Dýrkeypt andvaraleysi Hanna Katrín Friðriksson skrifar 16. ágúst 2018 05:15 Ríkisstjórnin er í bullandi stórsókn á öllum sviðum ef marka má hennar eigin orð. Auðvitað er gott að ríkisstjórnin spilar sókn en hitt er verra að það hefur gleymst að kippa almenningi með í sóknina. Tökum löggæslumálin sem dæmi. Nýleg bráðabirgðaskýrsla ríkislögreglustjóra sýnir gríðarlega fjölgun umferðarlagabrota síðastliðin ár. Þau voru um 70.000 árið 2017 samanborið við um 37.000 árið 2013. Það kemur okkur öllum við hvernig lögreglan er í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem fylgja þessari hættulegu þróun. Annað dæmi. Tilkynningum um heimilisofbeldi heldur áfram að fjölda. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 402 slíkar tilkynningar fyrstu sjö mánuði þessa árs samanborið við 392 tilkynningar á sama tímabili í fyrra. Breytt verklag er ástæða þessarar miklu aukningar, en það hefur lítið upp á sig að vinna að aukinni umræðu í samfélaginu og hvetja fólk þannig til að tilkynna ofbeldi ef lögreglan hefur ekki bolmagn til að takast á við verkefnið. Þjóðinni allri kemur við hvernig farið er með þessi mál. Þriðja dæmið. Starfsumhverfi lögreglunnar hefur verið töluvert í fréttum undanfarið þar sem m.a. hefur verið sagt frá því að þetta sé sú starfsstétt sem oftast lendi í vinnuslysum og að hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum verði sífellt algengari og alvarlegri. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir undirmönnun lögreglu í áraraðir, aukna vímuefnaneyslu og neyslu harðari efna vera stóra hluta skýringarinnar. Það er hagsmunamál þjóðarinnar að vinnuumhverfi lögreglumanna sé í lagi. Þegar litið er til þessara staðreynda er erfitt að sjá nokkurn sóknarbrag á því hvernig búið er að löggæslu hér á landi. Fjárveitingar til lögreglunnar eru í engu samræmi við það að verkefnum fjölgar og að áskoranir og úrlausnarefnin verða sífellt fjölbreyttari, jafnvel alvarlegri. Í gær greindi Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður frá því að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið upplýstir um að vegna slæmrar fjárhagsstöðu embættisins þyrfti að lágmarka mönnun á næturvöktum og skera niður æfingar. Áhrifin af áframhaldandi andvaraleysi stjórnvalda geta orðið íslensku samfélagi dýrkeypt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er í bullandi stórsókn á öllum sviðum ef marka má hennar eigin orð. Auðvitað er gott að ríkisstjórnin spilar sókn en hitt er verra að það hefur gleymst að kippa almenningi með í sóknina. Tökum löggæslumálin sem dæmi. Nýleg bráðabirgðaskýrsla ríkislögreglustjóra sýnir gríðarlega fjölgun umferðarlagabrota síðastliðin ár. Þau voru um 70.000 árið 2017 samanborið við um 37.000 árið 2013. Það kemur okkur öllum við hvernig lögreglan er í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem fylgja þessari hættulegu þróun. Annað dæmi. Tilkynningum um heimilisofbeldi heldur áfram að fjölda. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 402 slíkar tilkynningar fyrstu sjö mánuði þessa árs samanborið við 392 tilkynningar á sama tímabili í fyrra. Breytt verklag er ástæða þessarar miklu aukningar, en það hefur lítið upp á sig að vinna að aukinni umræðu í samfélaginu og hvetja fólk þannig til að tilkynna ofbeldi ef lögreglan hefur ekki bolmagn til að takast á við verkefnið. Þjóðinni allri kemur við hvernig farið er með þessi mál. Þriðja dæmið. Starfsumhverfi lögreglunnar hefur verið töluvert í fréttum undanfarið þar sem m.a. hefur verið sagt frá því að þetta sé sú starfsstétt sem oftast lendi í vinnuslysum og að hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum verði sífellt algengari og alvarlegri. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir undirmönnun lögreglu í áraraðir, aukna vímuefnaneyslu og neyslu harðari efna vera stóra hluta skýringarinnar. Það er hagsmunamál þjóðarinnar að vinnuumhverfi lögreglumanna sé í lagi. Þegar litið er til þessara staðreynda er erfitt að sjá nokkurn sóknarbrag á því hvernig búið er að löggæslu hér á landi. Fjárveitingar til lögreglunnar eru í engu samræmi við það að verkefnum fjölgar og að áskoranir og úrlausnarefnin verða sífellt fjölbreyttari, jafnvel alvarlegri. Í gær greindi Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður frá því að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið upplýstir um að vegna slæmrar fjárhagsstöðu embættisins þyrfti að lágmarka mönnun á næturvöktum og skera niður æfingar. Áhrifin af áframhaldandi andvaraleysi stjórnvalda geta orðið íslensku samfélagi dýrkeypt.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun