Lukas Podolski nýr sendiherra HM í handbolta 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2018 14:30 Bastian Schweinsteiger og Lukas Podolski fagna heimsmeistaratitlinum 2014. Sterkir karakterar sem Þjóðverjar söknuðu á HM 2018. Vísir/Getty Knattspyrnumaðurinn Lukas Podolski endaði landsliðsferill sinn sem heimsmeistari á HM í Brasilíu 2014 en hann kemur nú að öðru heimsmeistaramóti í annarri íþrótt. Lukas Podolski hefur nú tekið að sér að vera sendiherra HM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi og Danmörku í byrjun næsta árs. Lukas Podolski er annar sendiherra keppninnar á eftir gamla þýska landsliðsþjálfaranum Heiner Brand. Lukas Podolski mun vera sérstakur sendiherra milliriðilsins í Köln en hann hóf atvinnumannaferil sinn með Köln og spilaði alls 169 leiki fyrir félagið í efstu deild í Þýskalandi.Herzlich Willkommen an Bord, @Podolski10!Eduard Bopp #WMBotschafter#Köln#handball19#Poldi#LukasPodolskipic.twitter.com/CvPEuiPiWn — DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) August 17, 2018„Köln er vitlaus í íþróttir og þá skiptir það ekki máli hvort að það séu leikir hjá 1. FC Köln eða alþjóðlegir stórleikir í LANXESS arena. Andrúmsloftið er alltaf stórkostlegt og áhorfendurnir þekkja leikinn og eru sanngjarnir. Ég tek mínum skyldum fagnandi sem sendiherra HM í handbolta,“ sagði Lukas Podolski. Lukas Podolski er einna þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal en hann spilaði alls 130 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði í þeim 49 mörk. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir þýska landsliðið, Miroslav Klose og Gerd Müller. „Við erum svo ánægðir með að geta kynnt Lukas Podolski sem nýjan sendiherra HM. Hann er ekki aðeins vinsæll í Þýskalandi, enda opinn og skemmtilegur, heldur einnig er hann mikill baráttumaður fyrir Kölnarborg. Við hefðum ekki getað fundið betri sendiherra,“ sagði Mark Schober, stjórnarformaður þýska handboltasambandsins. Lukas Podolski spilar nú með japanska félaginu Vissel Kobe og er þar meðal annars liðsfélagi Spánverjans Andrés Iniesta.Dinner of champions! @andresiniesta8@hmikitani pic.twitter.com/pGB3TDH65J — Lukas-Podolski.com (@Podolski10) August 15, 2018 HM í handbolta fer fram frá 10. til 27. janúar og er íslenska landsliðið meðal keppenda. Ísland leikur sína leiki í riðlakeppninni í München en komist íslensku strákarnir upp úr sínum riðli þá munu þeir spila í Lanxess Arena í milliriðlinum. Þeir leikir fara fram frá 19. til 23. janúar. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Lukas Podolski endaði landsliðsferill sinn sem heimsmeistari á HM í Brasilíu 2014 en hann kemur nú að öðru heimsmeistaramóti í annarri íþrótt. Lukas Podolski hefur nú tekið að sér að vera sendiherra HM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi og Danmörku í byrjun næsta árs. Lukas Podolski er annar sendiherra keppninnar á eftir gamla þýska landsliðsþjálfaranum Heiner Brand. Lukas Podolski mun vera sérstakur sendiherra milliriðilsins í Köln en hann hóf atvinnumannaferil sinn með Köln og spilaði alls 169 leiki fyrir félagið í efstu deild í Þýskalandi.Herzlich Willkommen an Bord, @Podolski10!Eduard Bopp #WMBotschafter#Köln#handball19#Poldi#LukasPodolskipic.twitter.com/CvPEuiPiWn — DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) August 17, 2018„Köln er vitlaus í íþróttir og þá skiptir það ekki máli hvort að það séu leikir hjá 1. FC Köln eða alþjóðlegir stórleikir í LANXESS arena. Andrúmsloftið er alltaf stórkostlegt og áhorfendurnir þekkja leikinn og eru sanngjarnir. Ég tek mínum skyldum fagnandi sem sendiherra HM í handbolta,“ sagði Lukas Podolski. Lukas Podolski er einna þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal en hann spilaði alls 130 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði í þeim 49 mörk. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir þýska landsliðið, Miroslav Klose og Gerd Müller. „Við erum svo ánægðir með að geta kynnt Lukas Podolski sem nýjan sendiherra HM. Hann er ekki aðeins vinsæll í Þýskalandi, enda opinn og skemmtilegur, heldur einnig er hann mikill baráttumaður fyrir Kölnarborg. Við hefðum ekki getað fundið betri sendiherra,“ sagði Mark Schober, stjórnarformaður þýska handboltasambandsins. Lukas Podolski spilar nú með japanska félaginu Vissel Kobe og er þar meðal annars liðsfélagi Spánverjans Andrés Iniesta.Dinner of champions! @andresiniesta8@hmikitani pic.twitter.com/pGB3TDH65J — Lukas-Podolski.com (@Podolski10) August 15, 2018 HM í handbolta fer fram frá 10. til 27. janúar og er íslenska landsliðið meðal keppenda. Ísland leikur sína leiki í riðlakeppninni í München en komist íslensku strákarnir upp úr sínum riðli þá munu þeir spila í Lanxess Arena í milliriðlinum. Þeir leikir fara fram frá 19. til 23. janúar.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sjá meira