Háskólanám - til ánægju og árangurs! María Dóra Björnsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 13:30 Um þessar mundir hefja um það bil 3000 nýnemar nám við Háskóla Íslands sem verða hluti af og þátttakendur í fjölbreyttu háskólasamfélagi. Þetta eru spennandi og skemmtileg tímamót sem leggja grunn að framtíð flestra út á vinnumarkaðinn og jafnvel einnig í einkalífinu. Það eru margir einstaklingar sem koma að menntun og mótun nýnemans. Má þar nefna kennara auk starfsfólks fræðasviða, deilda og stoðþjónustu. Allir hafa það sameiginlega markmið að styðja nýnemann í að ná árangri í náminu sem hann hefur valið sér og stuðla að vellíðan hans í háskólasamfélaginu. Það getur tekið tíma að aðlagast nýju námsumhverfi og aðstæðum, einhverjir eru að flytja að heiman í fyrsta skipti eða flytja á milli landshluta. Það er margt sem nýir nemendur geta gert til að þessi tímamót fari sem best af stað, námslega, félagslega og ekki síst persónulega. Það skiptir máli að gefa sér tíma til að venjast nýju umhverfi og aðlagast því en það er ekki síður mikilvægt að vera þátttakandi í háskólasamfélaginu og grípa tækifærin sem þar gefast til að ná árangri og settum markmiðum. Allir þessir þættir geta haft ómæld áhrif á ánægju nemenda og árangur í háskólanáminu. Við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands starfa sérfræðingar sem þekkja hvaða þjónusta og úrræði henta nemendum. Þeir leggja sitt af mörkum til að styðja og styrkja nemendur frá upphafi náms til námsloka. Þjónustan er þríþætt, ráðgjöf sem lýtur að háskólanámi, s.s. varðandi námsval og vinnubrögð í háskólanámi, starfsráðgjöf sem felst í því að aðstoða nemendur við að byggja brú yfir í atvinnulífið, undirbúa þátttöku á vinnumarkaði og skapa sér starfstækifæri og svo þjónusta er snýr að sértækum námsrúrræðum og sálfræðiráðgjöf. Háskóli Íslands hefur nýlega lagt sérstaka áherslu á að styrkja enn frekar sálfræðiþjónustu fyrir nemendur og er skólinn stoltur af því framtaki. Vert er að geta þess að fram undan eru Nýnemadagar Háskóla Íslands frá 3. til 7. september og hvetjum við alla nýnema til að taka þátt í þeim. Dagarnir einkennast af fjölbreyttri dagskrá, s.s. kynningum á margvíslegri þjónustu fyrir nemendur, hagsmunamálum þeirra og auðugu félagslífi, með það að markmiði að auðvelda nemendum að taka fyrstu skrefin innan háskólasamfélagsins. Á Nýnemadögum býðst gott tækifæri til að kynnast nýju námsumhverfi og nýju fólki. Að lokum óskum við öllum nemendum velfarnaðar í námi og leik og bjóðum þá velkomna í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands.Höfundur er deildarstjóri Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Dóra Björnsdóttir Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir hefja um það bil 3000 nýnemar nám við Háskóla Íslands sem verða hluti af og þátttakendur í fjölbreyttu háskólasamfélagi. Þetta eru spennandi og skemmtileg tímamót sem leggja grunn að framtíð flestra út á vinnumarkaðinn og jafnvel einnig í einkalífinu. Það eru margir einstaklingar sem koma að menntun og mótun nýnemans. Má þar nefna kennara auk starfsfólks fræðasviða, deilda og stoðþjónustu. Allir hafa það sameiginlega markmið að styðja nýnemann í að ná árangri í náminu sem hann hefur valið sér og stuðla að vellíðan hans í háskólasamfélaginu. Það getur tekið tíma að aðlagast nýju námsumhverfi og aðstæðum, einhverjir eru að flytja að heiman í fyrsta skipti eða flytja á milli landshluta. Það er margt sem nýir nemendur geta gert til að þessi tímamót fari sem best af stað, námslega, félagslega og ekki síst persónulega. Það skiptir máli að gefa sér tíma til að venjast nýju umhverfi og aðlagast því en það er ekki síður mikilvægt að vera þátttakandi í háskólasamfélaginu og grípa tækifærin sem þar gefast til að ná árangri og settum markmiðum. Allir þessir þættir geta haft ómæld áhrif á ánægju nemenda og árangur í háskólanáminu. Við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands starfa sérfræðingar sem þekkja hvaða þjónusta og úrræði henta nemendum. Þeir leggja sitt af mörkum til að styðja og styrkja nemendur frá upphafi náms til námsloka. Þjónustan er þríþætt, ráðgjöf sem lýtur að háskólanámi, s.s. varðandi námsval og vinnubrögð í háskólanámi, starfsráðgjöf sem felst í því að aðstoða nemendur við að byggja brú yfir í atvinnulífið, undirbúa þátttöku á vinnumarkaði og skapa sér starfstækifæri og svo þjónusta er snýr að sértækum námsrúrræðum og sálfræðiráðgjöf. Háskóli Íslands hefur nýlega lagt sérstaka áherslu á að styrkja enn frekar sálfræðiþjónustu fyrir nemendur og er skólinn stoltur af því framtaki. Vert er að geta þess að fram undan eru Nýnemadagar Háskóla Íslands frá 3. til 7. september og hvetjum við alla nýnema til að taka þátt í þeim. Dagarnir einkennast af fjölbreyttri dagskrá, s.s. kynningum á margvíslegri þjónustu fyrir nemendur, hagsmunamálum þeirra og auðugu félagslífi, með það að markmiði að auðvelda nemendum að taka fyrstu skrefin innan háskólasamfélagsins. Á Nýnemadögum býðst gott tækifæri til að kynnast nýju námsumhverfi og nýju fólki. Að lokum óskum við öllum nemendum velfarnaðar í námi og leik og bjóðum þá velkomna í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands.Höfundur er deildarstjóri Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun