Mannréttindi? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:45 Málefni okkar minnstu bræðra eru í brennidepli. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með sinnuleysi sínu um húsnæðismál utangarðsfólks brotið gegn 76. grein stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegum mannréttindareglum. Niðurstaða umboðsmanns er verulegur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Reykjavíkurborgar og munu þreytandi yfirlýsingar þeirra um manngæsku sína umfram aðra stjórnmálaflokka hljóma holar framvegis. Þessi mannréttindabrot áttu sér stað fyrir framan nefið á starfsmönnum Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Þeim til varnar þá hafa þeir undanfarna mánuði verið kirfilega uppteknir við að finna lausnir á kynjaskiptingu klósetta í ráðhúsinu, en eins og þekkt er hefur borgin margbrotið mannréttindi með því að skipta klósettum í karla- og kvennaklósett. Það var því ekki nema von að Mannréttindaskrifstofan væri ekki að sinna húsnæðisvanda heimilislausra á meðan stóra klósettmálið er óleyst. Hvernig gat það gerst að Reykjavíkurborg, sem eitt sveitarfélaga rekur mannréttindaskrifstofu, komst upp með það að brjóta mannréttindi á utangarðsfólki eins og Umboðsmaður bendir á, án þess að þessi sama mannréttindaskrifstofa hafi æmt eða skræmt? Getur verið að áhugi Mannréttindaskrifstofunnar á mannréttindum sé sértækur og nái illa til hópa sem eiga sér ekki málsvara eins og utangarðsfólks? Eru sum mannréttindi „politically correct“ og önnur minna? Auðvitað útilokar ekki áhersla á einn þátt mannréttinda annan. En mikið væri gaman ef einhver fréttamaður í góðu stuði tæki viðtal við mannréttindastjóra Mannréttindaskrifstofunnar og spyrði í fullri vinsemd hvernig þeim gat yfirsést þessi mannréttindabrot á fátæku fólki og hvernig það gat gerst að Mannréttindaskrifstofan hafði meiri áhyggjur af kynjaskiptingu klósetta heldur en af þeim grundvallarmannréttindum að fólk hafi þak yfir höfuðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Málefni okkar minnstu bræðra eru í brennidepli. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með sinnuleysi sínu um húsnæðismál utangarðsfólks brotið gegn 76. grein stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegum mannréttindareglum. Niðurstaða umboðsmanns er verulegur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Reykjavíkurborgar og munu þreytandi yfirlýsingar þeirra um manngæsku sína umfram aðra stjórnmálaflokka hljóma holar framvegis. Þessi mannréttindabrot áttu sér stað fyrir framan nefið á starfsmönnum Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Þeim til varnar þá hafa þeir undanfarna mánuði verið kirfilega uppteknir við að finna lausnir á kynjaskiptingu klósetta í ráðhúsinu, en eins og þekkt er hefur borgin margbrotið mannréttindi með því að skipta klósettum í karla- og kvennaklósett. Það var því ekki nema von að Mannréttindaskrifstofan væri ekki að sinna húsnæðisvanda heimilislausra á meðan stóra klósettmálið er óleyst. Hvernig gat það gerst að Reykjavíkurborg, sem eitt sveitarfélaga rekur mannréttindaskrifstofu, komst upp með það að brjóta mannréttindi á utangarðsfólki eins og Umboðsmaður bendir á, án þess að þessi sama mannréttindaskrifstofa hafi æmt eða skræmt? Getur verið að áhugi Mannréttindaskrifstofunnar á mannréttindum sé sértækur og nái illa til hópa sem eiga sér ekki málsvara eins og utangarðsfólks? Eru sum mannréttindi „politically correct“ og önnur minna? Auðvitað útilokar ekki áhersla á einn þátt mannréttinda annan. En mikið væri gaman ef einhver fréttamaður í góðu stuði tæki viðtal við mannréttindastjóra Mannréttindaskrifstofunnar og spyrði í fullri vinsemd hvernig þeim gat yfirsést þessi mannréttindabrot á fátæku fólki og hvernig það gat gerst að Mannréttindaskrifstofan hafði meiri áhyggjur af kynjaskiptingu klósetta heldur en af þeim grundvallarmannréttindum að fólk hafi þak yfir höfuðið.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun