Að fylgja leikreglunum Auður Önnu Magnúsdóttir og skrifa 15. ágúst 2018 06:00 Það er lífseigur misskilningur að virkjanahugmyndir sem eru í nýtingarflokki í rammaáætlun séu þar með komnar með framkvæmdaleyfi. Harðar deilur um nýtingu lands til orkuöflunar, eins og Kárahnjúkadeilan, hafa staðið mestanpart 20. aldar og alla 21. öldina. Um aldamótin síðustu var gerð tilraun til þess að koma á skipulögðu ferli þar sem farið er með faglegum hætti í gegnum þau landsvæði sem áhugi er á að nýta til 10 MW orkuvinnslu og meira, kölluð rammaáætlun. Orkuvinnsla og -sala var gefin frjáls upp úr aldamótum. Landsvæðin eru metin af faghópum eftir meðal annars mikilvægi náttúruminja og hagkvæmni virkjunarkosta. Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggur tillögu að flokkun landsvæðanna svo fyrir umhverfisráðherra sem leggur fyrir Alþingi tillögu um skiptingu svæðanna í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk byggt á innbyrðis röðun frá verkefnisstjórninni. Þegar Alþingi hefur samþykkt rammaáætlun ber að friðlýsa svæðin í verndarflokki. Virkjunarkosti sem falla innan landsvæða í nýtingarflokki má skoða áfram til orkunýtingar en þeir eru alltaf háðir mati á umhverfisáhrifum (umhverfismati) sem ákvörðun á næsta stigi verður að taka mið af. Sú ákvörðun er nú tekin af sveitarstjórnum, svokallað framkvæmdaleyfi. Því fer fjarri að nýtingarflokkur rammaáætlunar merki að virkja megi á viðkomandi landsvæði, enda væri umhverfismat þarflaust ef svo væri. Leikreglurnar sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Landsvæði í nýtingarflokki rammaáætlunar má halda áfram að skoða til nýtingar, en engin heimild til orkunýtingar felst í því. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Mikilvægt er að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd á öllum stigum. Náttúruverndarsjónarmið eiga heima í ákvörðunum um aðalskipulag sveitarfélaga, umhverfismati framkvæmda, friðlýsingu svæða í verndarflokki rammaáætlunar og friðlýsingu svæða samkvæmt náttúruverndarlögum. Að halda öðru fram lýsir annaðhvort alvarlegri vanþekkingu á orkunýtingarmálum eða vísvitandi tilraunum til að afvegaleiða umræðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Það er lífseigur misskilningur að virkjanahugmyndir sem eru í nýtingarflokki í rammaáætlun séu þar með komnar með framkvæmdaleyfi. Harðar deilur um nýtingu lands til orkuöflunar, eins og Kárahnjúkadeilan, hafa staðið mestanpart 20. aldar og alla 21. öldina. Um aldamótin síðustu var gerð tilraun til þess að koma á skipulögðu ferli þar sem farið er með faglegum hætti í gegnum þau landsvæði sem áhugi er á að nýta til 10 MW orkuvinnslu og meira, kölluð rammaáætlun. Orkuvinnsla og -sala var gefin frjáls upp úr aldamótum. Landsvæðin eru metin af faghópum eftir meðal annars mikilvægi náttúruminja og hagkvæmni virkjunarkosta. Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggur tillögu að flokkun landsvæðanna svo fyrir umhverfisráðherra sem leggur fyrir Alþingi tillögu um skiptingu svæðanna í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk byggt á innbyrðis röðun frá verkefnisstjórninni. Þegar Alþingi hefur samþykkt rammaáætlun ber að friðlýsa svæðin í verndarflokki. Virkjunarkosti sem falla innan landsvæða í nýtingarflokki má skoða áfram til orkunýtingar en þeir eru alltaf háðir mati á umhverfisáhrifum (umhverfismati) sem ákvörðun á næsta stigi verður að taka mið af. Sú ákvörðun er nú tekin af sveitarstjórnum, svokallað framkvæmdaleyfi. Því fer fjarri að nýtingarflokkur rammaáætlunar merki að virkja megi á viðkomandi landsvæði, enda væri umhverfismat þarflaust ef svo væri. Leikreglurnar sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Landsvæði í nýtingarflokki rammaáætlunar má halda áfram að skoða til nýtingar, en engin heimild til orkunýtingar felst í því. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Mikilvægt er að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd á öllum stigum. Náttúruverndarsjónarmið eiga heima í ákvörðunum um aðalskipulag sveitarfélaga, umhverfismati framkvæmda, friðlýsingu svæða í verndarflokki rammaáætlunar og friðlýsingu svæða samkvæmt náttúruverndarlögum. Að halda öðru fram lýsir annaðhvort alvarlegri vanþekkingu á orkunýtingarmálum eða vísvitandi tilraunum til að afvegaleiða umræðuna.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun