Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 16:37 Landlæknisembættið hefur áhyggjur af ástandinu. Vísir/Stefán Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum.Sjá einnig: Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ „Ef of stór skammtur ávanabindandi lyfja er tekinn geta afleiðingarnar verð bæði bráðar og óafturkræfar fyrir einstaklinginn,“ segir í tilkynningu frá Landlækni. Þá eru teknar saman nokkrar tegundir slíkra lyfja og afleiðingar sem neysla þeirra kynni að hafa í för með sér. Við neyslu sterkra verkalyfja á borð við oxycontin, fentanyl og contalgin er varað við blóðþrýstingsfalli, svefnhöfgi og hættu á dái eða dauða vegna öndunarbælingar. Þessi lyf eru jafnframt sögð þau hættulegustu. Þá er varað við neyslu róandi lyfja á borð við alprazolam (innihaldsefni í Xanax), sobril og stesolid. Þau geti verið lífshættuleg séu þau tekin með áfengi og öðrum lyfjum sem hafa bælandi áhrif á miðtaugakerfið. Bráð ofskömmtun örvandi lyfja eins og amfetamíns, ritalíns og concerta getur leitt til krampa, ofskynjana, óráðs, ofurhita, hraðtakts og háþrýstings. Þá er fólki ráðið frá notkun margra efna samtímis. Einnig er bent á að lyf sem eru flutt inn af einstaklingum eða búin til á ólöglegan hátt eru mun hættulegri en önnur þar sem þau geta innihaldið ýmis aukaefni. „Dæmi um slíkt lyf er Xanax sem ekki er á markaði hér á landi. Xanax inniheldur alprazolam og iðulega önnur efni sem bætt hefur verið við.“ Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. 14. júní 2018 14:15 Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ Móðir ungs manns, sem vísað var af meðferðarheimilinu Vík vegna "ófullnægjandi þvagprufu“, gagnrýnir harðlega úrræðaleysi í málaflokknum. 16. ágúst 2018 13:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum.Sjá einnig: Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ „Ef of stór skammtur ávanabindandi lyfja er tekinn geta afleiðingarnar verð bæði bráðar og óafturkræfar fyrir einstaklinginn,“ segir í tilkynningu frá Landlækni. Þá eru teknar saman nokkrar tegundir slíkra lyfja og afleiðingar sem neysla þeirra kynni að hafa í för með sér. Við neyslu sterkra verkalyfja á borð við oxycontin, fentanyl og contalgin er varað við blóðþrýstingsfalli, svefnhöfgi og hættu á dái eða dauða vegna öndunarbælingar. Þessi lyf eru jafnframt sögð þau hættulegustu. Þá er varað við neyslu róandi lyfja á borð við alprazolam (innihaldsefni í Xanax), sobril og stesolid. Þau geti verið lífshættuleg séu þau tekin með áfengi og öðrum lyfjum sem hafa bælandi áhrif á miðtaugakerfið. Bráð ofskömmtun örvandi lyfja eins og amfetamíns, ritalíns og concerta getur leitt til krampa, ofskynjana, óráðs, ofurhita, hraðtakts og háþrýstings. Þá er fólki ráðið frá notkun margra efna samtímis. Einnig er bent á að lyf sem eru flutt inn af einstaklingum eða búin til á ólöglegan hátt eru mun hættulegri en önnur þar sem þau geta innihaldið ýmis aukaefni. „Dæmi um slíkt lyf er Xanax sem ekki er á markaði hér á landi. Xanax inniheldur alprazolam og iðulega önnur efni sem bætt hefur verið við.“
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. 14. júní 2018 14:15 Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ Móðir ungs manns, sem vísað var af meðferðarheimilinu Vík vegna "ófullnægjandi þvagprufu“, gagnrýnir harðlega úrræðaleysi í málaflokknum. 16. ágúst 2018 13:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. 14. júní 2018 14:15
Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ Móðir ungs manns, sem vísað var af meðferðarheimilinu Vík vegna "ófullnægjandi þvagprufu“, gagnrýnir harðlega úrræðaleysi í málaflokknum. 16. ágúst 2018 13:00