Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Starfsfólk olíuborpalla á Norðursjó vantreystir enn Super Puma H225 þyrlunni eftir mannskæð slys. Vísir/AFP „Afstaða okkar er sú að Landhelgisgæslan getur aldrei leyft sér neitt annað heldur en að nota vélar sem hafa óvefengjanlegt orðspor,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær fórst herþyrla í síðustu viku í Suður-Kóreu er spaðarnir losnuðu ofan af henni. Það sama gerðist í tveimur stórslysum, í Noregi 2016 og í Skotlandi 2009. Þá var um að ræða Super Puma þyrlur frá Airbus. Síðarnefndu tvö slysin voru rakin til galla í gírkassa vélanna. Sams konar gírkassi frá Airbus var í þyrlunni sem hrapaði í Suður-Kóreu enda var sú þyrlutegund kyrrsett í kjölfar slyssins í Noregi 2016. Norska flugslysanefndin segir að þennan gírkassa þurfi að endurhanna, jafnvel þótt Airbus hefði gert á honum endurbætur. Landhelgisgæsla Íslands hefur samið um leigu á tveimur Super Puma þyrlum með slíkum gírkössum. „Við höfum verið að afla okkur upplýsinga um þetta, sérstaklega eftir þennan óskaplega atburð í Suður-Kóreu. Ég reikna með að þeir hjá Landhelgisgæslunni endurmeti stöðuna eftir þetta,“ segir Ingvar Tryggvason.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við viljum fyrst og fremst taka ákvarðanir út frá haldbærum gögnum en ekki tilfinningum eða flökkusögum. Ef á þarf að halda þá beitum við okkur frekar.“ Í tilefni af þyrluslysinu í Suður-Kóreu spurðist Fréttablaðið fyrir um það hjá Landhelgisgæslunni í fyrradag hvort halda ætti nýja leigusamningnum til streitu eða ekki. Jafnframt var spurt um hvað liði boðaðri yfirferð stofnunarinnar á nýlegum niðurstöðum flugslysanefndarinnar í Noregi. Svar hefur ekki borist. Hins vegar framsendi Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Fréttablaðinu í gær til upplýsingar tölvupóst frá Höskuldi Ólafssyni, tæknistjóra stofnunarinnar, til framkvæmdateymis Gæslunnar. „Vélin sem fórst í Suður-Kóreu er ekki H225 vél. Þetta er hervél MUH-1 sem er hönnuð og framleidd í Suður-Kóreu en gert í einhverju samstarfi við Airbus. Hefur ekkert að gera með framleiðslu H225 eða flugstarfsemi innan EASA. Ótrúlegar fullyrðingar og fréttaflutningur hjá Fréttablaðinu!“ segir í pósti Höskuldar. Því var reyndar alls ekki haldið fram í Fréttablaðinu að um væri að ræða H225 Super Puma þyrlu í Suður-Kóreu. Þvert á móti kom einmitt skýrt fram að um hafi verið að ræða MUH-1 herþyrlu. Hins vegar var á það bent að þessar þyrlur eru með sams konar gírkassa frá Airbus. Ekkert samráð mun hafa verið haft við flugmenn hjá Landhelgisgæslunni um leigu á umræddum þyrlum og eru þeir sagðir mjög hugsi yfir stöðunni. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Enn hrapar þyrla með gírkassann frá Airbus Fimm fórust þegar spaði losnaði af þyrlu í Suður-Kóreu í síðustu viku. Var með sams konar gírkassa og tvær þyrlur sem Landhelgisgæslan leigir. Flugslysanefnd í Noregi gagnrýndi búnaðinn stuttu eftir að gengið var frá leigunni til Íslands. 26. júlí 2018 06:00 Bæta þarf hönnun Super Puma segir norsk rannsóknarnefnd Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi segir Airbus ekki hafa gert nóg til að tryggja öryggi Super Puma þyrla af þeirri gerð sem hrapaði í apríl 2016. Landhelgisgæslan á Íslandi, sem var að leigja tvær slíkar þyrlur á "tilboði aldarinnar“, skoðar niðurstöðuna á næstu viku. Framleiðandi þyrlanna segist hafa bætt öryggi þeirra. 6. júlí 2018 08:00 Þyrlur sem Gæslunni bjóðast ekki skráðar hér nema ítrasta öryggis sé gætt Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. 6. júlí 2018 18:45 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Afstaða okkar er sú að Landhelgisgæslan getur aldrei leyft sér neitt annað heldur en að nota vélar sem hafa óvefengjanlegt orðspor,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær fórst herþyrla í síðustu viku í Suður-Kóreu er spaðarnir losnuðu ofan af henni. Það sama gerðist í tveimur stórslysum, í Noregi 2016 og í Skotlandi 2009. Þá var um að ræða Super Puma þyrlur frá Airbus. Síðarnefndu tvö slysin voru rakin til galla í gírkassa vélanna. Sams konar gírkassi frá Airbus var í þyrlunni sem hrapaði í Suður-Kóreu enda var sú þyrlutegund kyrrsett í kjölfar slyssins í Noregi 2016. Norska flugslysanefndin segir að þennan gírkassa þurfi að endurhanna, jafnvel þótt Airbus hefði gert á honum endurbætur. Landhelgisgæsla Íslands hefur samið um leigu á tveimur Super Puma þyrlum með slíkum gírkössum. „Við höfum verið að afla okkur upplýsinga um þetta, sérstaklega eftir þennan óskaplega atburð í Suður-Kóreu. Ég reikna með að þeir hjá Landhelgisgæslunni endurmeti stöðuna eftir þetta,“ segir Ingvar Tryggvason.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við viljum fyrst og fremst taka ákvarðanir út frá haldbærum gögnum en ekki tilfinningum eða flökkusögum. Ef á þarf að halda þá beitum við okkur frekar.“ Í tilefni af þyrluslysinu í Suður-Kóreu spurðist Fréttablaðið fyrir um það hjá Landhelgisgæslunni í fyrradag hvort halda ætti nýja leigusamningnum til streitu eða ekki. Jafnframt var spurt um hvað liði boðaðri yfirferð stofnunarinnar á nýlegum niðurstöðum flugslysanefndarinnar í Noregi. Svar hefur ekki borist. Hins vegar framsendi Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Fréttablaðinu í gær til upplýsingar tölvupóst frá Höskuldi Ólafssyni, tæknistjóra stofnunarinnar, til framkvæmdateymis Gæslunnar. „Vélin sem fórst í Suður-Kóreu er ekki H225 vél. Þetta er hervél MUH-1 sem er hönnuð og framleidd í Suður-Kóreu en gert í einhverju samstarfi við Airbus. Hefur ekkert að gera með framleiðslu H225 eða flugstarfsemi innan EASA. Ótrúlegar fullyrðingar og fréttaflutningur hjá Fréttablaðinu!“ segir í pósti Höskuldar. Því var reyndar alls ekki haldið fram í Fréttablaðinu að um væri að ræða H225 Super Puma þyrlu í Suður-Kóreu. Þvert á móti kom einmitt skýrt fram að um hafi verið að ræða MUH-1 herþyrlu. Hins vegar var á það bent að þessar þyrlur eru með sams konar gírkassa frá Airbus. Ekkert samráð mun hafa verið haft við flugmenn hjá Landhelgisgæslunni um leigu á umræddum þyrlum og eru þeir sagðir mjög hugsi yfir stöðunni.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Enn hrapar þyrla með gírkassann frá Airbus Fimm fórust þegar spaði losnaði af þyrlu í Suður-Kóreu í síðustu viku. Var með sams konar gírkassa og tvær þyrlur sem Landhelgisgæslan leigir. Flugslysanefnd í Noregi gagnrýndi búnaðinn stuttu eftir að gengið var frá leigunni til Íslands. 26. júlí 2018 06:00 Bæta þarf hönnun Super Puma segir norsk rannsóknarnefnd Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi segir Airbus ekki hafa gert nóg til að tryggja öryggi Super Puma þyrla af þeirri gerð sem hrapaði í apríl 2016. Landhelgisgæslan á Íslandi, sem var að leigja tvær slíkar þyrlur á "tilboði aldarinnar“, skoðar niðurstöðuna á næstu viku. Framleiðandi þyrlanna segist hafa bætt öryggi þeirra. 6. júlí 2018 08:00 Þyrlur sem Gæslunni bjóðast ekki skráðar hér nema ítrasta öryggis sé gætt Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. 6. júlí 2018 18:45 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Enn hrapar þyrla með gírkassann frá Airbus Fimm fórust þegar spaði losnaði af þyrlu í Suður-Kóreu í síðustu viku. Var með sams konar gírkassa og tvær þyrlur sem Landhelgisgæslan leigir. Flugslysanefnd í Noregi gagnrýndi búnaðinn stuttu eftir að gengið var frá leigunni til Íslands. 26. júlí 2018 06:00
Bæta þarf hönnun Super Puma segir norsk rannsóknarnefnd Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi segir Airbus ekki hafa gert nóg til að tryggja öryggi Super Puma þyrla af þeirri gerð sem hrapaði í apríl 2016. Landhelgisgæslan á Íslandi, sem var að leigja tvær slíkar þyrlur á "tilboði aldarinnar“, skoðar niðurstöðuna á næstu viku. Framleiðandi þyrlanna segist hafa bætt öryggi þeirra. 6. júlí 2018 08:00
Þyrlur sem Gæslunni bjóðast ekki skráðar hér nema ítrasta öryggis sé gætt Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. 6. júlí 2018 18:45
Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00