Sú skömm mun lifa með yður lengi er þér reynduð að knésetja ljósmæður Þorleifur Kr. Níelsson skrifar 20. júlí 2018 12:11 Ákall frá fjölskyldu ljósmóðurUndirritaður er eiginmaður ljósmóður. Þessi pistill er ákall frá fjölskyldu ljósmóður. Við höfum ekki heyrt mikið frá fólkinu sem stendur á bakvið ljósmæður en það er ljóst að þetta er hópur sem hefur áhyggjur og fylgist náið með og vonar að kjaradeila ljósmæðra við ríkið leysist hið snarasta. Þann 19. júlí sl. sagði kona undirritaðs upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna óánægju með starfskjör og það hversu illa gengur að semja um kaup og kjör við ríkisvaldið. Vegna skorts á sérfræðistöðum á landsbyggðinni, hafa ljósmæður hingað til, veigrað sér við að segja þar upp störfum. Nú er hins vegar svo komið í þessari ömurlegu deilu, að einnig þær sjá ekki annan kost í stöðunni, en að segja upp störfum. Þær láta ekki bjóða sér þessa lítilsvirðingu lengur og ekki er ólíklegt að uppsögnum fjölgi á næstunni úti á landi.Kjarabarátta ljósmæðra orðin að margslungnu máli Segja má að ljósmæður og ríkið séu í viðskiptastríði. Eins og fram hefur komið undanfarið vinnur enginn slíkt stríð. Allir tapa á endanum. Það er það sem er að gerast í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Allir eru að tapa. Samninganefnd ríkisins hefur dregið ljósmæður á asnaeyrum í 10 mánuði. Þessu samningaferli verður eflaust gert skil síðar og það verður forvitnilegt. Hafa ber í huga að hroki, fyrirlitning og fordómar hafa aldrei leitt til góðrar niðurstöðu. Undirritaður hefur dáðst að ljósmæðrum og samstöðu þeirra. Nú þegar deilan virðist vera í rembihnút þá standa ljósmæður saman allar sem ein með formann kjaranefndar þeirra í fararbroddi. Samningatækni samninganefndar ríkisins er að lenda á þéttum ljósmæðravegg sem ekki brotnar svo létt. Ljósmæður virðast styrkjast við hverja raun. Kjaraviðræður ljósmæðra við ríkið, eru að mati undirritaðs, orðnar að mjög langvinnu, margslungnu og pólitísku máli sem snýst um svo miklu meira en kaup og kjör. Þetta mál snýst orðið um það hvaða gildi íslenskt þjóðfélag vill hafa í sínu samfélagi, hvernig viljum við meta mikilvægi starfa og menntunar. Þetta er orðið að kynja- og jafnréttismáli og ekki síst miklu réttlætismáli. Ljósmæður sem ennþá eiga inni ógreidd laun fyrir unna vinnu í verkfalli sínu árið 2015, þrátt fyrir að hafa unnið dómsmál um óréttmæti þess, eru eðlilega reiðar. Nú er beðið dóms Hæstaréttar. Þetta sár er ennþá galopið innan ljósmæðrastéttarinnar.Dæmisaga frá Akureyri Árið 2008 bjuggum við hjónin í Reykjavík og áttum von á okkar fyrsta barni. Við fluttum til Akureyrar um vorið til að vera nær okkar sterkasta stuðningsneti. Þegar við fluttum norður þá datt okkur ekki annað í hug en að konan fengi vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða í það minnsta sem hjúkrunarfræðingur að loknu fæðingarorlofi. Um haustið varð fjármálahrunið og þegar til kom var enga vinnu að fá við hæfi á Akureyri. Niðurskurður og ráðningarbönn blöstu við. Konan minnkaði starfshutfall sitt sem ljósmóðir í Reyjavík og flaug suður, á eigin kostnað, þriðju hverju helgi í langar vinnutarnir. Tíminn leið, réttar sagt átta ár. Árið 2016 fékk konan loksins 70% vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Nú var hátíð í bæ, starfsöryggi var tryggt og hún komin með starf norðan heiða í samræmi við menntun. Síðan gerist það að ljósmæður fara í réttmæta kjarabaráttu en ekkert semst við ríkið. Konan fékk að lokum nóg og sagði upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Akureyri, vinnu sem hún ann mjög mikið og beið eftir í átta ár. Þvílíkt og annað eins! Sem eiginmaður ljósmóður þá finnst undirrituðum þetta forkastanleg staða. Stjórnvöld eru að neyða ljósmæður til að segja upp til að þrýsta á réttmæta kjaraleiðréttingu. Að baki hverri ljósmóður sem segir upp er fjölskylda. Þessar fjölskyldur lifa nú í mikilli óvissu um það hvað framtíðin beri í skauti sér. Þetta er óboðleg staða og algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.Vaknið ríkisstjórn vaknið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, þetta er að gerast á þinni vakt! Þú hefur endanlegt vald í þessu máli eins og staðan er í dag. Allt tal um annað er marklaust. Hvað hefur breyst hjá ykkur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra? Hvar eru þau gildi og sú stefna sem þið þykist standa fyrir? Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ríkisstjórn þessa lands ætti að fara semja við ljósmæður. Það er spá undirritaðs að líf ríkisstjórnarinnar geti orðið styttra en stefnt var að ef hún fer ekki að hafa forgangsröðun sína í takt við vilja þjóðarinnar. Það er nefnilega þannig að þjóðin stendur með ljósmæðrum og þið starfið í umboði þjóðarinnar. Þorleifur Kr. Níelsson eiginmaður ljósmóður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Ákall frá fjölskyldu ljósmóðurUndirritaður er eiginmaður ljósmóður. Þessi pistill er ákall frá fjölskyldu ljósmóður. Við höfum ekki heyrt mikið frá fólkinu sem stendur á bakvið ljósmæður en það er ljóst að þetta er hópur sem hefur áhyggjur og fylgist náið með og vonar að kjaradeila ljósmæðra við ríkið leysist hið snarasta. Þann 19. júlí sl. sagði kona undirritaðs upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna óánægju með starfskjör og það hversu illa gengur að semja um kaup og kjör við ríkisvaldið. Vegna skorts á sérfræðistöðum á landsbyggðinni, hafa ljósmæður hingað til, veigrað sér við að segja þar upp störfum. Nú er hins vegar svo komið í þessari ömurlegu deilu, að einnig þær sjá ekki annan kost í stöðunni, en að segja upp störfum. Þær láta ekki bjóða sér þessa lítilsvirðingu lengur og ekki er ólíklegt að uppsögnum fjölgi á næstunni úti á landi.Kjarabarátta ljósmæðra orðin að margslungnu máli Segja má að ljósmæður og ríkið séu í viðskiptastríði. Eins og fram hefur komið undanfarið vinnur enginn slíkt stríð. Allir tapa á endanum. Það er það sem er að gerast í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Allir eru að tapa. Samninganefnd ríkisins hefur dregið ljósmæður á asnaeyrum í 10 mánuði. Þessu samningaferli verður eflaust gert skil síðar og það verður forvitnilegt. Hafa ber í huga að hroki, fyrirlitning og fordómar hafa aldrei leitt til góðrar niðurstöðu. Undirritaður hefur dáðst að ljósmæðrum og samstöðu þeirra. Nú þegar deilan virðist vera í rembihnút þá standa ljósmæður saman allar sem ein með formann kjaranefndar þeirra í fararbroddi. Samningatækni samninganefndar ríkisins er að lenda á þéttum ljósmæðravegg sem ekki brotnar svo létt. Ljósmæður virðast styrkjast við hverja raun. Kjaraviðræður ljósmæðra við ríkið, eru að mati undirritaðs, orðnar að mjög langvinnu, margslungnu og pólitísku máli sem snýst um svo miklu meira en kaup og kjör. Þetta mál snýst orðið um það hvaða gildi íslenskt þjóðfélag vill hafa í sínu samfélagi, hvernig viljum við meta mikilvægi starfa og menntunar. Þetta er orðið að kynja- og jafnréttismáli og ekki síst miklu réttlætismáli. Ljósmæður sem ennþá eiga inni ógreidd laun fyrir unna vinnu í verkfalli sínu árið 2015, þrátt fyrir að hafa unnið dómsmál um óréttmæti þess, eru eðlilega reiðar. Nú er beðið dóms Hæstaréttar. Þetta sár er ennþá galopið innan ljósmæðrastéttarinnar.Dæmisaga frá Akureyri Árið 2008 bjuggum við hjónin í Reykjavík og áttum von á okkar fyrsta barni. Við fluttum til Akureyrar um vorið til að vera nær okkar sterkasta stuðningsneti. Þegar við fluttum norður þá datt okkur ekki annað í hug en að konan fengi vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða í það minnsta sem hjúkrunarfræðingur að loknu fæðingarorlofi. Um haustið varð fjármálahrunið og þegar til kom var enga vinnu að fá við hæfi á Akureyri. Niðurskurður og ráðningarbönn blöstu við. Konan minnkaði starfshutfall sitt sem ljósmóðir í Reyjavík og flaug suður, á eigin kostnað, þriðju hverju helgi í langar vinnutarnir. Tíminn leið, réttar sagt átta ár. Árið 2016 fékk konan loksins 70% vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Nú var hátíð í bæ, starfsöryggi var tryggt og hún komin með starf norðan heiða í samræmi við menntun. Síðan gerist það að ljósmæður fara í réttmæta kjarabaráttu en ekkert semst við ríkið. Konan fékk að lokum nóg og sagði upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Akureyri, vinnu sem hún ann mjög mikið og beið eftir í átta ár. Þvílíkt og annað eins! Sem eiginmaður ljósmóður þá finnst undirrituðum þetta forkastanleg staða. Stjórnvöld eru að neyða ljósmæður til að segja upp til að þrýsta á réttmæta kjaraleiðréttingu. Að baki hverri ljósmóður sem segir upp er fjölskylda. Þessar fjölskyldur lifa nú í mikilli óvissu um það hvað framtíðin beri í skauti sér. Þetta er óboðleg staða og algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.Vaknið ríkisstjórn vaknið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, þetta er að gerast á þinni vakt! Þú hefur endanlegt vald í þessu máli eins og staðan er í dag. Allt tal um annað er marklaust. Hvað hefur breyst hjá ykkur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra? Hvar eru þau gildi og sú stefna sem þið þykist standa fyrir? Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ríkisstjórn þessa lands ætti að fara semja við ljósmæður. Það er spá undirritaðs að líf ríkisstjórnarinnar geti orðið styttra en stefnt var að ef hún fer ekki að hafa forgangsröðun sína í takt við vilja þjóðarinnar. Það er nefnilega þannig að þjóðin stendur með ljósmæðrum og þið starfið í umboði þjóðarinnar. Þorleifur Kr. Níelsson eiginmaður ljósmóður
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun