Opið bréf til Þórdísar Lóu Egill Þór Jónsson skrifar 27. júlí 2018 18:14 Kæra Þórdís Lóa. Vegna fréttar og viðtals við þig í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri til þín. Stjórnarandstaðan sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, eins og þér er kunnugt um, vegna neyðarástands í húsnæðismálum heimilislausra. Athygli mína vakti að þú sem formaður borgarráðs, lést að því liggja að fyrirhugaður fundur í velferðarráði með hagsmunasamtökum heimilislausra, nánar tiltekið Kærleikssamtökunum, hafi verið að frumkvæði meirihlutans í borgarstjórn. Rétt er að upplýsa þig um að þetta er rangt. Hið rétta er að beiðni um fundinn var að frumkvæði Kærleikssamtakanna sjálfra, þar sem átti að fara heildstætt yfir málin en stjórnarandstaðan hafði frumkvæði að því að setja málið á dagskrá velferðarráðs f.h. samtakanna en ekki var unnt að verða við beiðninni fyrr en eftir sumarleyfi borgarstjórnar. Það er með ólíkindum hvernig meirihlutaflokkarnir fara undan í flæmingi í þessu máli og neita enn að horfast í augu við aðgerðarleysi sitt í málaflokknum. Það er ekki nóg að setja falleg orð í málefnasamning en aðhafast síðan ekkert í framhaldinu, heldur fara bara í sumarfrí og ýta vandanum á undan sér. Ég trúi því að ég tali fyrir okkur öll, fulltrúa stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, þegar ég segi að við fögnum því að meirihlutinn hafi nú loksins orðið við ósk stjórnarandstöðuflokkanna um neyðarfund í borgarráði, endi veitir ekki af. Við fulltrúar stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir, vonum að fundurinn skili árangri og brugðist verði við strax á sama tíma og mörkuð verði stefna til frambúðar til úrlausna þessara mála. Með kærri kveðju, Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Kæra Þórdís Lóa. Vegna fréttar og viðtals við þig í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri til þín. Stjórnarandstaðan sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, eins og þér er kunnugt um, vegna neyðarástands í húsnæðismálum heimilislausra. Athygli mína vakti að þú sem formaður borgarráðs, lést að því liggja að fyrirhugaður fundur í velferðarráði með hagsmunasamtökum heimilislausra, nánar tiltekið Kærleikssamtökunum, hafi verið að frumkvæði meirihlutans í borgarstjórn. Rétt er að upplýsa þig um að þetta er rangt. Hið rétta er að beiðni um fundinn var að frumkvæði Kærleikssamtakanna sjálfra, þar sem átti að fara heildstætt yfir málin en stjórnarandstaðan hafði frumkvæði að því að setja málið á dagskrá velferðarráðs f.h. samtakanna en ekki var unnt að verða við beiðninni fyrr en eftir sumarleyfi borgarstjórnar. Það er með ólíkindum hvernig meirihlutaflokkarnir fara undan í flæmingi í þessu máli og neita enn að horfast í augu við aðgerðarleysi sitt í málaflokknum. Það er ekki nóg að setja falleg orð í málefnasamning en aðhafast síðan ekkert í framhaldinu, heldur fara bara í sumarfrí og ýta vandanum á undan sér. Ég trúi því að ég tali fyrir okkur öll, fulltrúa stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, þegar ég segi að við fögnum því að meirihlutinn hafi nú loksins orðið við ósk stjórnarandstöðuflokkanna um neyðarfund í borgarráði, endi veitir ekki af. Við fulltrúar stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir, vonum að fundurinn skili árangri og brugðist verði við strax á sama tíma og mörkuð verði stefna til frambúðar til úrlausna þessara mála. Með kærri kveðju, Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar