Vísindaskortur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. ágúst 2018 05:45 Vísindin eru meira en samansafn þekkingar; þau eru ákveðinn hugsunarháttur. Þau eru tól sem við notum til að spyrja alheiminn gagnrýnna spurninga, fullmeðvituð um skeikulleika mannskepnunnar. Ef við fáum ekki tækifæri til að spyrja slíkra spurninga, til að mæta þeim sem segjast hafa sannleikann á reiðum höndum full efasemda, og til að vera efins í garð þeirra sem fara með valdið, þá erum við berskjölduð fyrir áhrifum næsta pólitíska eða trúarlega svikahrapps sem við mætum.“ Þessi örfáu orð voru með því síðasta sem stjarnfræðingurinn og vísindamiðlarinn Carl Sagan sagði á opinberum vettvangi. Stuttu seinna var Sagan allur, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Það sem hann vísaði í með orðum sínum var mikilvægi almenns raunvísindalæsis í lýðræðissamfélagi og hversu hættulegt það er þegar samfélag, sem byggir framfarir sínar og velsæld á vísindum og tækni, fjarlægist þessar grunnstoðir svo að aðeins örfáir hafa skilning á þeim. Það er viss kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að á tímum meiriháttar framfara í vísindum, sem umbreytt hafa lífi okkar á stuttum tíma, höfum við á sama tíma sífellt minni skilning á þeim vísindum sem búa að baki framförunum. PISA-kannanir undanfarin ár varpa ljósi á þetta. Þær gefa til kynna að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað verulega síðasta áratug. Það sama má segja um stærðfræðikunnáttu. Í Fréttablaðinu í dag er að finna stutta en þó mikilvæga frétt þar sem greint er frá áhyggjum líffræðikennara af hnignandi raungreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum. Kennararnir segja styttingu náms hafa bitnað á raunvísindunum, einmitt á þeim tíma þegar þörfin fyrir öflugt vísindalæsi er mest; á tímum loftslagsbreytinga og aukinnar kröfu um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Dæmi eru um að einstaklingar hafi lokið stúdentsprófi án þess að taka svo mikið sem einn áfanga í raungreinum. Það má vafalaust margt betur gera í raungreinakennslu. Hún á að snúast um meira en utanbókarlærdóm, lotukerfið, algebru og frumulíffæri. Börn hafa náttúrulega tilhneigingu til að vilja skilja heiminn, það að okkur hafi mistekist að virkja þennan áhuga er á ábyrgð foreldra, kennara, stjórnmálamanna, samfélagsins alls. Afleiðingarnar af þessu eru ekki aðeins að æ færri gera vísindin að ævistarfi sínu, heldur einnig þær að við förum á mis við mikilvægt tækifæri til að kynnast okkur sjálfum. Bæði hvað varðar það hver við erum sem lífverur, hvaðan við komum og hvert við stefnum, og hvað felst í því að vera manneskja. Vísindalegur hugsunarháttur krefst gagnrýnnar hugsunar, elju og áhuga. En umfram allt þarfnast vísindin samstarfs. Án samstarfs, þar sem einstaklingurinn verður að reiða sig á heildina, eru vísindin innantómt áhugamál. Þetta samstarf er lykillinn að velgengni mannskepnunnar, á öllum sviðum, og það er forsenda þess að við getum byggt betra samfélag. Okkur ber að virkja áhuga ungmenna á vísindunum. Það mun á endanum örva samfélag okkar enn frekar og hjálpa okkur að vera enn betur í stakk búin til að mæta krefjandi áskorunum í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Vísindi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Vísindin eru meira en samansafn þekkingar; þau eru ákveðinn hugsunarháttur. Þau eru tól sem við notum til að spyrja alheiminn gagnrýnna spurninga, fullmeðvituð um skeikulleika mannskepnunnar. Ef við fáum ekki tækifæri til að spyrja slíkra spurninga, til að mæta þeim sem segjast hafa sannleikann á reiðum höndum full efasemda, og til að vera efins í garð þeirra sem fara með valdið, þá erum við berskjölduð fyrir áhrifum næsta pólitíska eða trúarlega svikahrapps sem við mætum.“ Þessi örfáu orð voru með því síðasta sem stjarnfræðingurinn og vísindamiðlarinn Carl Sagan sagði á opinberum vettvangi. Stuttu seinna var Sagan allur, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Það sem hann vísaði í með orðum sínum var mikilvægi almenns raunvísindalæsis í lýðræðissamfélagi og hversu hættulegt það er þegar samfélag, sem byggir framfarir sínar og velsæld á vísindum og tækni, fjarlægist þessar grunnstoðir svo að aðeins örfáir hafa skilning á þeim. Það er viss kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að á tímum meiriháttar framfara í vísindum, sem umbreytt hafa lífi okkar á stuttum tíma, höfum við á sama tíma sífellt minni skilning á þeim vísindum sem búa að baki framförunum. PISA-kannanir undanfarin ár varpa ljósi á þetta. Þær gefa til kynna að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað verulega síðasta áratug. Það sama má segja um stærðfræðikunnáttu. Í Fréttablaðinu í dag er að finna stutta en þó mikilvæga frétt þar sem greint er frá áhyggjum líffræðikennara af hnignandi raungreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum. Kennararnir segja styttingu náms hafa bitnað á raunvísindunum, einmitt á þeim tíma þegar þörfin fyrir öflugt vísindalæsi er mest; á tímum loftslagsbreytinga og aukinnar kröfu um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Dæmi eru um að einstaklingar hafi lokið stúdentsprófi án þess að taka svo mikið sem einn áfanga í raungreinum. Það má vafalaust margt betur gera í raungreinakennslu. Hún á að snúast um meira en utanbókarlærdóm, lotukerfið, algebru og frumulíffæri. Börn hafa náttúrulega tilhneigingu til að vilja skilja heiminn, það að okkur hafi mistekist að virkja þennan áhuga er á ábyrgð foreldra, kennara, stjórnmálamanna, samfélagsins alls. Afleiðingarnar af þessu eru ekki aðeins að æ færri gera vísindin að ævistarfi sínu, heldur einnig þær að við förum á mis við mikilvægt tækifæri til að kynnast okkur sjálfum. Bæði hvað varðar það hver við erum sem lífverur, hvaðan við komum og hvert við stefnum, og hvað felst í því að vera manneskja. Vísindalegur hugsunarháttur krefst gagnrýnnar hugsunar, elju og áhuga. En umfram allt þarfnast vísindin samstarfs. Án samstarfs, þar sem einstaklingurinn verður að reiða sig á heildina, eru vísindin innantómt áhugamál. Þetta samstarf er lykillinn að velgengni mannskepnunnar, á öllum sviðum, og það er forsenda þess að við getum byggt betra samfélag. Okkur ber að virkja áhuga ungmenna á vísindunum. Það mun á endanum örva samfélag okkar enn frekar og hjálpa okkur að vera enn betur í stakk búin til að mæta krefjandi áskorunum í framtíðinni.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun