október 2016 08:30 Síðustu hústökumennirnir í Oregon gefast upp Hústökunni sem staðið hefur yfir í 41 dag er nú loks lokið eftir að síðustu hústökumennirnir gáfust upp. 11. febrúar 2016 19:45 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46
Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Bundy-fjölskyldan í Nevada stóð í tvígang fyrir vopnuðum umsátrum til að mótmæla alríkisstjórninni. Dómari vísaði ákærum gegn henni frá í gær. 9. janúar 2018 11:28
Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30
Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45
Landtökumenn í Oregon sýknaðir Sjö leiðtogar vopnaðra landtökumanna í Oregon í Bandaríkjunum í janúar hafa verið sýknaðir. 28. október 2016 08:30
Síðustu hústökumennirnir í Oregon gefast upp Hústökunni sem staðið hefur yfir í 41 dag er nú loks lokið eftir að síðustu hústökumennirnir gáfust upp. 11. febrúar 2016 19:45