40 jarðir Guðmundur Brynjólfsson skrifar 23. júlí 2018 07:00 Maður er nefndur James Ratcliffe. Hann er ríkur enda fær hann aldrei nóg. Ekki einu sinni nógan frið til þess að veiða lax. Hann getur illa veitt í ám í Vopnafirði nema eiga allar jarðirnar í sveitinni. Ríkir menn vilja veiða lax í friði, eða svo segir maður nokkur sem er talsmaður ríkra útlendra manna á Íslandi. Ríkir menn vilja hafa svo mikinn frið að þeir tala helst ekki, þeir hafa aðra í svoleiðis stússi. Ratcliffe er breskur maður. Bretar hafa nokkuð sérstakan stíl þegar þeir sveifla flugustöng. Hann er þó ekki svo magnaður að það þurfi að eiga heila sveit til þess að koma önglinum í hylinn. Nei, hér býr annað og meira undir. Ratcliffe er náttúruverndarsinni, hann ætlar sér að koma hér upp paradís á jörð, segir hann. Það er að segja sá sem talar fyrir hann – Ratcliffe talar ekki. Það lá að, nú skýrist allt. Þetta var þá, eftir allt saman, trúarlegt atriði. 40 jarðir, 40 dagar í eyðimörkinni, 40 daga rigning (hér hefur samt eitthvað klikkað). Já, „hann lét þá sjá sig í 40 daga og talaði um Guðs ríki“, segir í einu af upphafsversum Postulasögunnar. Hér gengur allt eins og fingur í þumal. Ratcliffe er enda spámaður. Hann hefur með sér sína lærisveina, þeir heita ýmsum postullegum nöfnum eins og Holding, Hluthafar ekki skráðir, Limited, Company og Óþekktir eigendur. Þeir boða fagnaðarerindið frá Lúxemborg. Og eru tilbúnir að deyja fyrir íslenska náttúru, íslenskan lax og 40 jarðir. Það fallegasta við þetta allt er að á milli allra postulanna, Ratcliffes, laxanna, Lúxemborgar og Íslands, liggur trúarlegur þráður, svo magnaður. Svo sterkur að hann er réttnefndur, Strengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skipulag Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Maður er nefndur James Ratcliffe. Hann er ríkur enda fær hann aldrei nóg. Ekki einu sinni nógan frið til þess að veiða lax. Hann getur illa veitt í ám í Vopnafirði nema eiga allar jarðirnar í sveitinni. Ríkir menn vilja veiða lax í friði, eða svo segir maður nokkur sem er talsmaður ríkra útlendra manna á Íslandi. Ríkir menn vilja hafa svo mikinn frið að þeir tala helst ekki, þeir hafa aðra í svoleiðis stússi. Ratcliffe er breskur maður. Bretar hafa nokkuð sérstakan stíl þegar þeir sveifla flugustöng. Hann er þó ekki svo magnaður að það þurfi að eiga heila sveit til þess að koma önglinum í hylinn. Nei, hér býr annað og meira undir. Ratcliffe er náttúruverndarsinni, hann ætlar sér að koma hér upp paradís á jörð, segir hann. Það er að segja sá sem talar fyrir hann – Ratcliffe talar ekki. Það lá að, nú skýrist allt. Þetta var þá, eftir allt saman, trúarlegt atriði. 40 jarðir, 40 dagar í eyðimörkinni, 40 daga rigning (hér hefur samt eitthvað klikkað). Já, „hann lét þá sjá sig í 40 daga og talaði um Guðs ríki“, segir í einu af upphafsversum Postulasögunnar. Hér gengur allt eins og fingur í þumal. Ratcliffe er enda spámaður. Hann hefur með sér sína lærisveina, þeir heita ýmsum postullegum nöfnum eins og Holding, Hluthafar ekki skráðir, Limited, Company og Óþekktir eigendur. Þeir boða fagnaðarerindið frá Lúxemborg. Og eru tilbúnir að deyja fyrir íslenska náttúru, íslenskan lax og 40 jarðir. Það fallegasta við þetta allt er að á milli allra postulanna, Ratcliffes, laxanna, Lúxemborgar og Íslands, liggur trúarlegur þráður, svo magnaður. Svo sterkur að hann er réttnefndur, Strengur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun