Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. júlí 2018 10:30 Kvikmyndin Murder Mystery er tekin upp í Kanada og á Ítalíu. „Nú er ég hér á ítölsku ríveríunni. Þetta er erfitt líf,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann er í tökum á gamanmyndinni Murder Mystery á Ítalíu. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara þau Jennifer Aniston, Adam Sandler, Gemma Arterton og Luke Evans. Murder Mystery var tekin upp í Kanada og nú á Ítalíu. „Ég held að ég þurfi í raun lítið að segja frá því um hvað þessi mynd fjallar, því það liggur í raun og veru í titli myndarinnar, hún heitir nú Murder Mystery. Þetta verður ansi skemmtilegt.“ Ólafur leikur stórt hlutverk í auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþoninu. „Þetta er í raun og veru í fyrsta skipti sem ég tek á sprett. Ég er meiri labbkall heldur en hlaupkall. Ég var einmitt að taka upp atriði í gær við ströndina og þá var ég að hugsa hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Maður heyrir svo oft hvað andlegi hlutinn sé stór og mikilvægur. Það tala margir um að hlaupa á vegg og svona. Því er ég rosalega mikið að hugsa um þetta og undirbúa mig andlega,“ segir leikarinn léttur á því. Ólafur segist hafa tekið þátt í maraþoninu einu sinni áður. „Þá hljóp ég tíu kílómetra og það var alveg ótrúlega gaman. Ég hlakka til að fara aftur og þetta var alveg einstök stemning. Fólkið í götunum er í svo mikilli stemningu og svona. Þetta var ótrúlega gaman og mikill fílingur á svæðinu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Nú er ég hér á ítölsku ríveríunni. Þetta er erfitt líf,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann er í tökum á gamanmyndinni Murder Mystery á Ítalíu. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara þau Jennifer Aniston, Adam Sandler, Gemma Arterton og Luke Evans. Murder Mystery var tekin upp í Kanada og nú á Ítalíu. „Ég held að ég þurfi í raun lítið að segja frá því um hvað þessi mynd fjallar, því það liggur í raun og veru í titli myndarinnar, hún heitir nú Murder Mystery. Þetta verður ansi skemmtilegt.“ Ólafur leikur stórt hlutverk í auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþoninu. „Þetta er í raun og veru í fyrsta skipti sem ég tek á sprett. Ég er meiri labbkall heldur en hlaupkall. Ég var einmitt að taka upp atriði í gær við ströndina og þá var ég að hugsa hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Maður heyrir svo oft hvað andlegi hlutinn sé stór og mikilvægur. Það tala margir um að hlaupa á vegg og svona. Því er ég rosalega mikið að hugsa um þetta og undirbúa mig andlega,“ segir leikarinn léttur á því. Ólafur segist hafa tekið þátt í maraþoninu einu sinni áður. „Þá hljóp ég tíu kílómetra og það var alveg ótrúlega gaman. Ég hlakka til að fara aftur og þetta var alveg einstök stemning. Fólkið í götunum er í svo mikilli stemningu og svona. Þetta var ótrúlega gaman og mikill fílingur á svæðinu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira