Almannagjá milli þings og þjóðar Sverrir Björnsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Í síðustu viku bauð Alþingi sjálfu sér og þjóðinni til hátíðarfundar á Þingvöllum. Útkoman varð einhver pínlegasta athöfn Íslandssögunnar. Þingmenn brunuðu til fundarins á bílastyrkjunum sínum en þjóðin lét ekki sjá sig. Fulltrúar þjóðarinnar voru örfáir langniðurrigndir sumarbústaðabúar úr nærsveitum sem kúrðu handan gjárinnar sem hefðbundið er orðið að hafa milli þings og þjóðar á hátíðisdögum. Gjá sem breikkar og gliðnar eftir því sem launabilið milli yfirstéttar og almennings eykst. Já, þetta var myndrænt og vandræðalegt. Grunaði engan í fílabeinsturninum að Íslendingar eru ekkert fyrir tilgerð og snobb, finnst það í besta falli kátbroslegt? Til að kóróna vandræðaganginn var fasista frá Danmörku boðið að flytja hátíðarræðuna. Það eina sem lyfti athöfninni á hærra plan voru nokkrir mótmælendur með snjóhvíta íslenska fána, auðir stólar Pírata og Helga Vala. Mótmæli eru einn af hornsteinum lýðræðisins, réttur þegnanna til að láta álit sitt í ljós og veita yfirvöldum aðhald. Fýlutónninn í Steingrími, Bjarna og Guðlaugi vegna þess að mótmælin voru úr takt við formsatriði athafnarinnar gerði ekki annað en að dýpka gjána, því flestir aðrir vita að uppgangur fasismans er raunveruleg ógn við lýðræðið og við henni þarf að bregðast hvar sem hún birtist. Helvítis gjáin raskar ró valdhafanna sem sjá almenning helst í mótmælastöðum fyrir utan vinnustað sinn og fyllast ótta, því tvisvar frá hruni hafa mótmælendur sópað þeim út úr húsinu. Þess vegna var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að setja hrúgu milljóna í að styrkja Alþingi og flokkana. Þau hefðu getað sparað þjóðinni peninginn, traust verður ekki keypt, það er áunnið. Milljónunum hefði verið betur varið í að hjálpa þeim sem alþingismenn lofsyngja mest í hátíðaræðum sínum, en þessa daga voru komandi kynslóðir í mestu vandræðum með að komast í heiminn og greyjunum hent hingað og þangað um landið í móðurkviði. Ástæðan sú að fjármálaráðherra og ríkisstjórn eru ákveðin í að eitt ríkasta land heims verði áfram láglaunaland. Það er ekki hægt að segja annað en mótmælin hafi tekist vel. Fálkaorðurnar fljúga heim til Bessastaða, Danir eru flestir í sjöunda himni með að fasistinn þeirra var rassskelltur opinberlega á Þingvöllum og samfélagsumræðan er á fullu. Hversu mikið á að láta yfir sig ganga? Hvernig á að taka á fasismanum? Hversu lengi eigum við að vera stillt og prúð í klafa formsatriða þegar okkur ofbýður? Þetta er góð umræða fyrir lýðræðið í landinu. Já, mikilvægi mótmæla fyrir lýðræðið verður seint ofmetið og ágætt að rifja upp núna þegar elskaðasta mótmælanda lýðveldisins, Jóni blessuðum Sigurðssyni, var ekki boðið á Alþingishátíðina 1874. Líklega vegna þess að fáum árum áður stóð hann uppi í hárinu á yfirvöldum og mælti gullkorn íslenskrar mótmælasögu. Orð sem ávallt munu hvetja þjóðina til að láta ekki hvað sem er yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust: „Vér mótmælum allir.“Höfundur er hönnuður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bauð Alþingi sjálfu sér og þjóðinni til hátíðarfundar á Þingvöllum. Útkoman varð einhver pínlegasta athöfn Íslandssögunnar. Þingmenn brunuðu til fundarins á bílastyrkjunum sínum en þjóðin lét ekki sjá sig. Fulltrúar þjóðarinnar voru örfáir langniðurrigndir sumarbústaðabúar úr nærsveitum sem kúrðu handan gjárinnar sem hefðbundið er orðið að hafa milli þings og þjóðar á hátíðisdögum. Gjá sem breikkar og gliðnar eftir því sem launabilið milli yfirstéttar og almennings eykst. Já, þetta var myndrænt og vandræðalegt. Grunaði engan í fílabeinsturninum að Íslendingar eru ekkert fyrir tilgerð og snobb, finnst það í besta falli kátbroslegt? Til að kóróna vandræðaganginn var fasista frá Danmörku boðið að flytja hátíðarræðuna. Það eina sem lyfti athöfninni á hærra plan voru nokkrir mótmælendur með snjóhvíta íslenska fána, auðir stólar Pírata og Helga Vala. Mótmæli eru einn af hornsteinum lýðræðisins, réttur þegnanna til að láta álit sitt í ljós og veita yfirvöldum aðhald. Fýlutónninn í Steingrími, Bjarna og Guðlaugi vegna þess að mótmælin voru úr takt við formsatriði athafnarinnar gerði ekki annað en að dýpka gjána, því flestir aðrir vita að uppgangur fasismans er raunveruleg ógn við lýðræðið og við henni þarf að bregðast hvar sem hún birtist. Helvítis gjáin raskar ró valdhafanna sem sjá almenning helst í mótmælastöðum fyrir utan vinnustað sinn og fyllast ótta, því tvisvar frá hruni hafa mótmælendur sópað þeim út úr húsinu. Þess vegna var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að setja hrúgu milljóna í að styrkja Alþingi og flokkana. Þau hefðu getað sparað þjóðinni peninginn, traust verður ekki keypt, það er áunnið. Milljónunum hefði verið betur varið í að hjálpa þeim sem alþingismenn lofsyngja mest í hátíðaræðum sínum, en þessa daga voru komandi kynslóðir í mestu vandræðum með að komast í heiminn og greyjunum hent hingað og þangað um landið í móðurkviði. Ástæðan sú að fjármálaráðherra og ríkisstjórn eru ákveðin í að eitt ríkasta land heims verði áfram láglaunaland. Það er ekki hægt að segja annað en mótmælin hafi tekist vel. Fálkaorðurnar fljúga heim til Bessastaða, Danir eru flestir í sjöunda himni með að fasistinn þeirra var rassskelltur opinberlega á Þingvöllum og samfélagsumræðan er á fullu. Hversu mikið á að láta yfir sig ganga? Hvernig á að taka á fasismanum? Hversu lengi eigum við að vera stillt og prúð í klafa formsatriða þegar okkur ofbýður? Þetta er góð umræða fyrir lýðræðið í landinu. Já, mikilvægi mótmæla fyrir lýðræðið verður seint ofmetið og ágætt að rifja upp núna þegar elskaðasta mótmælanda lýðveldisins, Jóni blessuðum Sigurðssyni, var ekki boðið á Alþingishátíðina 1874. Líklega vegna þess að fáum árum áður stóð hann uppi í hárinu á yfirvöldum og mælti gullkorn íslenskrar mótmælasögu. Orð sem ávallt munu hvetja þjóðina til að láta ekki hvað sem er yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust: „Vér mótmælum allir.“Höfundur er hönnuður
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun