Fyrirbyggjandi lyfjameðferð við HIV verður niðurgreidd hér á landi Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2018 19:59 Samheitalyf verður notað hérlendis og er kostnaður mánaðarskammts um 60 þúsund krónur. Vísir/Getty Heilbrigðisyfirvöld hafa samþykkt að niðurgreiða svokallaða PrEP-meðferð hérlendis, en meðferðin er talin ein öflugasta vörnin gegn HIV-smitum. Að loknu áhættumati geta einstaklingar nálgast lyfið endurgjaldslaust. PrEP-meðferðin felur í sér lyfjagjöf, en lyfið sem um ræðir heitir Truvada og er samblanda tveggja HIV-lyfja sem hafa verið notuð í áratugi. Meðferðin er fyrirbyggjandi og býðst aðeins fólki sem er ekki smitað af HIV en þykir vera í áhættuhópi, til að mynda menn sem stunda óvarið samkynja kynlíf eða sprautufíklar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir í samtali við Vísi að niðurgreiðslan hafi verið samþykkt nú í lok júní og fyrstu einstaklingar hafið meðferð í byrjun mánaðar. Lyfið er nokkuð kostnaðarsamt og eru dæmi um að einstaklingar hafi útvegað sér lyfið erlendis, en nú er það aðgengilegt og niðurgreitt að fullu.Von um að minnka smit innan áhættuhópanna Lyfið hefur reynst vel í prófunum og hafa rannsóknir sýnt fram á að meðferðin geti minnkað líkur á smiti um 90% eða meira og því eru þetta gleðitíðindi fyrir þá sem eiga í hættu á smiti. Þó að tíðni HIV-smita hafi lækkað almennt sé hún svipuð innan þessara umræddu áhættuhópa. Bryndís segir marga geta komið til greina fyrir PrEP-meðferðina en þeir sem hafa farið í gegnum áhættumat hingað til hafa oft skorað hátt og þótt vera í miklum áhættuhópi. Það beri á því á Vesturlöndum þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé gott að minna sé um hræðslu við smit, og því sífellt fleiri sem stundi óvarið kynlíf. Þá hefur lyfið einnig fengið góðar viðtökur vestanhafs en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur talað fyrir meðferðinni og vonast til þess að lyfið geti hjálpað að berjast gegn HIV-smitum. Hann segir mikilvægt að lyfið sé til boða þar sem margir kjósi að nota ekki smokk, og því verði að finna aðrar leiðir til að koma í veg fyrir smit. Heilbrigðismál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld hafa samþykkt að niðurgreiða svokallaða PrEP-meðferð hérlendis, en meðferðin er talin ein öflugasta vörnin gegn HIV-smitum. Að loknu áhættumati geta einstaklingar nálgast lyfið endurgjaldslaust. PrEP-meðferðin felur í sér lyfjagjöf, en lyfið sem um ræðir heitir Truvada og er samblanda tveggja HIV-lyfja sem hafa verið notuð í áratugi. Meðferðin er fyrirbyggjandi og býðst aðeins fólki sem er ekki smitað af HIV en þykir vera í áhættuhópi, til að mynda menn sem stunda óvarið samkynja kynlíf eða sprautufíklar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir í samtali við Vísi að niðurgreiðslan hafi verið samþykkt nú í lok júní og fyrstu einstaklingar hafið meðferð í byrjun mánaðar. Lyfið er nokkuð kostnaðarsamt og eru dæmi um að einstaklingar hafi útvegað sér lyfið erlendis, en nú er það aðgengilegt og niðurgreitt að fullu.Von um að minnka smit innan áhættuhópanna Lyfið hefur reynst vel í prófunum og hafa rannsóknir sýnt fram á að meðferðin geti minnkað líkur á smiti um 90% eða meira og því eru þetta gleðitíðindi fyrir þá sem eiga í hættu á smiti. Þó að tíðni HIV-smita hafi lækkað almennt sé hún svipuð innan þessara umræddu áhættuhópa. Bryndís segir marga geta komið til greina fyrir PrEP-meðferðina en þeir sem hafa farið í gegnum áhættumat hingað til hafa oft skorað hátt og þótt vera í miklum áhættuhópi. Það beri á því á Vesturlöndum þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé gott að minna sé um hræðslu við smit, og því sífellt fleiri sem stundi óvarið kynlíf. Þá hefur lyfið einnig fengið góðar viðtökur vestanhafs en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur talað fyrir meðferðinni og vonast til þess að lyfið geti hjálpað að berjast gegn HIV-smitum. Hann segir mikilvægt að lyfið sé til boða þar sem margir kjósi að nota ekki smokk, og því verði að finna aðrar leiðir til að koma í veg fyrir smit.
Heilbrigðismál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira