Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2018 20:30 Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. Forstjóri Persónuverndar segir að meta þurfti hvort þetta aukna inngrip í störf sjómanna sé réttlætanlegt. Samkvæmt frumvarpinu verður skylt að koma upp rafrænu myndavélakerfi sem notað verður til að fylgjast með löndun, flutningi, vigtun afla og um borð í fiskveiðiskipum. Fiskistofa fer með eftirlitið og hefur bent á að nauðsynlegt sé að nýta myndavélar til að afla sönnunargagna um brot. Nýtti Fiskistofa sér falda myndavél árið 2013 til að upplýsa mál en Persónuvernd úrskurðaði að það hefði verið ólöglegt. Verði frumvarpið að lögum mun Fiskistofa hafa heimild til að nota dróna við eftirlit. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og segja það tryggja að Fiskistofa verði alsjáandi og að innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð þar sem aðrar stofnanir munu fylgja í kjölfarið. Telja samtökin framtíðarsýnina sem er boðuð í frumvarpinu ógeðfellda.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/VILHELMAukið inngrip í störf sjómanna Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið eiga eftir að fá almenna afgreiðslu hjá stofnuninni en almennt séð gildi reglur um rafrænt eftirlit sem þurfi að fara eftir. Eftirlitið getur farið fram ef það er í öryggis- eða eignavörslu tilgangi. Gæta þurfi meðalhófs og meta þurfi hvort aukin rafræn vöktun eigi rétt á sér eða ekki. Ef hún á sér stað þarf alltaf að láta vita af henni. Helga segir að ef Fiskistofa ætlar að nota dróna við eftirlit þá gerist það ekki án lagaheimildar. „Og þá er alveg ljóst að samkvæmt nýju persónuverndarlögunum sem nú hafa tekið gildi þá þarf ákveðið hagsmunamat að hafa farið fram á því hvort það sé réttlætanlegt að leyfa þetta aukna inngrip í til dæmis störf sjómanna,“ segir Helga.Drónar aukið og nýtt eftirlit Spurð hvort þetta eftirlit sé frábrugðið því sem haft er með starfsmönnum og viðskiptavinum verslana segir Helga að rafrænt eftirlit sé mjög víða nú þegar á vinnustöðum og ef það beinist að ákveðnum starfsaðferðum geti það verið réttlætanlegt. „En með nýrri tækni, sem til dæmis felst í drónum, það er eitthvað sem myndi flokkast undir það að vera aukið og nýtt eftirlit og þá þarf bara að meta hvort það sé eðlilegt að opinber stofnun fái slíka heimild.“ Persónuvernd Sjávarútvegur Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. Forstjóri Persónuverndar segir að meta þurfti hvort þetta aukna inngrip í störf sjómanna sé réttlætanlegt. Samkvæmt frumvarpinu verður skylt að koma upp rafrænu myndavélakerfi sem notað verður til að fylgjast með löndun, flutningi, vigtun afla og um borð í fiskveiðiskipum. Fiskistofa fer með eftirlitið og hefur bent á að nauðsynlegt sé að nýta myndavélar til að afla sönnunargagna um brot. Nýtti Fiskistofa sér falda myndavél árið 2013 til að upplýsa mál en Persónuvernd úrskurðaði að það hefði verið ólöglegt. Verði frumvarpið að lögum mun Fiskistofa hafa heimild til að nota dróna við eftirlit. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og segja það tryggja að Fiskistofa verði alsjáandi og að innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð þar sem aðrar stofnanir munu fylgja í kjölfarið. Telja samtökin framtíðarsýnina sem er boðuð í frumvarpinu ógeðfellda.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/VILHELMAukið inngrip í störf sjómanna Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið eiga eftir að fá almenna afgreiðslu hjá stofnuninni en almennt séð gildi reglur um rafrænt eftirlit sem þurfi að fara eftir. Eftirlitið getur farið fram ef það er í öryggis- eða eignavörslu tilgangi. Gæta þurfi meðalhófs og meta þurfi hvort aukin rafræn vöktun eigi rétt á sér eða ekki. Ef hún á sér stað þarf alltaf að láta vita af henni. Helga segir að ef Fiskistofa ætlar að nota dróna við eftirlit þá gerist það ekki án lagaheimildar. „Og þá er alveg ljóst að samkvæmt nýju persónuverndarlögunum sem nú hafa tekið gildi þá þarf ákveðið hagsmunamat að hafa farið fram á því hvort það sé réttlætanlegt að leyfa þetta aukna inngrip í til dæmis störf sjómanna,“ segir Helga.Drónar aukið og nýtt eftirlit Spurð hvort þetta eftirlit sé frábrugðið því sem haft er með starfsmönnum og viðskiptavinum verslana segir Helga að rafrænt eftirlit sé mjög víða nú þegar á vinnustöðum og ef það beinist að ákveðnum starfsaðferðum geti það verið réttlætanlegt. „En með nýrri tækni, sem til dæmis felst í drónum, það er eitthvað sem myndi flokkast undir það að vera aukið og nýtt eftirlit og þá þarf bara að meta hvort það sé eðlilegt að opinber stofnun fái slíka heimild.“
Persónuvernd Sjávarútvegur Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira