Markaðsdagur í Bolungarvík Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 11. júlí 2018 07:00 Eitt af því sem er svo sjarmerandi við íslenska sumarið er frumkvæði fólks á landsbyggðinni að hinni margvíslegustu sumargleði þar sem íbúar jafnt sem aðkomufólk og ekki síst brottfluttir bæjarbúar eru velkomnir. Um síðustu helgi var t.d. mikið um dýrðir á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum sem ber Eyjamönnum fagurt vitni þar sem árvisst er þakkað fyrir varðveislu og uppbyggingu eftir eldgosið 1973. Ég var svo lánsöm vegna tengsla við gott fólk í Bolungarvík að fara á Markaðsdaginn þar í bæ. Þar er áratuga hefð að raða upp gömlum frystigámum við félagsheimilið sem fylltir eru alls kyns gæðum. Þar mátti finna harðfisk, lopapeysur og ýmist handverk auk þess sem boðið var upp á taílenskan mat. Austurlensk kona bauð til sölu verk sem hún hafði málað af einstakri litagleði og hæfni auk þess sem hún sat við og málaði hvert listaverkið af öðru á bústnar kinnar íslenskra barna sem komu sveitt úr hoppuköstulum og nutu þess að eiga daginn með stórfjölskyldunni, fólki á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Það þurfti engan SAS (sérfræðing að sunnan) til að skapa þetta. Þarna rakst maður á gamla samferðamenn úr ýmsum áttum. Svo var ég kynnt fyrir sóknarnefndarformanni, organista og líka eiginmanni sóknarprestsins sem var viðburðastjóri hátíðarinnar, auk þess sem einn kunnur landsliðsmaður rölti um svæðið afslappaður í íslenskri lopapeysu og gallabuxum og maður hafði rétt nýlega séð hann á skjánum berjast eins og ljón við Króatana, sem eru hugsanlegir heimsmeistarar í fótbolta þegar þetta er skrifað. Þarna var fjölmenningin lifuð en ekki rædd. Ég fann þegar ég kvaddi Víkina og horfði á miðnætursólina varpa geislum á vitann við Óshlíðina hvað hinn sjálfsprottni félagsauður landsbyggðarinnar er heill og ósvikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Eitt af því sem er svo sjarmerandi við íslenska sumarið er frumkvæði fólks á landsbyggðinni að hinni margvíslegustu sumargleði þar sem íbúar jafnt sem aðkomufólk og ekki síst brottfluttir bæjarbúar eru velkomnir. Um síðustu helgi var t.d. mikið um dýrðir á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum sem ber Eyjamönnum fagurt vitni þar sem árvisst er þakkað fyrir varðveislu og uppbyggingu eftir eldgosið 1973. Ég var svo lánsöm vegna tengsla við gott fólk í Bolungarvík að fara á Markaðsdaginn þar í bæ. Þar er áratuga hefð að raða upp gömlum frystigámum við félagsheimilið sem fylltir eru alls kyns gæðum. Þar mátti finna harðfisk, lopapeysur og ýmist handverk auk þess sem boðið var upp á taílenskan mat. Austurlensk kona bauð til sölu verk sem hún hafði málað af einstakri litagleði og hæfni auk þess sem hún sat við og málaði hvert listaverkið af öðru á bústnar kinnar íslenskra barna sem komu sveitt úr hoppuköstulum og nutu þess að eiga daginn með stórfjölskyldunni, fólki á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Það þurfti engan SAS (sérfræðing að sunnan) til að skapa þetta. Þarna rakst maður á gamla samferðamenn úr ýmsum áttum. Svo var ég kynnt fyrir sóknarnefndarformanni, organista og líka eiginmanni sóknarprestsins sem var viðburðastjóri hátíðarinnar, auk þess sem einn kunnur landsliðsmaður rölti um svæðið afslappaður í íslenskri lopapeysu og gallabuxum og maður hafði rétt nýlega séð hann á skjánum berjast eins og ljón við Króatana, sem eru hugsanlegir heimsmeistarar í fótbolta þegar þetta er skrifað. Þarna var fjölmenningin lifuð en ekki rædd. Ég fann þegar ég kvaddi Víkina og horfði á miðnætursólina varpa geislum á vitann við Óshlíðina hvað hinn sjálfsprottni félagsauður landsbyggðarinnar er heill og ósvikinn.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun