Siðferðilegt dílemma að sitja og bíða eftir að einhver láti lífið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 08:00 Mynd um baráttu Guðmundar er frumsýnd á fimmtudag. Eiginkona hans er Sylwia Nowakowska. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er spennandi en kvíðvænlegt á sama tíma. Maður er mjög berskjaldaður að hleypa fólki alveg að innsta koppi,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson. Tuttugu ár eru síðan Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi. Hann hefur beðið handaágræðslu í Frakklandi í áratug. Guðmundur er nú á Íslandi. Heimildarmynd um hann verður frumsýnd í Bíói Paradís á fimmtudag. Kvikmyndagerðarmenn hafa fylgt Guðmundi eftir frá árinu 2011 og er afraksturinn myndin „Nýjar hendur innan seilingar“. Mikið var fjallað um það í fjölmiðlum þegar Guðmundur ákvað að fara í handaágræðsluna sem yrði sú fyrsta sinnar tegundar. Alls söfnuðust 40 milljónir króna, meðal annars til að hann gæti haldið út til Lyon og gengist undir aðgerðina. Síðan hafa flestir kannski lítið heyrt af gangi mála. Heimildarmyndin varpar ljósi á það sem gerst hefur síðan. Biðina, ótal frestanir, baráttuna við kerfið og skrifræðið ytra.Guðmundur Felix mátar sérútbúið skurðarborð í Frakklandi árið 2013.„Ég er alltaf spurður sömu spurninganna þegar ég hitti Íslendinga. Myndin sýnir hvað er búið að vera í gangi og hvers vegna ég er ekki enn kominn með hendur. Það er heilmikið búið að vera að gerast þó að ég hafi svolítið horfið af yfirborðinu,“ segir Guðmundur sem hefur búið í Lyon í fimm ár. „Staðan er alltaf sú að við bíðum eftir gjafa. Frá 2016 erum við komin yfir mesta skrifræðið og allt sem við lentum í fyrstu árin. Það tók rosalegan tíma að lenda í kerfinu en núna erum við í raun að bíða eftir að einhver deyi. Það er skrýtin staða að vera í, að hlusta eftir sjúkrabílum. Að vonast eftir að þetta fari að gerast sem aftur þýðir að maður er að vonast eftir að einhver deyi. Þetta er siðferðilegt dílemma.“ Guðmundur segir að hann búi enn að þeim fjármunum sem söfnuðust fyrir hann. Mikill kostnaður hafi fallið til í byrjun. Síðan hafi þetta staðið undir leigu og uppihaldi í Lyon. Nú sé einnig komið í gegn að rannsóknarsjóður við spítalann mun koma að fjármögnun aðgerðarinnar að einhverju leyti. Eins og sjá má í myndinni, sem óhætt er að mæla með, gefst Guðmundur ekki upp og heldur enn í vonina og veit að aðgerðin mun eiga sér stað. „Það veit enginn hvernig þetta mun takast. En það sem telst ásættanlegur árangur er olnbogahreyfingar, að ég geti lyft og hreyft olnboga. Það er ekki mjög líklegt að ég geti notað fingurna. Hvað mig varðar, þó svo að ég muni ekki geta notað fingurna og á endanum myndi taka hendurnar sjálfar af aftur, þá er ég samt mikið betur settur hvað úrval gerviútlima varðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál handaþegans leysast Guðmundur Felix Grétarsson, sem bíður þess í Frakklandi að fá hendur, var í vandræðum; gat ekki fengið íbúð nema hafa pening og ekki pening nema hafa íbúð, vegna gjaldeyrislaga. Seðlabankinn hefur gripið inn í málið. 25. júní 2013 19:26 Guðmundur Felix á flæðiskeri staddur Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í hörmulegu vinnuslysi fyrir fimmtán árum, er á flæðiskeri staddur í Frakklandi þar sem hann bíður eftir handaágræðslu. 25. júní 2013 19:21 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Þetta er spennandi en kvíðvænlegt á sama tíma. Maður er mjög berskjaldaður að hleypa fólki alveg að innsta koppi,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson. Tuttugu ár eru síðan Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi. Hann hefur beðið handaágræðslu í Frakklandi í áratug. Guðmundur er nú á Íslandi. Heimildarmynd um hann verður frumsýnd í Bíói Paradís á fimmtudag. Kvikmyndagerðarmenn hafa fylgt Guðmundi eftir frá árinu 2011 og er afraksturinn myndin „Nýjar hendur innan seilingar“. Mikið var fjallað um það í fjölmiðlum þegar Guðmundur ákvað að fara í handaágræðsluna sem yrði sú fyrsta sinnar tegundar. Alls söfnuðust 40 milljónir króna, meðal annars til að hann gæti haldið út til Lyon og gengist undir aðgerðina. Síðan hafa flestir kannski lítið heyrt af gangi mála. Heimildarmyndin varpar ljósi á það sem gerst hefur síðan. Biðina, ótal frestanir, baráttuna við kerfið og skrifræðið ytra.Guðmundur Felix mátar sérútbúið skurðarborð í Frakklandi árið 2013.„Ég er alltaf spurður sömu spurninganna þegar ég hitti Íslendinga. Myndin sýnir hvað er búið að vera í gangi og hvers vegna ég er ekki enn kominn með hendur. Það er heilmikið búið að vera að gerast þó að ég hafi svolítið horfið af yfirborðinu,“ segir Guðmundur sem hefur búið í Lyon í fimm ár. „Staðan er alltaf sú að við bíðum eftir gjafa. Frá 2016 erum við komin yfir mesta skrifræðið og allt sem við lentum í fyrstu árin. Það tók rosalegan tíma að lenda í kerfinu en núna erum við í raun að bíða eftir að einhver deyi. Það er skrýtin staða að vera í, að hlusta eftir sjúkrabílum. Að vonast eftir að þetta fari að gerast sem aftur þýðir að maður er að vonast eftir að einhver deyi. Þetta er siðferðilegt dílemma.“ Guðmundur segir að hann búi enn að þeim fjármunum sem söfnuðust fyrir hann. Mikill kostnaður hafi fallið til í byrjun. Síðan hafi þetta staðið undir leigu og uppihaldi í Lyon. Nú sé einnig komið í gegn að rannsóknarsjóður við spítalann mun koma að fjármögnun aðgerðarinnar að einhverju leyti. Eins og sjá má í myndinni, sem óhætt er að mæla með, gefst Guðmundur ekki upp og heldur enn í vonina og veit að aðgerðin mun eiga sér stað. „Það veit enginn hvernig þetta mun takast. En það sem telst ásættanlegur árangur er olnbogahreyfingar, að ég geti lyft og hreyft olnboga. Það er ekki mjög líklegt að ég geti notað fingurna. Hvað mig varðar, þó svo að ég muni ekki geta notað fingurna og á endanum myndi taka hendurnar sjálfar af aftur, þá er ég samt mikið betur settur hvað úrval gerviútlima varðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál handaþegans leysast Guðmundur Felix Grétarsson, sem bíður þess í Frakklandi að fá hendur, var í vandræðum; gat ekki fengið íbúð nema hafa pening og ekki pening nema hafa íbúð, vegna gjaldeyrislaga. Seðlabankinn hefur gripið inn í málið. 25. júní 2013 19:26 Guðmundur Felix á flæðiskeri staddur Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í hörmulegu vinnuslysi fyrir fimmtán árum, er á flæðiskeri staddur í Frakklandi þar sem hann bíður eftir handaágræðslu. 25. júní 2013 19:21 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Mál handaþegans leysast Guðmundur Felix Grétarsson, sem bíður þess í Frakklandi að fá hendur, var í vandræðum; gat ekki fengið íbúð nema hafa pening og ekki pening nema hafa íbúð, vegna gjaldeyrislaga. Seðlabankinn hefur gripið inn í málið. 25. júní 2013 19:26
Guðmundur Felix á flæðiskeri staddur Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í hörmulegu vinnuslysi fyrir fimmtán árum, er á flæðiskeri staddur í Frakklandi þar sem hann bíður eftir handaágræðslu. 25. júní 2013 19:21