Erum búin að bíða spennt eftir þessum leikjum Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Þjálfarateymið slær á létta strengi á blaðamannafundinum í höfuðstöðvum KSÍ í gær þegar leikmannahópurinn var kynntur. Fréttablaðið/sigtryggur ari Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins. Fram undan eru tveir risaleikir á heimavelli gegn Þýskalandi og Tékklandi þar sem Ísland getur komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM í kvennaflokki. Hefst það með leik gegn Þýskalandi þar sem sigur tryggir endanlega sæti á HM en með jafntefli er Ísland með örlögin í eigin höndum fyrir lokaleik riðilsins. Það efast enginn um að Þýskaland er með eitt af bestu landsliðum heims í kvennaflokki. Áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 2016 en Ísland sótti þrjú stig þegar liðin mættust ytra fyrir tæpu ári. Íslenska landsliðið verður án tveggja lykilleikmanna í leikjunum tveimur og mun eflaust sakna Hörpu Þorsteinsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur í leikjunum. „Þetta eru leikir sem við erum búin að bíða eftir í langan tíma, við vorum alltaf með það markmið að þetta yrðu úrslitaleikir. Þýska landsliðið er með frábæra sögu og frábæra leikmenn úr bestu deild heims en við sýndum að við getum unnið þær. Það gefur okkur sjálfstraust og við trúum því að við getum unnið með okkar besta leik,“ sagði Freyr sem var vongóður um að byggja mætti á þeirri frammistöðu. „Við munum nálgast hann aðeins öðruvísi en með sömu grunnáherslur. Það er meira sjálfstraust í þýska hópnum í dag sem við þurfum að finna lausn á.“ Hann sagði það áfall að missa Hörpu svona stuttu fyrir leik en var undir það búinn. „Við vorum búin að horfa á það að hún heldur bolta ofboðslega vel og það er mikill missir að því,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Ég er búinn að fara í gegnum það mörg meiðsli með kvennalandsliðið að ég leyfi mér ekki að hugsa neikvætt. Ég var búinn að undirbúa plan b og tók lokasímtal við Hörpu í gær þar sem ákvörðunin var tekin. Þegar hún dettur út þarf aðeins að endurskoða leikskipulagið okkar.“ Það verður missir að Hörpu og Dagnýju í föstum leikatriðum. „Dagný er sennilega ein af fimm bestu í heiminum þegar kemur að skallaeinvígjum. Klárlega hefði verið betra að hafa hana til taks en hún fann það sjálf að þetta myndi ekki ganga og lét mig vita. Ég var undir það búinn.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins. Fram undan eru tveir risaleikir á heimavelli gegn Þýskalandi og Tékklandi þar sem Ísland getur komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM í kvennaflokki. Hefst það með leik gegn Þýskalandi þar sem sigur tryggir endanlega sæti á HM en með jafntefli er Ísland með örlögin í eigin höndum fyrir lokaleik riðilsins. Það efast enginn um að Þýskaland er með eitt af bestu landsliðum heims í kvennaflokki. Áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 2016 en Ísland sótti þrjú stig þegar liðin mættust ytra fyrir tæpu ári. Íslenska landsliðið verður án tveggja lykilleikmanna í leikjunum tveimur og mun eflaust sakna Hörpu Þorsteinsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur í leikjunum. „Þetta eru leikir sem við erum búin að bíða eftir í langan tíma, við vorum alltaf með það markmið að þetta yrðu úrslitaleikir. Þýska landsliðið er með frábæra sögu og frábæra leikmenn úr bestu deild heims en við sýndum að við getum unnið þær. Það gefur okkur sjálfstraust og við trúum því að við getum unnið með okkar besta leik,“ sagði Freyr sem var vongóður um að byggja mætti á þeirri frammistöðu. „Við munum nálgast hann aðeins öðruvísi en með sömu grunnáherslur. Það er meira sjálfstraust í þýska hópnum í dag sem við þurfum að finna lausn á.“ Hann sagði það áfall að missa Hörpu svona stuttu fyrir leik en var undir það búinn. „Við vorum búin að horfa á það að hún heldur bolta ofboðslega vel og það er mikill missir að því,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Ég er búinn að fara í gegnum það mörg meiðsli með kvennalandsliðið að ég leyfi mér ekki að hugsa neikvætt. Ég var búinn að undirbúa plan b og tók lokasímtal við Hörpu í gær þar sem ákvörðunin var tekin. Þegar hún dettur út þarf aðeins að endurskoða leikskipulagið okkar.“ Það verður missir að Hörpu og Dagnýju í föstum leikatriðum. „Dagný er sennilega ein af fimm bestu í heiminum þegar kemur að skallaeinvígjum. Klárlega hefði verið betra að hafa hana til taks en hún fann það sjálf að þetta myndi ekki ganga og lét mig vita. Ég var undir það búinn.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki