Ljósi varpað á stóra súpumálið Rannveig Ernudóttir skrifar 28. ágúst 2018 08:45 Nýverið fór í dreifingu mynd af kvöldmatseðli eldri borgara í þjónustukjarna hér í Reykjavík. Birtingin olli miklu fjaðrafoki þar sem gefið var í skyn að það eina sem eldri borgarar fengju að borða væru súpur. Sá sem tók myndina og dreifði henni, sleppti því hins vegar að láta fylgja með hádegismatseðilinn, staðsettan á veggnum við hliðina á kvöldmatarseðlinum. Það var óheiðarlegt og fór af stað ósanngjörn umræða um umönnun eldri borgaranna okkar í þjónustuíbúðum. Þeir sem tóku þátt í umræðunni höfðu þó margir ekki fullnægjandi upplýsingar til að geta lagt mat(!) á málið. Því verður varpað frekari ljósi á það hér. Þjónustuíbúðir eru fyrir eldri borgara sem vilja búa í kjörnum þar sem aðgangur er að ýmiss konar þjónustu eins og hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarstofu, félagsstarfi, læknaheimsókn og matarþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Þetta eru ekki sjúkrastofnanir eða hjúkrunarheimili. Hvernig eru matarmálin í þjónustuíbúðunum? Það sem kjarnarnir bjóða uppá á hverjum degi er morgunmatur, hádegismaturinn (sem kemur frá Vitatorgi), síðdegiskaffi, léttur kvöldmatur og svo kvöldkaffi. Almennt vilja íbúarnir borða stóru máltíðina í hádeginu og fá frekar léttari máltíð um kvöldið. Allt er þetta svo valkvætt, en hver og einn íbúi velur hvort hann vilji nýta sér þessa þjónustu. Því eins og hefur verið bent á, ítrekað í umræðunni, þá er ekki hér um að ræða sjúkrastofnanir heldur íbúðakjarna, þar sem hver og ein íbúð hefur eigin eldunaraðstöðu. Skiptar skoðanir eru varðandi matinn frá Vitatorgi, það er ekkert nýtt. Sumum finnst þessi matur mjög fínn og líkar hann afar vel. Margt starfsfólk borgarinnar nýtir einmitt þessa þjónustu og lætur vel af. Öðrum þykir þetta óspennandi matur og kýs að panta hann ekki. Þeir verða sér þá úti um mat annars staðar. Einnig er vert að taka það fram að hægt er að panta grænmetisrétt eða fiskrétt í stað kjötréttanna. Matur er manns megin Nýverið komu út ráðleggingar frá landlækni, unnar í samstarfi við Háskóla Íslands, varðandi próteininntöku veikra eða hrumra eldri borgara. Þar kom fram að umræddur hópur þurfi að auka próteininntökuna yfir daginn. Þetta eru mikilvægar upplýsingar og geta svo sannarlega hjálpað til við að sporna gegn vannæringu, þekktu vandamáli meðal sama hóps. En mikilvægt er að greina á milli umræðunnar um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnun eða í sjálfstæðri búsetu, og þeirra sem svo búa í þjónustuíbúðum á vegum borgarinnar. Það er auðvitað áhyggjumál hversu mikið er um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnunum, en þar getur verið um ýmiss konar samspil að ræða á borð við skerandi manneklu sem og lystarleysi meðal hrumra aldraðra einstaklinga. Vitað er að matarlyst eldri borgara minnkar almennt með aldrinum. Rétt áður en myndin fór í dreifingu höfðu íbúar umrædds þjónustuíbúðarkjarna kvartað undan matnum sem kom frá Vitatorgi. Viðbrögð starfsfólks við kvörtunum íbúanna voru þau að heyra í kokkinum á Vitatorgi - og hvernig brást hann við? Jú, með því að bjóðast til þess að koma á fund með íbúum og ræða matarmálin, því auðvitað á að taka mark á því ef óánægja er með matinn og fara yfir hvað má gera betur. Matur er jú manns megin. Minni miðstýring, meiri valdefling En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Því ég vil nota tækifærið, sem þessi umræða hefur skapað, til að fara yfir eitt af málefnum Pírata í kosningarbaráttunni síðasta vor. Það var að endurskoða matarstefnu borgarinnar og taka upp að nýju þann möguleika að íbúakjarnarnir (sem eru oft búnir stórum eldhúsum) geti boðið upp á mat sem matreiddur er á staðnum, líkt og áður var gert. Slíkt skapar valdeflandi umhverfi fyrir íbúana þar sem notendaráðin geti þá reglulega sett saman matseðil fyrir íbúana í samstarfi við matráð hússins. Hér er auðvitað verið að sækjast eftir því að skapa val fyrir íbúa, að þau geti sjálf ákveðið hvort í þeirra kjarna verði boðið upp á mat frá Vitatorgi eða að hann verði eldaður á staðnum. Velta má vöngum yfir því hvort það hafi í raun verið hagræðing á sínum tíma að miðstýra hádegistíma eldri borgara í þjónustuíbúðum borgarinnar, enda fylgir slíkur bara annar kostnaður. Sem dæmi er ákveðinn kostnaður við að keyra út matinn, svo augljóst dæmi sé nefnt. Til mikils er hins vegar að vinna, að matur ferðist sem styst áður en hann endar í maganum. Því er hér um mikilvægt málefni að ræða fyrir eldri borgara, sem Píratar vinna hörðum höndum að að þjónusta í Reykjavík.Höfundur er starfsmaður í félagsstarfi eldri borgara í Reykjavík og varaborgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fór í dreifingu mynd af kvöldmatseðli eldri borgara í þjónustukjarna hér í Reykjavík. Birtingin olli miklu fjaðrafoki þar sem gefið var í skyn að það eina sem eldri borgarar fengju að borða væru súpur. Sá sem tók myndina og dreifði henni, sleppti því hins vegar að láta fylgja með hádegismatseðilinn, staðsettan á veggnum við hliðina á kvöldmatarseðlinum. Það var óheiðarlegt og fór af stað ósanngjörn umræða um umönnun eldri borgaranna okkar í þjónustuíbúðum. Þeir sem tóku þátt í umræðunni höfðu þó margir ekki fullnægjandi upplýsingar til að geta lagt mat(!) á málið. Því verður varpað frekari ljósi á það hér. Þjónustuíbúðir eru fyrir eldri borgara sem vilja búa í kjörnum þar sem aðgangur er að ýmiss konar þjónustu eins og hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarstofu, félagsstarfi, læknaheimsókn og matarþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Þetta eru ekki sjúkrastofnanir eða hjúkrunarheimili. Hvernig eru matarmálin í þjónustuíbúðunum? Það sem kjarnarnir bjóða uppá á hverjum degi er morgunmatur, hádegismaturinn (sem kemur frá Vitatorgi), síðdegiskaffi, léttur kvöldmatur og svo kvöldkaffi. Almennt vilja íbúarnir borða stóru máltíðina í hádeginu og fá frekar léttari máltíð um kvöldið. Allt er þetta svo valkvætt, en hver og einn íbúi velur hvort hann vilji nýta sér þessa þjónustu. Því eins og hefur verið bent á, ítrekað í umræðunni, þá er ekki hér um að ræða sjúkrastofnanir heldur íbúðakjarna, þar sem hver og ein íbúð hefur eigin eldunaraðstöðu. Skiptar skoðanir eru varðandi matinn frá Vitatorgi, það er ekkert nýtt. Sumum finnst þessi matur mjög fínn og líkar hann afar vel. Margt starfsfólk borgarinnar nýtir einmitt þessa þjónustu og lætur vel af. Öðrum þykir þetta óspennandi matur og kýs að panta hann ekki. Þeir verða sér þá úti um mat annars staðar. Einnig er vert að taka það fram að hægt er að panta grænmetisrétt eða fiskrétt í stað kjötréttanna. Matur er manns megin Nýverið komu út ráðleggingar frá landlækni, unnar í samstarfi við Háskóla Íslands, varðandi próteininntöku veikra eða hrumra eldri borgara. Þar kom fram að umræddur hópur þurfi að auka próteininntökuna yfir daginn. Þetta eru mikilvægar upplýsingar og geta svo sannarlega hjálpað til við að sporna gegn vannæringu, þekktu vandamáli meðal sama hóps. En mikilvægt er að greina á milli umræðunnar um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnun eða í sjálfstæðri búsetu, og þeirra sem svo búa í þjónustuíbúðum á vegum borgarinnar. Það er auðvitað áhyggjumál hversu mikið er um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnunum, en þar getur verið um ýmiss konar samspil að ræða á borð við skerandi manneklu sem og lystarleysi meðal hrumra aldraðra einstaklinga. Vitað er að matarlyst eldri borgara minnkar almennt með aldrinum. Rétt áður en myndin fór í dreifingu höfðu íbúar umrædds þjónustuíbúðarkjarna kvartað undan matnum sem kom frá Vitatorgi. Viðbrögð starfsfólks við kvörtunum íbúanna voru þau að heyra í kokkinum á Vitatorgi - og hvernig brást hann við? Jú, með því að bjóðast til þess að koma á fund með íbúum og ræða matarmálin, því auðvitað á að taka mark á því ef óánægja er með matinn og fara yfir hvað má gera betur. Matur er jú manns megin. Minni miðstýring, meiri valdefling En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Því ég vil nota tækifærið, sem þessi umræða hefur skapað, til að fara yfir eitt af málefnum Pírata í kosningarbaráttunni síðasta vor. Það var að endurskoða matarstefnu borgarinnar og taka upp að nýju þann möguleika að íbúakjarnarnir (sem eru oft búnir stórum eldhúsum) geti boðið upp á mat sem matreiddur er á staðnum, líkt og áður var gert. Slíkt skapar valdeflandi umhverfi fyrir íbúana þar sem notendaráðin geti þá reglulega sett saman matseðil fyrir íbúana í samstarfi við matráð hússins. Hér er auðvitað verið að sækjast eftir því að skapa val fyrir íbúa, að þau geti sjálf ákveðið hvort í þeirra kjarna verði boðið upp á mat frá Vitatorgi eða að hann verði eldaður á staðnum. Velta má vöngum yfir því hvort það hafi í raun verið hagræðing á sínum tíma að miðstýra hádegistíma eldri borgara í þjónustuíbúðum borgarinnar, enda fylgir slíkur bara annar kostnaður. Sem dæmi er ákveðinn kostnaður við að keyra út matinn, svo augljóst dæmi sé nefnt. Til mikils er hins vegar að vinna, að matur ferðist sem styst áður en hann endar í maganum. Því er hér um mikilvægt málefni að ræða fyrir eldri borgara, sem Píratar vinna hörðum höndum að að þjónusta í Reykjavík.Höfundur er starfsmaður í félagsstarfi eldri borgara í Reykjavík og varaborgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar