Kvartarar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. ágúst 2018 06:00 Stærstan hluta stuttrar starfsævi hef ég starfað í blaðamennsku og mætti því segja að ég væri stálpað blaðabarn. Meirihluti starfsins felst í því að vinna fréttir en nokkuð stór hluti tímans, þó æ minni eftir tilkomu athugasemdakerfa vefmiðlanna, fer í að svara athugasemdum þeirra sem hringja inn á ritstjórnina. Sem dæmi um slíka símavini má nefna hundaeigendur sem alltaf eru tilbúnir við telefóninn. Hommahatarar og rasistar eru líka algengir. Á dögunum hringdi inn maður sem var hvort tveggja. Hann var foj yfir því að það væri í skoðun að taka á móti samkynhneigðum flóttamönnum frá Afríku og sérstaklega brjálaður yfir því að þessir drulludelar væru á leið hingað til að smita hinn hreina, íslenska kynstofn af alnæmi. Innhringjandinn var að sjálfsögðu beðinn um að stinga þessari athugasemd aftur þangað sem hún var upprunnin. Það er á staðinn þar sem sólin skín aldrei. Reglulega hringir líka inn fólk og „leiðrengir“ málfar. Fjölmargir fettu fingur út í það á dögunum að það stæði samrýnd á forsíðu blaðsins. Mér bárust síðan flestar athugasemdir við skrif mín þegar í fyrirsögn fréttar stóð „berja augum“. Þau símtöl enda flest á því að fólkið ætlar næst að hringja í Árnastofnun til að hringja síðan aftur í ritstjórnina. Sjaldnast verður af síðara símtalinu. Uppáhaldið mitt var konan sem hringdi inn og tilkynnti það, án þess að kynna sig, að hún ætti afmæli á morgun og að það ætti alls ekki að skrifa um það. Síðan skellti hún á. Enn þann dag í dag kann ég engin deili á henni. Símavinirnir gefa vinnudeginum lit. Megi þeir hringja sem oftast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Stærstan hluta stuttrar starfsævi hef ég starfað í blaðamennsku og mætti því segja að ég væri stálpað blaðabarn. Meirihluti starfsins felst í því að vinna fréttir en nokkuð stór hluti tímans, þó æ minni eftir tilkomu athugasemdakerfa vefmiðlanna, fer í að svara athugasemdum þeirra sem hringja inn á ritstjórnina. Sem dæmi um slíka símavini má nefna hundaeigendur sem alltaf eru tilbúnir við telefóninn. Hommahatarar og rasistar eru líka algengir. Á dögunum hringdi inn maður sem var hvort tveggja. Hann var foj yfir því að það væri í skoðun að taka á móti samkynhneigðum flóttamönnum frá Afríku og sérstaklega brjálaður yfir því að þessir drulludelar væru á leið hingað til að smita hinn hreina, íslenska kynstofn af alnæmi. Innhringjandinn var að sjálfsögðu beðinn um að stinga þessari athugasemd aftur þangað sem hún var upprunnin. Það er á staðinn þar sem sólin skín aldrei. Reglulega hringir líka inn fólk og „leiðrengir“ málfar. Fjölmargir fettu fingur út í það á dögunum að það stæði samrýnd á forsíðu blaðsins. Mér bárust síðan flestar athugasemdir við skrif mín þegar í fyrirsögn fréttar stóð „berja augum“. Þau símtöl enda flest á því að fólkið ætlar næst að hringja í Árnastofnun til að hringja síðan aftur í ritstjórnina. Sjaldnast verður af síðara símtalinu. Uppáhaldið mitt var konan sem hringdi inn og tilkynnti það, án þess að kynna sig, að hún ætti afmæli á morgun og að það ætti alls ekki að skrifa um það. Síðan skellti hún á. Enn þann dag í dag kann ég engin deili á henni. Símavinirnir gefa vinnudeginum lit. Megi þeir hringja sem oftast.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun