Aðstandendur vildu samtal en voru handteknir Erla Björg Gunnarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 22:40 Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. Maðurinn á við alvarlegan fíkni- og geðsjúkdóm að stríða. Eftir sjö mánaða vist á Kleppi þar sem miklar framfarir náðust var hann útskrifaður beint á götuna án eftirmeðferðar. Hann fór strax í sama farið og var lagður inn á bráðageðdeild Landspítalans í mjög slæmu ástandi þar sem hann hefur verið í nokkra daga. Það var svo á miðvikudag sem maðurinn var útskrifaður af geðdeild Lansspítalans þrátt fyrir kröftug mótmæli fjölskyldunnar. Þessi mótmæli enduðu á að systir hans og móðir voru handteknar og færðar niður á lögreglustöð en þær vildu ekki fær sig fyrr en að hafa fengið hlustun. „Við mótmæltum því að sjálfsögðu og töluðum við handhafa lögræðisins og hann bað um eins dags frest til þess að hægt yrði að halda fund í dag með lögmanni og ræða framhaldið faglega og efnislega eins og fagfólk gerir. Konan mín og dóttir mættu á svæðið og sonur líka. Þau báðu um skýringar, þau báðu um hlustun, þau báðu um rök en eina sem talað var um var peningar, síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar," segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir mannsins. Frá þessu greindi einnig bróðir mannsins á Facebook. Segir hann lækni á vakt hafa sagt manninn líta vel út og að geðdeild væri ekki búsetuúrræði fyrir heimilislaust fólk. En fjölskyldan reyndi að útskýra að maðurinn þyrfti langtímameðferð við langt leiddum sjúkdómi. Faðir mannsins segir framtíðina hafa verið bjarta fyrir son sinn, hann hafi lært viðskiptafræði, spilað á píanó og verið margfaldur sundmeistari. Á tvítugsaldri hafi hann veikst alvarlega og að í tuttugu ár hafi fjölskyldan heyrt sömu svör frá kerfinu: að ekki sé pláss, engir peningar og engin úrræði.20 ára barátta „Þetta er búið að standa núna yfir í tuttugu ár. Við erum búin að vera að heyra svona sömu fjórar til fimm setningarnar eins og möntrur þegar verið er að reyna að fá lækningu fyrir hann. Og þessar möntruur eru bara til þess að réttlæta það annað hvort að taka hann ekki inn eða senda hann út á götu. Þetta er búið að standa yfir í tuttugu ár. Það segir okkur einn hlut, þetta kerfi er ekki að virka. Það virkar ekki þetta kerfi. Þess vegna eigum við að stoppa, við eigum að gefa aftur, við eigum að skrifa nýtt handrit og byrja alveg frá grunni. Kerfið eins og það er í dag það virkar ekki. Við byrjum upp á nýtt," segir Kristinn. Kristinn líkir starfsfólki geðdeildar við starfsfólk á hóteli þar sem meira fari fyrir gistináttaskipulagi en lækningarmeðferðum. Hann segir fjölskylduna hafa óskað eftir skýringum og samtali í gær. „Eina sem talað var um var peningar. Síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar,“ segir Kristinn og segir eina staðinn vera götuna þegar sonur hans er útskrifaður svo brátt. Þar fari hann í gamla farið og gamla félagsskapinn. „Síðan byrjar bara mjög hörð neysla og það er bara beint niður. Og það er orðið mjög tæpt, alltaf þegar hann fellur.“ Landspítalinn veitti engin viðtöl vegna málsins í gær, fimmtudag. Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. Maðurinn á við alvarlegan fíkni- og geðsjúkdóm að stríða. Eftir sjö mánaða vist á Kleppi þar sem miklar framfarir náðust var hann útskrifaður beint á götuna án eftirmeðferðar. Hann fór strax í sama farið og var lagður inn á bráðageðdeild Landspítalans í mjög slæmu ástandi þar sem hann hefur verið í nokkra daga. Það var svo á miðvikudag sem maðurinn var útskrifaður af geðdeild Lansspítalans þrátt fyrir kröftug mótmæli fjölskyldunnar. Þessi mótmæli enduðu á að systir hans og móðir voru handteknar og færðar niður á lögreglustöð en þær vildu ekki fær sig fyrr en að hafa fengið hlustun. „Við mótmæltum því að sjálfsögðu og töluðum við handhafa lögræðisins og hann bað um eins dags frest til þess að hægt yrði að halda fund í dag með lögmanni og ræða framhaldið faglega og efnislega eins og fagfólk gerir. Konan mín og dóttir mættu á svæðið og sonur líka. Þau báðu um skýringar, þau báðu um hlustun, þau báðu um rök en eina sem talað var um var peningar, síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar," segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir mannsins. Frá þessu greindi einnig bróðir mannsins á Facebook. Segir hann lækni á vakt hafa sagt manninn líta vel út og að geðdeild væri ekki búsetuúrræði fyrir heimilislaust fólk. En fjölskyldan reyndi að útskýra að maðurinn þyrfti langtímameðferð við langt leiddum sjúkdómi. Faðir mannsins segir framtíðina hafa verið bjarta fyrir son sinn, hann hafi lært viðskiptafræði, spilað á píanó og verið margfaldur sundmeistari. Á tvítugsaldri hafi hann veikst alvarlega og að í tuttugu ár hafi fjölskyldan heyrt sömu svör frá kerfinu: að ekki sé pláss, engir peningar og engin úrræði.20 ára barátta „Þetta er búið að standa núna yfir í tuttugu ár. Við erum búin að vera að heyra svona sömu fjórar til fimm setningarnar eins og möntrur þegar verið er að reyna að fá lækningu fyrir hann. Og þessar möntruur eru bara til þess að réttlæta það annað hvort að taka hann ekki inn eða senda hann út á götu. Þetta er búið að standa yfir í tuttugu ár. Það segir okkur einn hlut, þetta kerfi er ekki að virka. Það virkar ekki þetta kerfi. Þess vegna eigum við að stoppa, við eigum að gefa aftur, við eigum að skrifa nýtt handrit og byrja alveg frá grunni. Kerfið eins og það er í dag það virkar ekki. Við byrjum upp á nýtt," segir Kristinn. Kristinn líkir starfsfólki geðdeildar við starfsfólk á hóteli þar sem meira fari fyrir gistináttaskipulagi en lækningarmeðferðum. Hann segir fjölskylduna hafa óskað eftir skýringum og samtali í gær. „Eina sem talað var um var peningar. Síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar,“ segir Kristinn og segir eina staðinn vera götuna þegar sonur hans er útskrifaður svo brátt. Þar fari hann í gamla farið og gamla félagsskapinn. „Síðan byrjar bara mjög hörð neysla og það er bara beint niður. Og það er orðið mjög tæpt, alltaf þegar hann fellur.“ Landspítalinn veitti engin viðtöl vegna málsins í gær, fimmtudag.
Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira