Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 11:38 Það virðist því miður liðin tíð að óhætt sé að bregða sér af bæ án þess að læsa á eftir sér Lögreglan á Austurlandi Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Vitað er að fólkinu tókst að stela fjármunum í minnst einu húsi á Eskifirði. Sá sem var þar að verki var karlmaður á fertugsaldri, í meðalhæð með dökkt vel snyrt skegg og klæddur í regnjakka og með bakpoka. Hann var sem sagt í einkennisklæðnaði ferðamanna og vakti minni grunsemdir fyrir vikið. Maðurinn talaði ensku með sterkum hreim. Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að grunur liggi á að hér séu á ferðinni skipulagðir hópar frá Evrópu. Vitað sé um fleiri slíka hópa sem hafi verið á ferð um landið í sumar, í einu tilviki hafi tekist að handsama þjófana og reyndust þeir komnir hingað frá Austur-Evrópu í þessum erindagjörðum. Í flestum tilvikum hefur þetta fólk farið inn í ólæst hús úti á landi. Óskar Þór segir að lögreglan brýni nú fyrir fólki að læsa alltaf á eftir sér þegar það bregður sér af bæ. Hann segir algengt að fólk skilji hús sín eftir ólæst í sveitinni en það sé ekki óhætt lengur. Þjófarnir vinna þannig að þeir ganga á milli húsa í minni bæjarfélögum og banka uppá. Ef einhver kemur til dyra spyrja þeir eftir einhverjum sem ekki býr í húsinu, biðja um gistingu eða hafa aðrar skýringar á reiðum höndum. Ef enginn er heima fara þeir hins vegar inn og láta greipar sópa. Lögreglan biður landsmenn, og þá sérstaklega Austfirðinga um þessar mundir, að hafa þessar lýsingar í huga og láta vita af grunsamlegum mannaferðum. Önnur tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi vakti athygli í gær en var sagt var frá erilsamri helgi. Þurfti lögreglan meðal annars að aðstoða mann sem var fluttur á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás, nota dróna til að elta uppi ofurölvi ökumann eftir bílveltu og aka í veg fyrir mannlausa bifreið eftir að ölvaður og réttindalaus ökumaður stökk út á ferð. Óskar Þór segir að raunar hafi ekki verið neitt óvenjulega mikið að gera, þau mál sem komu upp hafi bara verið sérstaklega fjölbreytt um síðustu helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Vitað er að fólkinu tókst að stela fjármunum í minnst einu húsi á Eskifirði. Sá sem var þar að verki var karlmaður á fertugsaldri, í meðalhæð með dökkt vel snyrt skegg og klæddur í regnjakka og með bakpoka. Hann var sem sagt í einkennisklæðnaði ferðamanna og vakti minni grunsemdir fyrir vikið. Maðurinn talaði ensku með sterkum hreim. Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að grunur liggi á að hér séu á ferðinni skipulagðir hópar frá Evrópu. Vitað sé um fleiri slíka hópa sem hafi verið á ferð um landið í sumar, í einu tilviki hafi tekist að handsama þjófana og reyndust þeir komnir hingað frá Austur-Evrópu í þessum erindagjörðum. Í flestum tilvikum hefur þetta fólk farið inn í ólæst hús úti á landi. Óskar Þór segir að lögreglan brýni nú fyrir fólki að læsa alltaf á eftir sér þegar það bregður sér af bæ. Hann segir algengt að fólk skilji hús sín eftir ólæst í sveitinni en það sé ekki óhætt lengur. Þjófarnir vinna þannig að þeir ganga á milli húsa í minni bæjarfélögum og banka uppá. Ef einhver kemur til dyra spyrja þeir eftir einhverjum sem ekki býr í húsinu, biðja um gistingu eða hafa aðrar skýringar á reiðum höndum. Ef enginn er heima fara þeir hins vegar inn og láta greipar sópa. Lögreglan biður landsmenn, og þá sérstaklega Austfirðinga um þessar mundir, að hafa þessar lýsingar í huga og láta vita af grunsamlegum mannaferðum. Önnur tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi vakti athygli í gær en var sagt var frá erilsamri helgi. Þurfti lögreglan meðal annars að aðstoða mann sem var fluttur á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás, nota dróna til að elta uppi ofurölvi ökumann eftir bílveltu og aka í veg fyrir mannlausa bifreið eftir að ölvaður og réttindalaus ökumaður stökk út á ferð. Óskar Þór segir að raunar hafi ekki verið neitt óvenjulega mikið að gera, þau mál sem komu upp hafi bara verið sérstaklega fjölbreytt um síðustu helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. 28. ágúst 2018 20:22