Ein leið að lægri vöxtum Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Það eru ýmsar leiðir til að bæta lífskjör almennings og á það bendir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, í skýrslu sem hann skrifaði fyrir fyrir stjórnvöld nýverið. Bendir Gylfi réttilega á að til að bæta lífskjör þurfi að taka tillit til fleiri þátta en fjölda króna í launaumslagi og nefnir sem dæmi að vaxtakjör sem almenningi býðst skipti ekki síður máli. Raunar telur hann ástæðu til að tekin séu til skoðunar þau kjör sem almenningi býðst í viðskiptabönkum hér á landi og kanna hvort hagræða megi í bankakerfinu til að bæta kjör almennings. Upplegg Gylfa er nokkuð áhugavert í ljósi þess að Gylfi er nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans sem ákvarðar stýrivexti í landinu og beitingu hinna svokölluðu innflæðishafta, sem hafa stöðvað fjárfestingu erlendra aðila í innlendum skuldabréfum frá því þau voru sett á sumarið 2016. Innflæðishöftin kveða á um að 40% bindiskylda er lögð á fjárfestingar í íslenskum skuldabréfum fyrir nýjan erlendan gjaldeyri og svipar þeim til þeirra hafta sem voru í Síle 1991 til 1998 þótt útfærslan sé talsvert stífari hér á landi. Tveir erlendir ráðgjafar sem störfuðu fyrir starfshópinn um endurskoðun peningastefnunnar, Kristin Forbes og Sebastian Edwards, draga fram í sinni skýrslu niðurstöður úr erlendum rannsóknum af reynslu Síle af sínum höftum. Ein af meginniðurstöðunum er að höftin í Síle hafi veitt seðlabankanum skjól til að viðhalda hærra vaxtastigi en ella. Þá benda þau einnig á að rannsóknir hafi sýnt fram á að höftin í Síle hafi hækkað fjármögnunarkostnað minni og meðalstórra fyrirtækja vegna þess að höftin drógu úr framboði lánsfjármagns og takmörkuðu þar með aðgengi að lánsfé. Nú flokkast flest íslensk fyrirtæki sem lítil og meðalstór fyrirtæki, þar á meðal viðskiptabankarnir þrír. Því má færa heim sanninn um að íslensku innflæðishöftin ein og sér leiða til lakari vaxtakjara til bæði heimila og fyrirtækja. Tilkoma haftanna hefur gert Seðlabankanum kleift að viðhalda hærra vaxtastigi og um leið dregið úr framboði af lánsfé. Frá því í lok árs 2016 hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um eitt prósent en á sama tíma hefur vaxtagrunnur fastvaxta íbúðalána hækkað umtalsvert þrátt fyrir vaxtalækkanir Seðlabankans. Fastir vextir verðtryggðra lána hjá bönkum og lífeyrissjóðum hafa staðið í stað á meðan raunvextir ríkistryggðra bréfa til sambærilegs tíma, hafa næstum helmingast. Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar peningastefnunefndar hafa verið helstu talsmenn íslensku innflæðishaftanna og virðast höftin eiga sér mjög fáa aðra meðmælendur. Innflæðishöftin ganga þvert gegn ráðleggingum erlendra sérfræðinga og stofnana. Þannig hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið afdráttarlaus í sinni andstöðu gegn íslensku innflæðishöftunum. Að mati sjóðsins á að beita höftum aðeins í neyð, þau eiga að vera tímabundin og á engan hátt að gegna lykilhlutverki í almennri hagstjórn. Fyrrnefndir ráðgjafar starfshópsins um endurskoðun peningastefnunnar taka í sama streng og telja raunar að innflæði erlends fjármagns til Íslands fyrir tilkomu haftanna hafi aldrei verið af þeirri stærðargráðu að það hafi vegið að fjármálastöðugleika – hvað þá nú tveimur árum seinna þegar vaxtamunur við útlönd hefur minnkað talsvert og útflæðishöftum á innlenda fjármagnseigendur hefur verið aflétt. Staða Íslands er eftirsóknarverð í alþjóðlegum samanburði. Hér hefur verið viðvarandi viðskiptaafgangur, skuldir hafa verið greiddar niður og hrein erlend skuldastaða aldrei verið sterkari. Þá hefur verðbólga verið stöðug og lág, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og lánshæfi Íslands á uppleið. Við slíkar aðstæður ættu vextir á fjármagnsmarkaði að styðja við íslensk heimili og fyrirtæki en ekki öfugt eins og staðan er í skjóli stífra innflæðishafta og fjármagnsskorts. Íslenski fjármálamarkaðurinn er þunnur og smár og beiting innflæðishafta því mjög skæð. Það er spurning hvort ekki sé fyrsta skrefið til bæta vaxtakjör til heimila og fyrirtækja að hleypa öðrum erlendum fjárfestum að borðinu.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru ýmsar leiðir til að bæta lífskjör almennings og á það bendir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, í skýrslu sem hann skrifaði fyrir fyrir stjórnvöld nýverið. Bendir Gylfi réttilega á að til að bæta lífskjör þurfi að taka tillit til fleiri þátta en fjölda króna í launaumslagi og nefnir sem dæmi að vaxtakjör sem almenningi býðst skipti ekki síður máli. Raunar telur hann ástæðu til að tekin séu til skoðunar þau kjör sem almenningi býðst í viðskiptabönkum hér á landi og kanna hvort hagræða megi í bankakerfinu til að bæta kjör almennings. Upplegg Gylfa er nokkuð áhugavert í ljósi þess að Gylfi er nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans sem ákvarðar stýrivexti í landinu og beitingu hinna svokölluðu innflæðishafta, sem hafa stöðvað fjárfestingu erlendra aðila í innlendum skuldabréfum frá því þau voru sett á sumarið 2016. Innflæðishöftin kveða á um að 40% bindiskylda er lögð á fjárfestingar í íslenskum skuldabréfum fyrir nýjan erlendan gjaldeyri og svipar þeim til þeirra hafta sem voru í Síle 1991 til 1998 þótt útfærslan sé talsvert stífari hér á landi. Tveir erlendir ráðgjafar sem störfuðu fyrir starfshópinn um endurskoðun peningastefnunnar, Kristin Forbes og Sebastian Edwards, draga fram í sinni skýrslu niðurstöður úr erlendum rannsóknum af reynslu Síle af sínum höftum. Ein af meginniðurstöðunum er að höftin í Síle hafi veitt seðlabankanum skjól til að viðhalda hærra vaxtastigi en ella. Þá benda þau einnig á að rannsóknir hafi sýnt fram á að höftin í Síle hafi hækkað fjármögnunarkostnað minni og meðalstórra fyrirtækja vegna þess að höftin drógu úr framboði lánsfjármagns og takmörkuðu þar með aðgengi að lánsfé. Nú flokkast flest íslensk fyrirtæki sem lítil og meðalstór fyrirtæki, þar á meðal viðskiptabankarnir þrír. Því má færa heim sanninn um að íslensku innflæðishöftin ein og sér leiða til lakari vaxtakjara til bæði heimila og fyrirtækja. Tilkoma haftanna hefur gert Seðlabankanum kleift að viðhalda hærra vaxtastigi og um leið dregið úr framboði af lánsfé. Frá því í lok árs 2016 hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um eitt prósent en á sama tíma hefur vaxtagrunnur fastvaxta íbúðalána hækkað umtalsvert þrátt fyrir vaxtalækkanir Seðlabankans. Fastir vextir verðtryggðra lána hjá bönkum og lífeyrissjóðum hafa staðið í stað á meðan raunvextir ríkistryggðra bréfa til sambærilegs tíma, hafa næstum helmingast. Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar peningastefnunefndar hafa verið helstu talsmenn íslensku innflæðishaftanna og virðast höftin eiga sér mjög fáa aðra meðmælendur. Innflæðishöftin ganga þvert gegn ráðleggingum erlendra sérfræðinga og stofnana. Þannig hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið afdráttarlaus í sinni andstöðu gegn íslensku innflæðishöftunum. Að mati sjóðsins á að beita höftum aðeins í neyð, þau eiga að vera tímabundin og á engan hátt að gegna lykilhlutverki í almennri hagstjórn. Fyrrnefndir ráðgjafar starfshópsins um endurskoðun peningastefnunnar taka í sama streng og telja raunar að innflæði erlends fjármagns til Íslands fyrir tilkomu haftanna hafi aldrei verið af þeirri stærðargráðu að það hafi vegið að fjármálastöðugleika – hvað þá nú tveimur árum seinna þegar vaxtamunur við útlönd hefur minnkað talsvert og útflæðishöftum á innlenda fjármagnseigendur hefur verið aflétt. Staða Íslands er eftirsóknarverð í alþjóðlegum samanburði. Hér hefur verið viðvarandi viðskiptaafgangur, skuldir hafa verið greiddar niður og hrein erlend skuldastaða aldrei verið sterkari. Þá hefur verðbólga verið stöðug og lág, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og lánshæfi Íslands á uppleið. Við slíkar aðstæður ættu vextir á fjármagnsmarkaði að styðja við íslensk heimili og fyrirtæki en ekki öfugt eins og staðan er í skjóli stífra innflæðishafta og fjármagnsskorts. Íslenski fjármálamarkaðurinn er þunnur og smár og beiting innflæðishafta því mjög skæð. Það er spurning hvort ekki sé fyrsta skrefið til bæta vaxtakjör til heimila og fyrirtækja að hleypa öðrum erlendum fjárfestum að borðinu.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun