Falleinkunn Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. ágúst 2018 10:00 Boðað var til aukafundar í borgarráði vegna bágrar stöðu heimilislausra í borginni í gær. Það var minnihlutinn sem fór fram á fundinn í síðustu viku og talaði um mikla neyð í þessum efnum. Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varð við þessari ósk minnihlutans og deildi raunar áhyggjum af stöðunni í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. „Við þurfum bara að gera meira og gera betur,“ sagði Þórdís Lóa. Líkt og fram hefur komið gaf umboðsmaður Alþingis Reykjavíkurborg falleinkunn í nýlegu áliti um stöðu utangarðsfólks, en hópurinn hefur tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017. Þar segir að viðvarandi vandi ríki í húsnæðismálum utangarðsfólks, en um 350 úr þeim hópi eru heimilislausir. Hluti vandans felist í því að fólk leiti í borgina úr öðrum sveitarfélögum, vegna skorts á úrræðum þar. Þetta er alþekkt. Í borgum úti í heimi er hefð fyrir því að jaðarsettir hópar flykkist inn í þéttbýli. Þetta er vandi borga. Í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks frá árinu 2014 er vísað í rannsókn sem segir að helstu ástæður heimilisleysis megi rekja til áfengis- og vímuefnavanda, eða um 62 prósent. Aðrir þættir sem tilgreindir voru sem orsök heimilisleysis voru geðræn vandamál eða um 31,3 prósent. Utangarðsfólk samanstendur að stærstum hluta af fólki með áfengis- og vímuefnavanda og geðfötlun og hins vegar einstaklingum með geðraskanir sem rekja má til neyslu vímuefna. Formaður borgarráðs sagðist í sama viðtali líta á álitið sem gott veganesti inn í þá miklu vinnu sem fram undan væri í því að vinna á húsnæðisvanda utangarðsfólks. Hér virðist nýkjörinn borgarfulltrúi horfast í augu við vandann og ætla að gera betur, líkt og okkur ber að gera. Vonandi stendur hún við stóru orðin. Það sama verður hins vegar ekki sagt um viðbrögð formanns velferðarráðs, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem einnig á sæti í borgarráði og fór í viðtal á Rás 2 í gærmorgun til þess að ræða málið. „Þetta eru ekki nýjar tölur, þetta eru tölur frá 2017. Þetta er því ekki eitthvað sem við þurfum að bregðast við í þessari viku.“ Hún bætti svo við í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekkert sérstakt neyðarástand ríkti í málaflokknum núna. Það er sérkennilegt viðhorf að líta svo á að þar sem vandinn sé ekki glænýr sé á einhvern hátt minna tilefni til að bregðast við. Veturinn er húsnæðislausum þyngsti árstíminn. Af þeim sökum þarf einmitt að bregðast við nákvæmlega núna. Áður en byrjar að hausta. Vonum að þeim tillögum um úrbætur af fundi borgarráðs í gær, frá minnihluta og meirihluta, sem vísað var inn í velferðarráð til afgreiðslu verði ekki frestað of lengi. Að fundurinn hafi breytt einhverju, þótt velferðarráðsformaðurinn hafi ekki endilega verið á því að breytinga væri þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Boðað var til aukafundar í borgarráði vegna bágrar stöðu heimilislausra í borginni í gær. Það var minnihlutinn sem fór fram á fundinn í síðustu viku og talaði um mikla neyð í þessum efnum. Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varð við þessari ósk minnihlutans og deildi raunar áhyggjum af stöðunni í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. „Við þurfum bara að gera meira og gera betur,“ sagði Þórdís Lóa. Líkt og fram hefur komið gaf umboðsmaður Alþingis Reykjavíkurborg falleinkunn í nýlegu áliti um stöðu utangarðsfólks, en hópurinn hefur tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017. Þar segir að viðvarandi vandi ríki í húsnæðismálum utangarðsfólks, en um 350 úr þeim hópi eru heimilislausir. Hluti vandans felist í því að fólk leiti í borgina úr öðrum sveitarfélögum, vegna skorts á úrræðum þar. Þetta er alþekkt. Í borgum úti í heimi er hefð fyrir því að jaðarsettir hópar flykkist inn í þéttbýli. Þetta er vandi borga. Í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks frá árinu 2014 er vísað í rannsókn sem segir að helstu ástæður heimilisleysis megi rekja til áfengis- og vímuefnavanda, eða um 62 prósent. Aðrir þættir sem tilgreindir voru sem orsök heimilisleysis voru geðræn vandamál eða um 31,3 prósent. Utangarðsfólk samanstendur að stærstum hluta af fólki með áfengis- og vímuefnavanda og geðfötlun og hins vegar einstaklingum með geðraskanir sem rekja má til neyslu vímuefna. Formaður borgarráðs sagðist í sama viðtali líta á álitið sem gott veganesti inn í þá miklu vinnu sem fram undan væri í því að vinna á húsnæðisvanda utangarðsfólks. Hér virðist nýkjörinn borgarfulltrúi horfast í augu við vandann og ætla að gera betur, líkt og okkur ber að gera. Vonandi stendur hún við stóru orðin. Það sama verður hins vegar ekki sagt um viðbrögð formanns velferðarráðs, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem einnig á sæti í borgarráði og fór í viðtal á Rás 2 í gærmorgun til þess að ræða málið. „Þetta eru ekki nýjar tölur, þetta eru tölur frá 2017. Þetta er því ekki eitthvað sem við þurfum að bregðast við í þessari viku.“ Hún bætti svo við í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekkert sérstakt neyðarástand ríkti í málaflokknum núna. Það er sérkennilegt viðhorf að líta svo á að þar sem vandinn sé ekki glænýr sé á einhvern hátt minna tilefni til að bregðast við. Veturinn er húsnæðislausum þyngsti árstíminn. Af þeim sökum þarf einmitt að bregðast við nákvæmlega núna. Áður en byrjar að hausta. Vonum að þeim tillögum um úrbætur af fundi borgarráðs í gær, frá minnihluta og meirihluta, sem vísað var inn í velferðarráð til afgreiðslu verði ekki frestað of lengi. Að fundurinn hafi breytt einhverju, þótt velferðarráðsformaðurinn hafi ekki endilega verið á því að breytinga væri þörf.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun