Vindur úr seglum innlendra hlutabréfa Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 30. júlí 2018 05:30 Ástæða lækkunar á verði hlutabréfa hérlendis á þessu ári er meðal annars minni umsvif lífeyrissjóða á þeim markaði, kostnaðarhækkanir og kólnun í hagkerfinu. Vísir/Stefán Minnkandi umsvif lífeyrissjóða í Kauphöllinni eru á meðal ástæðna að baki verðlækkunum á innlendum hlutabréfum. Greint var frá því í Fréttablaðinu að hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar frá áramótum hafi gengið til baka. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, segir þróunina á hlutabréfamarkaðinum athyglisverða. „Líklegasta skýringin tengist flæði en innlendir fjárfestar hafa dregið umtalsvert úr umsvifum sínum á markaðinum,“ segir Valdimar. „Þá eru áhyggjur af kjarasamningsviðræðum í haust en það getur ekki útskýrt lækkanir á fyrirtækjum sem eru með hlutfallslega lágan launakostnað.“ Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, skýrir verðþróunina með svipuðum hætti „Lífeyrissjóðirnir komu inn með fjármagn á sínum tíma en nú hafa þeir fengið nægju sína. Sem stendur ráðstafa sjóðirnir fjármagni sínu ýmist í lán til fasteignakaupa eða í fjárfestingar erlendis.“ Ný útlán lífeyrissjóða hafa aldrei verið meiri en þau námu ríflega 14,7 milljörðum í maí. Þá jukust erlendar eignir sjóðanna um þriðjung á milli maímánaða 2017 og 2018. Ásgeir segir að verðlækkanirnar megi einnig rekja til þess að markaðurinn þykist greina teikn á lofti um að hagkerfið sé að hægja á sér. Einnig sjáist af uppgjörum að miklar launahækkanir hafi dregið úr framlegð margra félaga. „Ég tel að það sé undirtónn í verðþróuninni ásamt háværum kröfum verkalýðsfélaga um áframhaldandi kauphækkanir þegar samningar losna í vetur.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Minnkandi umsvif lífeyrissjóða í Kauphöllinni eru á meðal ástæðna að baki verðlækkunum á innlendum hlutabréfum. Greint var frá því í Fréttablaðinu að hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar frá áramótum hafi gengið til baka. Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, segir þróunina á hlutabréfamarkaðinum athyglisverða. „Líklegasta skýringin tengist flæði en innlendir fjárfestar hafa dregið umtalsvert úr umsvifum sínum á markaðinum,“ segir Valdimar. „Þá eru áhyggjur af kjarasamningsviðræðum í haust en það getur ekki útskýrt lækkanir á fyrirtækjum sem eru með hlutfallslega lágan launakostnað.“ Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, skýrir verðþróunina með svipuðum hætti „Lífeyrissjóðirnir komu inn með fjármagn á sínum tíma en nú hafa þeir fengið nægju sína. Sem stendur ráðstafa sjóðirnir fjármagni sínu ýmist í lán til fasteignakaupa eða í fjárfestingar erlendis.“ Ný útlán lífeyrissjóða hafa aldrei verið meiri en þau námu ríflega 14,7 milljörðum í maí. Þá jukust erlendar eignir sjóðanna um þriðjung á milli maímánaða 2017 og 2018. Ásgeir segir að verðlækkanirnar megi einnig rekja til þess að markaðurinn þykist greina teikn á lofti um að hagkerfið sé að hægja á sér. Einnig sjáist af uppgjörum að miklar launahækkanir hafi dregið úr framlegð margra félaga. „Ég tel að það sé undirtónn í verðþróuninni ásamt háværum kröfum verkalýðsfélaga um áframhaldandi kauphækkanir þegar samningar losna í vetur.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira