Tignarmenn og skríll Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 10:00 Fullveldi Íslands var fagnað í vikunni með sérstökum hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum. Heldrafólk landsins kom þar saman og minntist þess að 100 ár voru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Fundurinn vakti helst athygli fyrir tvennt: Annars vegar fjarveru sauðsvarts almúgans sem haldið var í öruggri fjarlægð er Almannagjá var lokað og margtuggin myndlíking um gjá milli þings og þjóðar öðlaðist bókstaflega merkingu; hins vegar Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem boðið var að ávarpa samkomuna, gjörning sem vafalítið mun teljast smánarblettur á sögu þjóðarinnar er fram líða stundir. Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem tignarmenn þjóðarinnar klúðra málum er þeir hyggjast föðurlegir sýna okkur skrílnum hvernig maður meðhöndlar söguna og menningararfinn. Í haust verða 290 ár liðin frá menningar- og sögulegu stórslysi sem sumir skrifa á yfirlæti elítunnar.Voðalegasti atburður Íslandssögunnar Sagan er miskunnarlaus; hún gleymir okkur flestum – við erum sandkorn sem sagan blæs áhugalaus inn í eilífðina. En sagan er líka dómari og fellir hún oft harða dóma um þá sem hún man eftir. Oft er mjótt á munum milli þess hvort menn séu úrskurðaðir skúrkar eða hetjur. Árni Magnússon prestssonur fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663. Hann gekk í skóla í Skálholti og hélt svo til Kaupmannahafnar til frekara náms. Árni var útnefndur prófessor við Hafnarháskóla og helgaði sig því að safna íslenskum handritum sem hann flutti til Danmerkur til rannsókna og varðveislu. Árið 1728 varð einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar. Hann átti sér stað í Danmörku. Að kvöldi miðvikudagsins 20. október kom upp eldur í íbúð í miðri Kaupmannahöfn þar sem barn hafði farið ógætilega með kerti (sumir segja þó að foreldrar þess hafi kveikt eldinn og kennt barninu um). Eldurinn breiddist hratt milli húsanna sem flest voru úr timbri. Íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn höfðu uppi á Árna Magnússyni og hvöttu hann til að koma handritasafninu sínu undan. Sem sannur Íslendingur virðist Árni hafa hugsað: „Þetta reddast.“ En þegar eldurinn tók að gleypa í sig heilu göturnar sá Árni að sér. Ásamt nokkrum Íslendingum og þjónustufólki hóf hann að flytja handritasafnið í skjól. Farnar voru fjórar eða fimm ferðir á vagni með skinnhandrit og skjöl áður en hópurinn gafst upp fyrir hitanum frá eldinum. Þegar Árni gekk út úr húsinu í síðasta sinn mælti hann: „Þarna eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags.“ Eldurinn logaði í þrjá daga. Tæplega þriðjungur borgarinnar brann til kaldra kola í mesta eldsvoða í sögu Kaupmannahafnar. En skaðinn fyrir Íslendinga var líka mikill. Árna og félögum tókst að bjarga flestum skinnhandritunum sem Árni hafði sankað að sér á Íslandi. Þetta voru helstu gersemar íslenskra bókmennta frá því ritun hófst í landinu. En mikið af bókum, skjölum og pappírum glataðist.Skúrkur eða hetja? Er það viðtekin söguskýring að Árni Magnússon sé hetja sem bjargaði þjóðargersemum Íslendinga, handritunum, úr kámugum krumlum íslenskrar alþýðu sem kunni ekki að fara með þau. Til eru þó þeir sem eru andstæðrar skoðunar og líta á Árna sem skúrk; þjóðin hafi verið búin að varðveita handritin í 500 ár áður en Árni og aðrir handritasafnarar smöluðu þeim úr landi og hún hafi verið fullfær um að gæta þeirra áfram. Var Árni Magnússon skúrkur eða hetja? Dæmi hver fyrir sig. Hins vegar má draga einn lærdóm af fullveldishátíðarhöldum vikunnar: Þegar þess verður minnst 1. desember næstkomandi að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin tóku gildi er alveg óhætt að leyfa okkur almúganum að fagna með. Því ekki einu sinni óbreytt pylsupartí á Lækjartorgi þar sem skríllinn dansar úr takti við JóaPé og Króla með Heinz tómatsósu út á kinn getur orðið jafntaktlaust, getur óhreinkað íslenska arfleifð jafnglæsilega, og hástemmt einkapartí fyrirfólksins á Þingvöllum gerði í vikunni sem leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handritasafn Árna Magnússonar Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Fullveldi Íslands var fagnað í vikunni með sérstökum hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum. Heldrafólk landsins kom þar saman og minntist þess að 100 ár voru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Fundurinn vakti helst athygli fyrir tvennt: Annars vegar fjarveru sauðsvarts almúgans sem haldið var í öruggri fjarlægð er Almannagjá var lokað og margtuggin myndlíking um gjá milli þings og þjóðar öðlaðist bókstaflega merkingu; hins vegar Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem boðið var að ávarpa samkomuna, gjörning sem vafalítið mun teljast smánarblettur á sögu þjóðarinnar er fram líða stundir. Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem tignarmenn þjóðarinnar klúðra málum er þeir hyggjast föðurlegir sýna okkur skrílnum hvernig maður meðhöndlar söguna og menningararfinn. Í haust verða 290 ár liðin frá menningar- og sögulegu stórslysi sem sumir skrifa á yfirlæti elítunnar.Voðalegasti atburður Íslandssögunnar Sagan er miskunnarlaus; hún gleymir okkur flestum – við erum sandkorn sem sagan blæs áhugalaus inn í eilífðina. En sagan er líka dómari og fellir hún oft harða dóma um þá sem hún man eftir. Oft er mjótt á munum milli þess hvort menn séu úrskurðaðir skúrkar eða hetjur. Árni Magnússon prestssonur fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663. Hann gekk í skóla í Skálholti og hélt svo til Kaupmannahafnar til frekara náms. Árni var útnefndur prófessor við Hafnarháskóla og helgaði sig því að safna íslenskum handritum sem hann flutti til Danmerkur til rannsókna og varðveislu. Árið 1728 varð einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar. Hann átti sér stað í Danmörku. Að kvöldi miðvikudagsins 20. október kom upp eldur í íbúð í miðri Kaupmannahöfn þar sem barn hafði farið ógætilega með kerti (sumir segja þó að foreldrar þess hafi kveikt eldinn og kennt barninu um). Eldurinn breiddist hratt milli húsanna sem flest voru úr timbri. Íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn höfðu uppi á Árna Magnússyni og hvöttu hann til að koma handritasafninu sínu undan. Sem sannur Íslendingur virðist Árni hafa hugsað: „Þetta reddast.“ En þegar eldurinn tók að gleypa í sig heilu göturnar sá Árni að sér. Ásamt nokkrum Íslendingum og þjónustufólki hóf hann að flytja handritasafnið í skjól. Farnar voru fjórar eða fimm ferðir á vagni með skinnhandrit og skjöl áður en hópurinn gafst upp fyrir hitanum frá eldinum. Þegar Árni gekk út úr húsinu í síðasta sinn mælti hann: „Þarna eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags.“ Eldurinn logaði í þrjá daga. Tæplega þriðjungur borgarinnar brann til kaldra kola í mesta eldsvoða í sögu Kaupmannahafnar. En skaðinn fyrir Íslendinga var líka mikill. Árna og félögum tókst að bjarga flestum skinnhandritunum sem Árni hafði sankað að sér á Íslandi. Þetta voru helstu gersemar íslenskra bókmennta frá því ritun hófst í landinu. En mikið af bókum, skjölum og pappírum glataðist.Skúrkur eða hetja? Er það viðtekin söguskýring að Árni Magnússon sé hetja sem bjargaði þjóðargersemum Íslendinga, handritunum, úr kámugum krumlum íslenskrar alþýðu sem kunni ekki að fara með þau. Til eru þó þeir sem eru andstæðrar skoðunar og líta á Árna sem skúrk; þjóðin hafi verið búin að varðveita handritin í 500 ár áður en Árni og aðrir handritasafnarar smöluðu þeim úr landi og hún hafi verið fullfær um að gæta þeirra áfram. Var Árni Magnússon skúrkur eða hetja? Dæmi hver fyrir sig. Hins vegar má draga einn lærdóm af fullveldishátíðarhöldum vikunnar: Þegar þess verður minnst 1. desember næstkomandi að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin tóku gildi er alveg óhætt að leyfa okkur almúganum að fagna með. Því ekki einu sinni óbreytt pylsupartí á Lækjartorgi þar sem skríllinn dansar úr takti við JóaPé og Króla með Heinz tómatsósu út á kinn getur orðið jafntaktlaust, getur óhreinkað íslenska arfleifð jafnglæsilega, og hástemmt einkapartí fyrirfólksins á Þingvöllum gerði í vikunni sem leið.
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar