Benedikt fer í stjórn Arion banka Hörður Ægisson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Benedikt Gíslason Benedikt Gíslason, fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda við losun hafta, verður kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi bankans sem fer fram næstkomandi miðvikudag. Mun hann taka sæti í stjórninni í stað Jakobs Ásmundssonar, sem lét af störfum í maí síðastliðnum, og nýtur meðal annars stuðnings vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á 9,99 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Benedikt hefur undanfarin tvö ár verið stjórnarmaður í Kaupþingi, sem á 32,67 prósenta eignarhlut í Arion banka í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil, en hann mun hætta í stjórn eignarhaldsfélagsins á aðalfundi Kaupþings á morgun, fimmtudag. Í störfum sínum fyrir Kaupþing hafði Benedikt umsjón með söluferli félagsins á hlut þess í Arion banka en Kaupþing seldi fjórðungshlut í hlutafjárútboði í júní síðastliðnum og var bankinn í kjölfar skráður á markaði á Íslandi og í Svíþjóð. Benedikt, sem var einn helsti ráðgjafi íslenskra stjórnvalda við framkvæmd áætlunar um losun fjármagnshafta á árunum 2013 til 2016, hefur auk þess meðal annars setið í stjórn tryggingafélagsins VÍS og þá var hann framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs MP banka á árunum 2011 til 2013. Á hluthafafundi Arion banka, sem fer fram þann 5. september, leggur stjórn bankans fram tillögu um 10 milljarða króna arðgreiðslu til hluthafa. Þá munu hluthafar einnig kjósa tvo af þremur nefndarmönnum sem taka sæti í tilnefningarnefnd en þriðji nefndarmaður skal vera formaður stjórnar Arion banka eða annar stjórnarmaður skipaður af stjórn bankans. Auk Kaupþings og Taconic Capital, sem fara í sameiningu með heildaratkvæðarétt sem er takmarkaður við 33 prósenta hlut, eru stærstu hluthafar Arion banka vogunarsjóðirnir Attestor Capital og Och-Ziff Capital og bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Benedikt Gíslason, fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda við losun hafta, verður kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi bankans sem fer fram næstkomandi miðvikudag. Mun hann taka sæti í stjórninni í stað Jakobs Ásmundssonar, sem lét af störfum í maí síðastliðnum, og nýtur meðal annars stuðnings vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem á 9,99 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Benedikt hefur undanfarin tvö ár verið stjórnarmaður í Kaupþingi, sem á 32,67 prósenta eignarhlut í Arion banka í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil, en hann mun hætta í stjórn eignarhaldsfélagsins á aðalfundi Kaupþings á morgun, fimmtudag. Í störfum sínum fyrir Kaupþing hafði Benedikt umsjón með söluferli félagsins á hlut þess í Arion banka en Kaupþing seldi fjórðungshlut í hlutafjárútboði í júní síðastliðnum og var bankinn í kjölfar skráður á markaði á Íslandi og í Svíþjóð. Benedikt, sem var einn helsti ráðgjafi íslenskra stjórnvalda við framkvæmd áætlunar um losun fjármagnshafta á árunum 2013 til 2016, hefur auk þess meðal annars setið í stjórn tryggingafélagsins VÍS og þá var hann framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs MP banka á árunum 2011 til 2013. Á hluthafafundi Arion banka, sem fer fram þann 5. september, leggur stjórn bankans fram tillögu um 10 milljarða króna arðgreiðslu til hluthafa. Þá munu hluthafar einnig kjósa tvo af þremur nefndarmönnum sem taka sæti í tilnefningarnefnd en þriðji nefndarmaður skal vera formaður stjórnar Arion banka eða annar stjórnarmaður skipaður af stjórn bankans. Auk Kaupþings og Taconic Capital, sem fara í sameiningu með heildaratkvæðarétt sem er takmarkaður við 33 prósenta hlut, eru stærstu hluthafar Arion banka vogunarsjóðirnir Attestor Capital og Och-Ziff Capital og bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira