Frestaði bardagaviðræðum á meðan ég finn nýjan þjálfara Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. ágúst 2018 07:30 Kolbeinn Kristinsson. vísir/valli Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er á leiðinni til Bandaríkjanna í viðræður við nýjan þjálfara. Eru þrír mánuðir liðnir síðan hann vann sannfærandi sigur á Gennadi Mentsikainen í Finnlandi og um leið tíunda atvinnumannabardaga sinn. Er Kolbeinn ósigraður sem atvinnumaður í hringnum og í 159. sæti í þungavigt á heimsvísu en hefur farið hraðbyri upp þann lista. Hann segist vera búinn að setja það á ís í bili að finna sér nýjan bardaga þar til hann verði kominn með nýjan þjálfara. „Ég sló á frest öllum viðræðum um bardaga á dögunum þegar ég tók ákvörðun um að skipta um þjálfara. Ég fer til Finnlands á næstu dögum þar sem ég aðstoða annan hnefaleikakappa við að undirbúa sig og stuttu síðar fer ég til Bandaríkjanna í viðræður,“ segir Kolbeinn sem er búinn að vera í sambandi við einn þjálfara í Detroit og mun hitta hann. Eftir að hafa barist fjórum sinnum árið 2016 lenti hann í leiðinda meiðslum sem gerðu það að verkum að hann náði aðeins einum bardaga í fyrra. „Ég fór í aðgerð síðasta sumar og það tók góða sex mánuði að ná sér en það er ekkert að angra mig í dag. Það er bara búið að vera tímafrekt að standa í þessum þjálfaramálum, það er margt sem þarf að huga að.“ Hann kveðst spenntur fyrir því að komast inn í hringinn á ný og er tilbúinn að finna bardaga um leið og þjálfaramálin leysast. „Mann er farið að klæja aðeins í fingurna, ég sagði við teymið mitt að um leið og þjálfaramálin væru klár þá mætti skipuleggja næsta bardaga. Það sem vantaði alltaf var reyndari skipstjóra til að stýra skipinu,“ segir Kolbeinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er á leiðinni til Bandaríkjanna í viðræður við nýjan þjálfara. Eru þrír mánuðir liðnir síðan hann vann sannfærandi sigur á Gennadi Mentsikainen í Finnlandi og um leið tíunda atvinnumannabardaga sinn. Er Kolbeinn ósigraður sem atvinnumaður í hringnum og í 159. sæti í þungavigt á heimsvísu en hefur farið hraðbyri upp þann lista. Hann segist vera búinn að setja það á ís í bili að finna sér nýjan bardaga þar til hann verði kominn með nýjan þjálfara. „Ég sló á frest öllum viðræðum um bardaga á dögunum þegar ég tók ákvörðun um að skipta um þjálfara. Ég fer til Finnlands á næstu dögum þar sem ég aðstoða annan hnefaleikakappa við að undirbúa sig og stuttu síðar fer ég til Bandaríkjanna í viðræður,“ segir Kolbeinn sem er búinn að vera í sambandi við einn þjálfara í Detroit og mun hitta hann. Eftir að hafa barist fjórum sinnum árið 2016 lenti hann í leiðinda meiðslum sem gerðu það að verkum að hann náði aðeins einum bardaga í fyrra. „Ég fór í aðgerð síðasta sumar og það tók góða sex mánuði að ná sér en það er ekkert að angra mig í dag. Það er bara búið að vera tímafrekt að standa í þessum þjálfaramálum, það er margt sem þarf að huga að.“ Hann kveðst spenntur fyrir því að komast inn í hringinn á ný og er tilbúinn að finna bardaga um leið og þjálfaramálin leysast. „Mann er farið að klæja aðeins í fingurna, ég sagði við teymið mitt að um leið og þjálfaramálin væru klár þá mætti skipuleggja næsta bardaga. Það sem vantaði alltaf var reyndari skipstjóra til að stýra skipinu,“ segir Kolbeinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira