Hvers vegna ættir þú að skrá barnið þitt í sund? Guðmundur Hafþórsson skrifar 17. ágúst 2018 09:17 Nú þegar skólar fara að hefjast á ný þarf að huga að því hvað er gott fyrir börnin okkar. Við vitum öll að svefn, mataræði, hreyfing eru mikilvægir þættir að góðum dögum í lífi okkar og við viljum að sjálfsögðu að börnum okkar líði vel rétt eins og okkur. Ég ætla að telja upp nokkrar ástæður þess að það er mikilvægt og í raun lífsnauðsynlegt að skrá börn í sundnámskeið.1. Undirbúningur fyrir lífið. Börnin hefja skólagöngu sína á milli 5 og 6 ára aldurs. Þessi fyrstu 10 ár í skólagöngu barnsins er krafa að börnin fái 2 tíma í íþróttum á viku og 1 tíma í sundkennslu. Þessu er svo mismunandi háttað eftir skólum og bæjarfélögum. Því miður er það þannig að oftar en ekki koma börnin nokkuð illa synd eftir skólagöngu enda er lítill tími fyrir kennarana til að virkilega kenna börnunum. 40 mínútna tími verður aldrei nema rétt um 10 – 15 mínútna tími sökum þess að börnum er hleypt seint úr tíma, það þarf að sturta sig og koma sér út og svo þarf að vera komin í næsta tíma á réttum tíma þannig að kennari þarf að hleypa upp úr lauginni 10 – 15 mínútum snemma. Með því að skrá barnið þitt í sund hjá félagi þá tryggir þú því örugga kennslu, hreyfingu sem fylgir því allt lífið enda hægt að synda alla ævi. Öryggi í vatni þannig að þægilegra er til dæmis að fara í sumarferðir erlendis. Ef barn/fullorðin dettur út fyrir á bát/skipi eru meiri líkur á að geta bjargað sér í sjónum ef sundkunnátta er í lagi.2. Hreyfing fyrir ævina. Sund er íþrótt sem hægt er að stunda alla ævi. Hreyfing í vatni er mjúk hreyfing og hreyfing þar sem líkamanum líður einna best. Að stunda sund til heilsubótar hefur áhrif á allan líkamann enda verið að vinna með nánast alla vöðva líkamans. Þetta er fullkomin heilsurækt þar sem ekki þarf á dýrum búnaði að halda og þú getur brennt um 500 kcal á klukkustundar rólegu sundi og auðvitað hægt að bæta í með meiri ákefð.3. Eykur liðleika. Við erum mikið á hreyfingu og börnin þá sérstaklega, mikið um hlaup, hopp og skopp og álag á bein og liðamót. Sund er mjúk hreyfing og í laugum landsins þar sem hitastig er 27 – 30 gráður þá ná vöðvarnir góðri slökun og hjálpar sundið til við að teygja á mikilvægum vöðvum líkamans.4. Bætir líkamsstöðuna. Við vitum það öll að börnin rétt eins og við hin sitjum of mikið, skólastofur og svo oft á tíðum eru ófáir tímar sem fara í það að vera fyrir framan tölvuna eða vera í símanum. Eins og áður segir er sund mjúk hreyfing sem styrkir liðamót og réttir úr hryggjarsúlunni og er einhver besta hreyfing til að fyrirbyggja bakvandamál. „hversu oft sagði mamma þín þér „réttu úr þér“ í æsku“ Ég hvet þig því að huga að heilsunni hjá þér og barninu þínu. Með bestu kveðju Guðmundur Hafþórsson Yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Nú þegar skólar fara að hefjast á ný þarf að huga að því hvað er gott fyrir börnin okkar. Við vitum öll að svefn, mataræði, hreyfing eru mikilvægir þættir að góðum dögum í lífi okkar og við viljum að sjálfsögðu að börnum okkar líði vel rétt eins og okkur. Ég ætla að telja upp nokkrar ástæður þess að það er mikilvægt og í raun lífsnauðsynlegt að skrá börn í sundnámskeið.1. Undirbúningur fyrir lífið. Börnin hefja skólagöngu sína á milli 5 og 6 ára aldurs. Þessi fyrstu 10 ár í skólagöngu barnsins er krafa að börnin fái 2 tíma í íþróttum á viku og 1 tíma í sundkennslu. Þessu er svo mismunandi háttað eftir skólum og bæjarfélögum. Því miður er það þannig að oftar en ekki koma börnin nokkuð illa synd eftir skólagöngu enda er lítill tími fyrir kennarana til að virkilega kenna börnunum. 40 mínútna tími verður aldrei nema rétt um 10 – 15 mínútna tími sökum þess að börnum er hleypt seint úr tíma, það þarf að sturta sig og koma sér út og svo þarf að vera komin í næsta tíma á réttum tíma þannig að kennari þarf að hleypa upp úr lauginni 10 – 15 mínútum snemma. Með því að skrá barnið þitt í sund hjá félagi þá tryggir þú því örugga kennslu, hreyfingu sem fylgir því allt lífið enda hægt að synda alla ævi. Öryggi í vatni þannig að þægilegra er til dæmis að fara í sumarferðir erlendis. Ef barn/fullorðin dettur út fyrir á bát/skipi eru meiri líkur á að geta bjargað sér í sjónum ef sundkunnátta er í lagi.2. Hreyfing fyrir ævina. Sund er íþrótt sem hægt er að stunda alla ævi. Hreyfing í vatni er mjúk hreyfing og hreyfing þar sem líkamanum líður einna best. Að stunda sund til heilsubótar hefur áhrif á allan líkamann enda verið að vinna með nánast alla vöðva líkamans. Þetta er fullkomin heilsurækt þar sem ekki þarf á dýrum búnaði að halda og þú getur brennt um 500 kcal á klukkustundar rólegu sundi og auðvitað hægt að bæta í með meiri ákefð.3. Eykur liðleika. Við erum mikið á hreyfingu og börnin þá sérstaklega, mikið um hlaup, hopp og skopp og álag á bein og liðamót. Sund er mjúk hreyfing og í laugum landsins þar sem hitastig er 27 – 30 gráður þá ná vöðvarnir góðri slökun og hjálpar sundið til við að teygja á mikilvægum vöðvum líkamans.4. Bætir líkamsstöðuna. Við vitum það öll að börnin rétt eins og við hin sitjum of mikið, skólastofur og svo oft á tíðum eru ófáir tímar sem fara í það að vera fyrir framan tölvuna eða vera í símanum. Eins og áður segir er sund mjúk hreyfing sem styrkir liðamót og réttir úr hryggjarsúlunni og er einhver besta hreyfing til að fyrirbyggja bakvandamál. „hversu oft sagði mamma þín þér „réttu úr þér“ í æsku“ Ég hvet þig því að huga að heilsunni hjá þér og barninu þínu. Með bestu kveðju Guðmundur Hafþórsson Yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun