Björgólfur hættur hjá Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2018 20:54 Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group. Vísir/Vilhelm Björgólfur Jóhannsson hefur sagt starfi sínu sem forstjóri Icelandair Group upp. Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. Í tilkynningu sagði hann ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann bæri ábyrgð á því gagnvart stjórn og hluthöfum. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins, mun taka tímabundið við stöðunni þar til stjórnin finnur nýjan forstjóra. Í áðurnefndri tilkynningu segir að helst megi rekja lægri tekjur ársins en spáð hafði verið til tveggja ástæðna. Við gerð afkomuspárinnar hafi verið gert ráð fyrir því að meðalfargjöld á seinustu mánuðum ársins myndu hækka. Það hefur ekki gerst og er nú talið að það muni gerast á næsta ári. Þá hafi innleiðing breytinga sem gerðar voru í byrjun sumars 2017 á sölu- og markaðsstarfi félagsins ekki gengið nægilega vel fyrir sig og breytingar á leiðarkerfi félagsins í byrjun þessa árs hafi valdið misvægi á milli framboðs fluga til Evópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar. Vegna þessa hafi spálíkön ekki virkað sem skyldi. „Fyrr í dag tjáði ég stjórn að ég óskaði efir því að láta af starfi forstjóra Icelandair Group. Þó að vissulega sé búið að taka á fyrrnefndum vandamálum þá er það ábyrgðarhluti að hafa ekki fylgt breytingunum eftir með fullnægjandi hætti og brugðist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því af störfum sem forstjóri félagsins,“ er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Undanfarin rúm tíu ár hafa verið allt í senn; gefandi, krefjandi og lærdómsrík. Við höfum farið í gegnum efnahagshrun og eldgos og tekist á við mikinn vöxt á stuttum tíma. Flugrekstur er í eðli sínu sveiflukenndur. Við höfum notið mikillar velgengni en einnig tekist á við krefjandi tíma. Það er á stundum sem þessum sem reynir á fyrirtæki og starfsfólk og við höfum séð á undanförnum árum hvílíkir kraftar leysast úr læðingi hjá félaginu þegar reynir á. Fyrir þeim krafti hef ég fundið sterkt á undanförnum vikum eftir að við brugðumst við fyrrnefndum vandamálum. Ég er stoltur af því sem hefur áorkast undanfarin ár og þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með frábæru fólki. Framtíð Icelandair Group er að mínu mati björt; félagið er fjárhagslega sterkt, með framúrskarandi starfsfólk og með góða stöðu á mörkuðum. Ég þakka samstarfsfólki og stjórn fyrir frábært samstarf sem aldrei hefur borið skugga á.“ Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson hefur sagt starfi sínu sem forstjóri Icelandair Group upp. Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. Í tilkynningu sagði hann ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann bæri ábyrgð á því gagnvart stjórn og hluthöfum. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins, mun taka tímabundið við stöðunni þar til stjórnin finnur nýjan forstjóra. Í áðurnefndri tilkynningu segir að helst megi rekja lægri tekjur ársins en spáð hafði verið til tveggja ástæðna. Við gerð afkomuspárinnar hafi verið gert ráð fyrir því að meðalfargjöld á seinustu mánuðum ársins myndu hækka. Það hefur ekki gerst og er nú talið að það muni gerast á næsta ári. Þá hafi innleiðing breytinga sem gerðar voru í byrjun sumars 2017 á sölu- og markaðsstarfi félagsins ekki gengið nægilega vel fyrir sig og breytingar á leiðarkerfi félagsins í byrjun þessa árs hafi valdið misvægi á milli framboðs fluga til Evópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar. Vegna þessa hafi spálíkön ekki virkað sem skyldi. „Fyrr í dag tjáði ég stjórn að ég óskaði efir því að láta af starfi forstjóra Icelandair Group. Þó að vissulega sé búið að taka á fyrrnefndum vandamálum þá er það ábyrgðarhluti að hafa ekki fylgt breytingunum eftir með fullnægjandi hætti og brugðist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því af störfum sem forstjóri félagsins,“ er haft eftir Björgólfi í tilkynningunni. „Undanfarin rúm tíu ár hafa verið allt í senn; gefandi, krefjandi og lærdómsrík. Við höfum farið í gegnum efnahagshrun og eldgos og tekist á við mikinn vöxt á stuttum tíma. Flugrekstur er í eðli sínu sveiflukenndur. Við höfum notið mikillar velgengni en einnig tekist á við krefjandi tíma. Það er á stundum sem þessum sem reynir á fyrirtæki og starfsfólk og við höfum séð á undanförnum árum hvílíkir kraftar leysast úr læðingi hjá félaginu þegar reynir á. Fyrir þeim krafti hef ég fundið sterkt á undanförnum vikum eftir að við brugðumst við fyrrnefndum vandamálum. Ég er stoltur af því sem hefur áorkast undanfarin ár og þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með frábæru fólki. Framtíð Icelandair Group er að mínu mati björt; félagið er fjárhagslega sterkt, með framúrskarandi starfsfólk og með góða stöðu á mörkuðum. Ég þakka samstarfsfólki og stjórn fyrir frábært samstarf sem aldrei hefur borið skugga á.“
Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira