Enskur blaðamaður skilur ekkert í upphitunarleik enska fótboltalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 22:00 Harry Kane með gúmmí-kjúklinginn á æfingunni. Vísir/Getty Fyrir þá sem hafa horft á þann hluta fótboltaæfinga landsliða sem fjölmiðlamenn hafa oftast aðgengi að þá er upphitun leikmanna oftast klassísk samsetning af hlaupum og öðrum teygju- og liðkunaræfingum. En ekki hjá enska landsliðinu. Bryce Cavanagh, styrktarþjálfari enska fótboltalandsliðsins, bauð upp á nýjung á æfingu enska landsliðsins í morgun og ruglaði blaðamann BBC alveg í ríminu. Hann hafði aldrei séð þenann leik áður. Það besta er að umræddur blaðamaður, Steve Crossman, er ekki enn búinn að finna út reglurnar í þessum leik. Hann komst aftur á móti að því að leikurinn er kallaður „gúmmí-kjúklingur“ eða „rubber chicken“ á enskunni. Fyrir þá sem telja sig vita meira eða hafa áhuga á því að finna út hvernig leikur þetta er þá birti Steve Crossman myndband af ensku strákunum leika sér með þennan svokallað gúmmí-kjúkling. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.Ok, can anyone work out the rules? England training with what looks suspiciously like a rubber chicken @rachelburdenpic.twitter.com/uOwQunJidl — Steve Crossman (@Steve_Crossman) July 10, 2018 Þótt að Steve Crossman hafi ekkert skilið í reglum leiksins eða komist að því hver vann hann þá sagði hann að þarna hafi komið greinilega fram hversu góður andi og mikil gleði er meðal ensku leikmannanna. Bryce Cavanagh er 41 árs Ástrali og er þekktur fyrir að bjóða upp á allskyns leiki á æfingum enska liðsins. Ensku strákarnir hafa spilað amerískan fótbolta, indverska eltingarleikinn kabaddi og skotbolta svo eitthvað sé nefnt.When you bring a rubber chicken to training... @England // #WorldCuppic.twitter.com/qRZCxxiZt0 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 10, 2018 Steve Crossman segir að leikirnir hans Cavanagh hafi slegið í gegn og að þeir hafi líka séð til þess að ensku leikmennirnir hafa ræktað hláturvöðvana alveg eins og alla hina vöðvana. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Fyrir þá sem hafa horft á þann hluta fótboltaæfinga landsliða sem fjölmiðlamenn hafa oftast aðgengi að þá er upphitun leikmanna oftast klassísk samsetning af hlaupum og öðrum teygju- og liðkunaræfingum. En ekki hjá enska landsliðinu. Bryce Cavanagh, styrktarþjálfari enska fótboltalandsliðsins, bauð upp á nýjung á æfingu enska landsliðsins í morgun og ruglaði blaðamann BBC alveg í ríminu. Hann hafði aldrei séð þenann leik áður. Það besta er að umræddur blaðamaður, Steve Crossman, er ekki enn búinn að finna út reglurnar í þessum leik. Hann komst aftur á móti að því að leikurinn er kallaður „gúmmí-kjúklingur“ eða „rubber chicken“ á enskunni. Fyrir þá sem telja sig vita meira eða hafa áhuga á því að finna út hvernig leikur þetta er þá birti Steve Crossman myndband af ensku strákunum leika sér með þennan svokallað gúmmí-kjúkling. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.Ok, can anyone work out the rules? England training with what looks suspiciously like a rubber chicken @rachelburdenpic.twitter.com/uOwQunJidl — Steve Crossman (@Steve_Crossman) July 10, 2018 Þótt að Steve Crossman hafi ekkert skilið í reglum leiksins eða komist að því hver vann hann þá sagði hann að þarna hafi komið greinilega fram hversu góður andi og mikil gleði er meðal ensku leikmannanna. Bryce Cavanagh er 41 árs Ástrali og er þekktur fyrir að bjóða upp á allskyns leiki á æfingum enska liðsins. Ensku strákarnir hafa spilað amerískan fótbolta, indverska eltingarleikinn kabaddi og skotbolta svo eitthvað sé nefnt.When you bring a rubber chicken to training... @England // #WorldCuppic.twitter.com/qRZCxxiZt0 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 10, 2018 Steve Crossman segir að leikirnir hans Cavanagh hafi slegið í gegn og að þeir hafi líka séð til þess að ensku leikmennirnir hafa ræktað hláturvöðvana alveg eins og alla hina vöðvana.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira